Réttur


Réttur - 01.10.1980, Qupperneq 30

Réttur - 01.10.1980, Qupperneq 30
stóri boðberi sósíalismans, „mesti maður- inn á meðal ísleinskra skálda“ (Sigurður Nordal), risti svikunum 1914 níð og kvað í „Vopnahlé“ 1915 tregabraginn (ræga um þá fáu, er ekki brugðust: „Hver hafa orðið forlög foringjanna fáu, þeirra er ekki hafa brugðið friðarmæli sín, og vildu ei svíkja sannleikann í voða? Einn1 er myrtur, ainnar2 fyrir sömu sök er gerður svívirðing í eigin hóp og dæmdur, yfirgefinn rænulaus af raunum reikar nú sá þriðji3 um grafarbakkann.” í ,,Bolshvikanum“ 1918 og bréfum sín- um hafði Stephan G. heilsað rússnesku byltingunni og óskað velfarnaðar. I íslensku verkalýðshreylingunni hafði frá upphafi stéttabaráttan sjálf verið höf- uðatriðið, en sósíalisminn þó verið boð- aður sem eina stefna verkalýðsins í öllum blöðum hreyfingarinnar frá byrjun og af bestu brautryðjendum hennar. „Nýja ís- land“ Þorvarðar Þorvarðarsonar 1904. „Alþýðnblað“ Pétnrs Gnðmundssonar 1906, „Verkamannablað“ þess sama 1912 -13 og að lokum „Dagsbrún“ Ólafs Frið- rikssonar frá 1915 og „Alþýðublaðið“ síðan sem dagblað frá 1919 og frameftir, báru öll þeim boðskap vitni. Sú alda róttækninnar, sem rússneska byltingin skóp, barst og til Islands. Við kommúnistarnir á íslandi litum frá upphafi á okkur sem þáttakendur í alþjóðlegri frelsisbaráttu verkalýðsins og annarra kúgaðra stétta og þjóða hvar í veröld sem var. Það var skylda hvers kommúnista, ekki síst þeirra er einhverja menntun höfðu hlotið, að vinna að því að vekja verkalýð- l Jean Jauréz. - - Liebknecht. - s Keir Hardie. 222 inn til meðvitundar um mátt sinn, standa við hlið hans í stéttabaráttunni, efla hjá honum hæfileikana til að taka forustu á sem flestum sviðum þjóðlífsins og ná að lokum ríkisvaldinu úr greipum auð- mannastéttarinnar í samfélagi við aðrar vinnandi stéttir þjóðfélagsins. Þorsteinn: Erlingsson og Stephan G. höfðu sungið sósíalismann inn í sál þeirra íslendinga, er höfðu hug og hjarta til að meðtaka þann boðskap. öttó, Þorvarður, Pétur, og félagar höfðu hafist banda um myndun verklýðsfélaga og stofnun verk- lýðsblaða. Og Ólafur Friðriksson og fé- lagar hans lögðu smiðshöggið á þessa hreyfimgu í sköpun 1916 með stofnun Al- þýðusambands íslands, er um leið var Alþýðuflokkur, er aðhylltist sósíalism- ann, jafnaðarstelnuna. Alþýðuflokkurinn var utan hinna tveggja alþjóðasambanda sósíalista - þ. e. sósíaldemókrata og kommúnista og við kommúnistar litum svo á að við gætum báðir, kommúnistar og sósíaldemókratar, starfað saman í einum flokki meðan bvor um sig virti málfrelsi hins og rétt til þess að hafa persónuleg eða félagsleg sambönd við viðkomandi alþjóðasambiind, án þess að þvinga flokkinn sem heild til þess að tengjast öðru þeirra og svipta hinn aðil- ann skoðanafrelsi innan flokksins. Sósíaldemókratarnir höfðu strax 1918 og 1919 tekið upp samband við danska Sósíaldemókrataflokkinn, m.a. til þess að fá fjárstuðning til Alþýðublaðsins. Urðu þeir æ háðari þeim fjármálanna vegna,15 uns þar kom að þeir létu Alþýðuflokk- inn (ASÍ) ganga í Alþjóðasamband sós- íaldemókrata (II. Internationale) í des- emberbyrjun árið 1926, einungis til þess að tryggja sér fjárstuðning erlendu krat- anna, fyrst og fremst hinna dönsku, er
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.