Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 26
var síðar í borgarastyrjöld barin niður
með aðstoð þýsks liers. Hvít ógnarstjórn
burgeisanna liélt 90.000 manns í fanga-
búðum eftir sigur sinn. (Allur iðnaðar-
verkalýður Finnlands var þá 82 þúsund
manns.) 16.000 verkamenn voru drepnir
í borgarastríðinu og eltir það. 15.000 dóu
í fangabúðunum úr sjúkdómum ogsulti.
Þannig gekk það víðar, þar sem verka-
lýðurinn gerði sér vonir um frelsi og
reyndi að framkvæma þær:
Verkalýðsstjórn í Bayern 1919 var bar-
in niður af ríkisher, sem sósíaldemókrata-
stjórn Berlínar sendi gegn henni.
Byltingarstjórn sósíalista8 í Ungverja-
landi 1919 var eftir þriggja mánaða vökl
brotin á bak aftur með innrásum þriggja
ríkisherja nágrannaveldanna.
1923 var löglegri verkamannastjórn
vinstri sósíaldemókrata og kommúnista í
Saxlandi og Thúringen steypt með inn-
rás ríkishersins lrá Berlín að fyrirskipun
sósíaldemókratastjórnar.
Þannigvoru hvar um heim, sem kúguð
alþýða hreyfði sig til að afla sér frelsis,
blóði drifinn hrægammur auðvalds og
þjóna þess látinn mola frelsisviðleitnina.
En rússneska byltingin hélt velli.
En þótt frelsisbarátta verkalýðsins í
Evi'ópu — utan Sovétrfkjanna — væri brot-
in á bak aftur, kæfð í blóði, þá kveikti
boðskapurinn um frelsi kúgaðra stétta og
þjóða eld í sálum út um víða veriild. Það
alþjóðlega átak, sem hið nýstofnaða Al-
þjóðasamband kommúnista (Komintern)
boðaði, var víðfeðmasta tilraun, sem
nokkru sinni hafði verið gerð til þess að
sameina alla fátæka, kúgaða menn um
víða veröld - án tillits til þjóðernis, trú-
arbragða eða annars - til þess að berjas-t
sem bræður og systur fyrir frelsi undirok-
aðra þjóða og stétta - hjálpa hvor öðrum
eftir mætti - fórna jafnvel lífinu fyrir ,,ó-
þekktan vin“ (Nordal Grieg). Alþjóða-
liersveit Spánarstríðsins varð eitt fegursta
tákn þess alþjóðlega bræðralags, er setti
lífið að veði fyrir hugsjónina.
Það var eðlilegt að til að byrja með
næði boðskapurinn fyrst og fremst til
liinna hugumstærstu og eiulægustu, til
þeirra manna, sem trúðu á mátt hins kúg-
aða, vonlitla manns, er von hans um frelsi
væri vakin — sem voru sannfræðir um að
sósíalisminn, rétt framkvæmdur, væri
lausnin á þjóðfélagsvandamálum nútím-
ans - manna, er smám saman öðluðust
valdið á vísindum marxismans, til þess
að geta beitt ráðum hans við hinar ólík-
ustu kringumstæður hvar sem var á jörð-
inni eða á hvaða þróunarstigi, er þjóðfé-
lagið stóð.
En þó fræin væru fá á árunum 1920-
21, þá áttu eftir að spretta upp af þeim
hin voldugustu tré.
Það er fróðlegt nú - 1980 - að líta til
baka og rifja upp þó ekki séu nema nokk-
ur nöfn, sem aðeins lítill hópur þekkti
þá, en eru nú skráð gullnu letri í sögu
frelsisbaráttu alþýðunnar í öllum lönd-
um.
I Kína var það aðeins 90 manna hópur,
er stofnaði Kommúnis-taflokk Kína f 920
í Peking og enn færri, er stofnuðu deild
hans í Berlín 1921 - en í dag eru nöfnin
Mao-Tse-Tung, Chou-En-lai, Chu Te og
Liu-Sjaó-Si einhver frægustu þessarar ald-
ar og flokkur þeirra forusta fjölmenn-
ustu þjóðar heims — og „gangan mikla“
1935 eitt af frækilegustu afrekum hersög-
unnar.
í Búlgaríu var að vísu sterkur, en of-
sóttur Kommúnistaflokkur að verki eftir
1920, en það var ekki fyrr en eftir ein-
hverja frægustu málsvörn sögunnar 1933
218