Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 22
í ljóði Stephans stóð:
„Afreks einvalalið,
Rússlands útvöldu! Þið
hvílist verkalok við
í framtíðarsigrinum sælir!“
Enn getur víst skynleysið skaðað og flengt
og skotið um fjölmenni og einstakling
Enn sannindi hopa ei að heldur. [hengt.
- Senn verður þér, kirkja, og keisaravald,
þín kúgun að glötun og tíunda-gjald,
og heitur þinn helvítis-eldur.
Því hið stráfellda lið
er hið sterkasta lið!
Er hugsjónir hlaupa undir vigur
gegn heimsku, sem lífsvonir brælir og ir.
Og sökum þess hrín ykkur heiðurinn á!
Sem hnígandi vöktuð upp menningarþrá
þungsvæfu þjóð ykkar hjá,
sem báruð til hamingju, að hníga við
svörð
og helga með blóði jafn fordæmda jörð
og höfuðból harðstjórnar andans
og hjátrúar fjandans."
3. Byltingin í Rússlandi
brýtur aldanna ok
Hefndin yfir blóðhundum keisarans
kom 1917. Og stormur alþýðunnar -
„stormfuglinn,5 sem Maxim Gorki orti
um, Jóhannes úr Kötlum þýddi og Step-
han G. reit um — feykti burt eigi aðeins
keisaravaldinu, heldur og auðvaldinu á
sjötta hluta jarðar.
Það er heimssöguleg heppni að hin
sósíalistiska verklýðsbylting 7. nóv. 1917
skyldi yfirleitt vera gerð og takast. Mönn-
um hættir við eftir á að líta á atburð er
gerist sem eitthvað, sem hljóti að hafa
gerst. — Því fer fjarri að eitthvert órnót-
stæðilegt þróunarafl sögunnar hafi verið
þarna að verki. Möguleikinn var til, en
það var alveg eins til sá möguleiki að
rússneska keisaradæmið, dauðadæmt,
leystist upp í ótal hluta - eins og hið aust-
urríska - sum ,sjálfstæð“ ríki, sum ný-
lendur eða hálfnýlendur stórveldanna.
Hið stórkostlega, sem veldur því að
fyrri möguleikinn er hagnýttur, er tvennt:
1) sterkur verklýðsflokkur bolsévikkanna
og 2) foringi hans, Lenin. Hefði aðra af
þessum tveim forsendum vantað, hefði
líklega engin verklýðsbylting orðið. —
Menn skuli ekki gleyma því að Lenin hót-
aði í bréfi til miðstjórnar flokksins í októ-
ber að segja sig úr miðstjórninni af því
hún vildi ekki láta gera uppreisnina — og
þá lét flokkurinn undan. — Hefði Lenin
verið drepinn í júlí 1917, hvað þá?
Og þegar Lenin notar hið rétta heims-
sögulega augnablik (sem stóð aðeins til
boða eina til tvær vikur), þá gerir hann
það í trausti þess að rússneska byltingin
sé aðeins upphaf a. m. k. evrópskrar bylt-
ingar — Þýzkaland verði sósíalistískt rétt
á eftir með allri sinni stóriðju og þraut-
þjálfaða, fjölmenna verkalýð.
Lögmál þróunarinnar miðast við ára-
tugi og aldir. Samtök fólksins og forusta
þeirra geta — allt eftir þroska sínum og
snilli valdið því hvort atburðirnir — eins
og byltingin 7. nóv. 1917 — gerast ára-
tugum fyrr eða síðar. — Máske varð bylt-
ingin til þess að flýta þróun sósíalistísks
valds í veröldinni um heila öld.
214