Réttur


Réttur - 01.10.1974, Side 11

Réttur - 01.10.1974, Side 11
nú hvert ríki EBE fyrir sig til harðvítugra aðgerða, til að bjarga sér á kostnað hinna (Italía, England, Danmörk), þótt brotin séu þarmeð lög EBE. 3. Inn í þessa mynd kemur svo margföld- un á verði olíu, sem stóreykur viðskiptahalla flestra auðvaldslanda, en skapar um leið óhemjuauð í klóm nokkurra olíukónga. Sá auður veldur algerri óvissu og ringulreið á kauphöllum auðvaldslandanna. Olíuverð- hækkunin eykur neyð margra þróunarlanda og kippir stoðum — a.m.k. um tíma — undan „velferðarríkjum" Evrópu og gerir þarmeð stéttabaráttuna milli verkalýðs og auðmannastéttar um hverjum skuli blæða vegna þessa margfalt harðari og pólitískari. Af þessu leiðir og að ásókn stóriðjuhringa í orkulindir (þ. á m. Islands) munu stórauk- ast. 4. Þrennskonar mótsagnakennd verðmynd- unarferli fara fram samtímis: 1) verðlækk- anir á vissum vörum, — og er það hið forna kreppueinkenni, sem Island fékk að kenna á eftir 1930, — 2) verðhækkanir á vissum hráefnum vegna hættu á að til þurðar gangi og sökum sér-aðstöðu vissra aðila (fosfat, kopar, hveiti, sykur o. fl.), — og 3) almenn verðbólga, m.a. vegna vaxandi vantrúar á peninga, — farið sé að iíta á þá sem hugs- anlegar falskar ávísanir og þá veðjað á víxl á hinar ýmsu þjóðmyntir sem skástar . 5. Fjölþjóðahringarnir eru nú margfalt sterkari en nokkru sinni fyrr og eiga hægt með að koma sér undan ráðstöfunum hvers ríkisvalds um sig. Þeir margfalda með al- þjóðlegu braski sínu hættuna á algerri heims- kreppu. Það er vegna hinna mótsagnakenndu fyr- irbrigða í þessari kreppu að erlendir hag- fræðingar hafa búið til nýtt orð yfir fyrir- brigðið: „stagflation". „Stagnation -{- inflat- ion" = stöðnun og verðbólga. Hér skulu nú rædd hugsanleg viðbrögð auðvaldsins í Vestur-Evrópu og verkalýðsins þar. Aðstæður þróunarlandanna og sú hætta aukins hungurs og eymdar, er yfir þeim vofir, er efni í aðrar greinar. II. Viðbrögð vestræns auðvalds Auðmannastéttir Vestur-Evrópu munu auðvitað beita venjulegum ráðum til að velta af sér kreppunni, yfir á verkalýð og alþýðu: launalækkun og atvinnuleysi. Þær munu herða á gagnvart millistéttum og smáat- vinnurekendum. Og auðvald Vestur-Evrópu er alþjóðlega skipulagt til átakanna við verkalýð. En það mun jafnframt reyna að skapa sér markaði í sósíalistísku löndunum, einkum Sovétríkjunum og Kína. (Islensku atvinnurekendunum mætti hinsvegar trúa til þess að glata þeim mörkuðum, sem þeim hafa áður verið fengnir í hendur í Sovétríkj- unum, ef þeir fara eftir áróðri Morgunblaðs- ins). Þegar verkalýður Vestur-Evrópu streytist á móti árásum auðvaldsins á lífskjörin, má búast við harðnandi átökum. Auðmannastétt- irnar undirbúa nú þegar valdbeitingu, ef út- lit er fyrir að þær verði undir í slíkum fag- legum og pólitískum átökum: verkföllum og kosningum. Valdbeitingarlið nýfasista á Italíu er þegar að verki. I Vestur-Þýskalandi hefur nasisminn aldrei verið rifinn upp með 203

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.