Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 49

Réttur - 01.10.1974, Side 49
sínu afli — „harðfylgi" hefði Alþýðuflokkurinn eitt sinn kallað það. Bræðravígin i verklýðshreyfingunni verða að hætta. Það eru síðustu forvöð fyrir forustu Al- þýðuflokks'ns að taka höndum saman við Alþýðu- bandalagið í stétta- og þjóðfrelsis-baráttunni. Ella eiga allir þeir, sem fylgt hafa Alþýðuflokknum, ekki annars kostar, ef þeir vilja berjast fyrir þeim hags- munum verkalýðsins, sem forustan oft hefur brugð- ist, og þe'.m hugsjónum sósíalisma og þjóðfrelsis, sem forustan hefur næstum alveg gefist upp við, — en að fylkja sér um Alþýðubandalagið og gera það að úrslitaaflinu í íslenskum stjómmálum. En slikt myndi taka lengri tima og timinn er íslenskri verklýðshreyfingu nú dýrmætur. Þess vegna væri það mikil gæfa íslenskri verk- lýðshreyfingu, ef Alþýðuflokkurinn hyrfi nú frá þeirri sefasýki, er valdið hefur meinlegum örlögum hans til þessa og tæki upp he lshugar stefnu sam- starfs vð Alþýðubandalagið. Alþýða Islands á máske örlög sín undir því að það gerist. SKÝRINGAR: I greininni „Nýr landsmálagrundvöllur" í Rétti 1918, þar sem Jónas dregur upp línurnar fyrir hina nýju stjórnmálastarfsemi, markar hann Al- þýðuflokknum bás með þessum orðum: ,,l bæj- unum má gera ráð fyrir, að hægri menn glími við jafnaðarstefnuna, en vlnstri manna gæti fremur litið. Við hlutfallskosningar til bæjar- stjórnar geta fátæklingarnir náð meirihluta a.m.k. við og við, og þá fengið færi til að koma sumum af hugsjónum jafnaðarstefnunnar i framkvæmd, t.d. rekið kúabú, garðrækt og fiskveiðar til hagnaðar bæjarfélögunum. Láta bæina byggja holl hús yfir þá skýlislausu, eign- ast lönd og lóðir. Gera le kvelli og íþróttastöðv- ar, bókasöfn og góða skóla handa æskumönnum bæjanna." — Með „vinstri menn" á Jónas raun- verulega við Framsókn og telur þann flokk verða að fá „aðalstyrk sinn frá gáfuðum og áhugasömum bændum." (Réttur, 1. hefti 3. árg. bls. 32—33). 2) I grein minni í Rétti 1970: „Straumhvörf sem K.F.I. olli" er nokkur grein gerð fyrir starfsemi Kommúnistaflokksins. Allýtarlega frásögn af starfi kommúnista innan Alþýðuflokksins fram að 1930 er að finna í bók Hendriks J. S. Ottós- sonar „Vegamót og vopnagnýr" (Ak. 1954). “1 Sjá í grein minni í Rétti 1970 einkum bls. 122 124. 4) Sjá bók Héðins Valdimarssonar: „Skuldaskil Jónasar Jónssonar við sósíalismann (Rvík 1938) bls. 80—81. 0) Héðinn segir frá því í ofannefndri bók sinni að á vissu skeið': samninganna um þjóðstjórn hafi þlngflokkur Alþýðuflokksins sett það skilyrði að banna skyldi Sósíalistaflokkinn (bls. 178). 0) Eftir að árás Hitlers á Sovétríkin hófst 22. júní 1941 gat Alþýðublaðið ekki dulið þá von sina að nasismanum tækist að sigra Sovétríkin: I leiðara blaðsins 12. ágúst 1941 stóð: „Hið eina menningarsögulega afrek nasismans verður þé að brjóta kommún smann á bak aftur." Og þessum leiðara, sem heitir „Nýr og bjartari dagur" lýkur með þessum orðum: „Kommún- isminn er úr sögunni." 7) I þessari grein verður ekkert rætt um aðstæður hvað myndun og þróun Alþýðubandalagsins snertir, en þeim, sem vildu kynna sér erfiðleik- ana á samvinnunni við Hannibal og hans menn, skal bent á grein mína í „Rétti" 1967 „Á kross- götum að loknum kosningum", einkum bls. 64—67. 8) Sjá grein Magnúsar Kjartanssonar í „Rétti" 1959: „Átök'n um landhelgismálið. — Hvað gerðist bak við tjöldin." 0) Um það má lesa ýtarlegar í grein minni í Rétti 1958: „Reikningsskil verkalýðsins við aftur- haldsöflin i Framsókn." 10) Um þá samn nga má lesa bækiing Brynjólfs Bjarnasonar „Samningarnir um vinstri stjórn. Hvers vegna vildi Framsókn ekki róttæka um- bótastjórn?" Útgefandi: Fræðslunefnd Sósíal- istaflokksins. Reykjavík maí 1943. Voru þar og birt fylgiskjöl þeirra samn:nga. fl) Sjá nánar um það I grein minni í „Rétti" 1948: „Islensk stóriðja I þjónustu þjóðarinnar," einkum bls. 184—204. 241

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.