Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 5

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 5
viðkomandi verkalýðsfélaga eða sam- bands eftir því sem innheimtist á við- komandi félagssvæði. Ákvæði um það er enn í lögum sjóðsins, en hefur ekki verið framkvæmt um árabil. Gengisfellingargleði íhaldsins í land- inu hefur oft leikið þennan sjóð verka- fólksins grátt, eins og reyndar aðra sjóði þess. Nægir í því sambandi að nefna að í ársbyrjun 1967 var sjóðurinn nálægt 1100 milljónum króna, sem samsvaraði þá um 25 milljónum dollara. Vegna gengisfellinga viðreisnarstjórnarinnar hafði sjóðurinn hins vegar minnkað nið- ur í um 15 miljónir dollara í árslok 1968. Verðgildi um 10 miljón dollara hafði þannig á tæpum tveim árum horfið úr þessum sjóði verkafólksins. AEþingi ráðskast með sjóðinn En jiað er ekki aðeins gengisfellingar- stefna afturhaldsins sem hefur gengið í þennan tryggingasjóð verkafólks. Á und- anförnum árum hefur Alþingi margsett lög og ráðstafað með þeim stærstum hluta tekna og eigna sjóðsins án þess að spyrja sjóðsstjórnina eða eigendur sjóðsins einu orði og gert Jrannig að engu sjálfstæði sjóðsstjórnarinnar til að sinna markmið- um hans. Mér er sem ég sæi upplitið á atvinnurekendum í landinu ef Alþingi setti lög um hin ýmsu hlutafélög sem ráð- stöfuðu stærstum hluta tekna þeirra án vitundar stjórnar og hluthafa eða byndu fé og eignir hlutafélaga til ákveðinna verka. Ef við lítum á rekstrarreikning at- vinnuleysistryggingasjóðs árið 1978, en j)að er síðasta uppgjör sem fyrir liggur, kemur í ljós að aðeins 27,1% af gjöldum Kaupmáttur tímakaups samkvæmt meðaltali af kauptaxta verkmanna 1971 = 100,0 1972 = 109,5 1973 = 110,5 1974 = 112,2 1975 = 110,4 1976 = 96,5 1977 = 105,1 1978 = 113,2 1979 = 111,1 (1972-1974 var vinstri stjórn, 24. júní 1977 voru ,,Sólstöðusaniningarnir“ gerðir.) Heimild: Fréttabréf Kjararannsóknarnefndar nr. 47. sjóðsins renna í atvinnuleysisbætur eða 389 miljónir króna. í fæðingarorlof aftur á móti 36.4% eða 522 miljónir, til eftir- launa aldraðra i stéttarfélögum 26.3% eða 377 miljónir og í kauptryggingu í fiskviunslu 4.9% eða 70 miljónir. Á jDessu sést glöggt að ríkisstjórn og Alþingi hef- ur i’alið Jiessum sjóði verkafólks að leysa a'llt önnur ög ólík verkefni en sjóðurinn er stofnaðúr til. Satt að segja undrast ég hversu hávaðalítið verkalýðsfélögin hafa setið undir þessum óhæfuverkum al- mannavaldsins. Raungildi höfuðstóls hraöminnkar Eða er Jiá kannski alveg nægilegt fé í þessum sjóði? Því fer auðvitað víðs fjarri. Höfuðstóll sjóðsins var í árslok 1978 tæp- ir 8 milljarðar króna. Þótt sjóðurinn hafi vaxið ár frá ári í krónutölu hefur raun- gildi hans farið hraðminnkandi nú síð- 197
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.