Réttur


Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 11

Réttur - 01.10.1974, Blaðsíða 11
nú hvert ríki EBE fyrir sig til harðvítugra aðgerða, til að bjarga sér á kostnað hinna (Italía, England, Danmörk), þótt brotin séu þarmeð lög EBE. 3. Inn í þessa mynd kemur svo margföld- un á verði olíu, sem stóreykur viðskiptahalla flestra auðvaldslanda, en skapar um leið óhemjuauð í klóm nokkurra olíukónga. Sá auður veldur algerri óvissu og ringulreið á kauphöllum auðvaldslandanna. Olíuverð- hækkunin eykur neyð margra þróunarlanda og kippir stoðum — a.m.k. um tíma — undan „velferðarríkjum" Evrópu og gerir þarmeð stéttabaráttuna milli verkalýðs og auðmannastéttar um hverjum skuli blæða vegna þessa margfalt harðari og pólitískari. Af þessu leiðir og að ásókn stóriðjuhringa í orkulindir (þ. á m. Islands) munu stórauk- ast. 4. Þrennskonar mótsagnakennd verðmynd- unarferli fara fram samtímis: 1) verðlækk- anir á vissum vörum, — og er það hið forna kreppueinkenni, sem Island fékk að kenna á eftir 1930, — 2) verðhækkanir á vissum hráefnum vegna hættu á að til þurðar gangi og sökum sér-aðstöðu vissra aðila (fosfat, kopar, hveiti, sykur o. fl.), — og 3) almenn verðbólga, m.a. vegna vaxandi vantrúar á peninga, — farið sé að iíta á þá sem hugs- anlegar falskar ávísanir og þá veðjað á víxl á hinar ýmsu þjóðmyntir sem skástar . 5. Fjölþjóðahringarnir eru nú margfalt sterkari en nokkru sinni fyrr og eiga hægt með að koma sér undan ráðstöfunum hvers ríkisvalds um sig. Þeir margfalda með al- þjóðlegu braski sínu hættuna á algerri heims- kreppu. Það er vegna hinna mótsagnakenndu fyr- irbrigða í þessari kreppu að erlendir hag- fræðingar hafa búið til nýtt orð yfir fyrir- brigðið: „stagflation". „Stagnation -{- inflat- ion" = stöðnun og verðbólga. Hér skulu nú rædd hugsanleg viðbrögð auðvaldsins í Vestur-Evrópu og verkalýðsins þar. Aðstæður þróunarlandanna og sú hætta aukins hungurs og eymdar, er yfir þeim vofir, er efni í aðrar greinar. II. Viðbrögð vestræns auðvalds Auðmannastéttir Vestur-Evrópu munu auðvitað beita venjulegum ráðum til að velta af sér kreppunni, yfir á verkalýð og alþýðu: launalækkun og atvinnuleysi. Þær munu herða á gagnvart millistéttum og smáat- vinnurekendum. Og auðvald Vestur-Evrópu er alþjóðlega skipulagt til átakanna við verkalýð. En það mun jafnframt reyna að skapa sér markaði í sósíalistísku löndunum, einkum Sovétríkjunum og Kína. (Islensku atvinnurekendunum mætti hinsvegar trúa til þess að glata þeim mörkuðum, sem þeim hafa áður verið fengnir í hendur í Sovétríkj- unum, ef þeir fara eftir áróðri Morgunblaðs- ins). Þegar verkalýður Vestur-Evrópu streytist á móti árásum auðvaldsins á lífskjörin, má búast við harðnandi átökum. Auðmannastétt- irnar undirbúa nú þegar valdbeitingu, ef út- lit er fyrir að þær verði undir í slíkum fag- legum og pólitískum átökum: verkföllum og kosningum. Valdbeitingarlið nýfasista á Italíu er þegar að verki. I Vestur-Þýskalandi hefur nasisminn aldrei verið rifinn upp með 203
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.