Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 53

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 53
Meistari Þórbergur í „ríki útvaldra" Meistari Þórbergur hélt rakleitt til himnaríkis. Drottinn allsherjar tók sjálfur á móti honum í hliðinu gullna, dapur í bragði. Meistarinn hneigði sig djúpt og sagði: Þá er ég loksins kominn. Fékkstu frá mér skilaboðin, fimmtíu ára gömul, drottinn minn? Og hann sló á öxlina á drottni og sagði kankvís: Hvað líður bylt- ingunni sem við boðuðum þá, félagi sæll? En Drottinn spekinnar svaraði: Víst: fékk ég þitt postullega bréf. Ég er öld- ungis sammála því sem þú segir í XXXV. kapítula, 6. og 7. versi. En ég er ekki almáttugur eins og þú hélst, Þórbergur minn. Hér er allt fullt af faríseum og hræsnurum, sem halda að þeir verði heilagir af að lesa Moggann daglega og skreppa einstaka sinnum í kirkju á sunnudögum, en þjóna annars mammoni af mestri áfergju. Þeir smjaðra fyrir mér og hrópa: Herra, herra (Matt. 7.21) og telja sig svo eiga sjálfsagðan aðgang að himnaríki. Pétur hleypir þeim öllum inn; hann hlustar aðeins á varajátning- arnar, en sér ekki verkin. Þess vegna kom ég sjálfur að taka á móti þér; ann- ars hefði hann kannski rekið þig út. Hann skildi aldrei hvers vegna þú varst að ráðast á prestana. Ég hef alls ekki treyst mér til að hefja byltinguna okkar, Þórbergur minn, — allra sízt á meðan hann sonur minn er enn sárþjáður vegna þess að þeir krossfesta hann þarna niðri á hverjum sunnudegi með því að bendla nafn hans við mammonsþjónkun sína. Og Drottinn viskunnar rakti Þórbergi raunir sínar vegna þeirra guðsgeldinga sem ryddust inn í himnaríki í skjóli orða og prjáls, en þjónuðu mammoni eftir sem áður. Meistari Þórþergur stakk niður stafn- um, hallaðist fram, hvessti augun á drott- in, hækkaði röddina og mælti: Láttu ekki hugfallast, drottinn minn. Það leit stund- um illa út þarna niðri líka, en ég bilaði 245
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.