Réttur


Réttur - 01.10.1980, Síða 6

Réttur - 01.10.1980, Síða 6
ustu árin. Höfuðstóllinn deilt með upp- hæð dagpeninga einstaklinga í árslok, þeas. hve marga daga höfuðstóllinn dug- ar til að greiða einstaklingsbætur, hefur verið sem hér segir að undanförnu: 1972 6.535.970 1973 3.213.653 1974 2.665.957 1975 2.390.806 1976 2.228.458 1977 1.783.509 1978 1.582.409 1979 (áætluð tala) 1.313.000 Lausafjárstaða nánast á núlli En þetta segir ekki alla sögu. Lang- mestur hluti sjóðsins er bundinn í verð- bréfum til langs tíma. Þannig fer til að mynda allt framlag ríkissjóðs til sjóðsins beint til kaupa á bréfum byggingarsjóðs ríkisins. Handbært fé sjóðsins var í árslok 1978 kr. 603 miljónir að mestu í vörslu Seðlabankans. Hinn 11. apríl sl. nam þessi upphæð aðeins 538 miljónum króna og hefur lausafjárstaða sjóðsins þanníg ennþá farið hríðversnandi. Miðað við 45 þúsund króna bótagreiðslu á viku til ein- staklings dyggðu þessar 538 miljónir í tvær vikur ef greiða ætti 5000 manns at- vinnuleysisbætur. Ráðstöfun og varðveisla sjóðsins á auð- vitað skilyrðislaust að vera í höndum sjóðsstjórnar og verkalýðssamtakanna. Bótagreiðslur verði stórauknar Þær bótareglur sem settar voru við stofnun sjóðsins voru síst lakari en þekkt- ust á hinum Norðurlöndunum. Þessar bótagreiðslur eru nú fyrir neðan allar hellur hér á landi og við höfum orðið langt á eftir nálægum löndum hvað þetta varðar. Ég vil í því sambandi nefna nokk- ur atriði sem krefjast verður úrbóta á: 1. Að greiða beri bætur svo lengi sem atvinnuleysið varir. 2. Óeðlilegt er að miða bótarétt við reglubundið starf eins og nú er gert. Fjöldi verkafólks, ekki síst konur, vinnur óreglubundið en skilar stórum hluta vinnudags þegar til lengri tíma er litið. 3. Núgildandi reglur miða bótarétt við vinnu sl. 12 mánuði. Nauðsynlegt er að stytta þennan tíma, t.d. í hálft ár. 4. Atvinnuleysisbætur eru nú aðeins 80% af dagvinnutekjum miðað við næst lægsta taxta Dagsbrúnar fyrir giftan mann eða konu sem talin er að- alfyrirvinna heimilis og aðeins 70% af sömu viðmiðun fyrir einstakling. Þessar bótagreiðslur þurfa að vera jafnar til allra og ber að stórauka þær þannig að bótafjárhæðir verði sem næst raunverulegu meðaltali þeirra kauptaxta sem hinir tryggðu taka laun eftir. 5. Sú regla. gildir nú, að sá sem á síðustu 12 mánuðum hefur haft hærri tekjur en sem svarar tvöföldum dagvinnu- taxta Dagsbrúnar missir bætur alger- lega. Þetta er auðvitað algerlega óvið- unandi ákvæði og ber að afnema ]oeg- ar í stað. Hér er að sjálfsögðu hvergi nærri allt talið, en augljóst er að sjóðurinn ætti auðvelt með að standa undir þessum auknu bótaréttindum ef hann fengi að þróast og starfa án íhlutunar stjórnvalda. 198

x

Réttur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.