Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 46
Halldór Laxness með Alþýðubókinni
1929, Halldór Stefánsson með „1 fáum
dráttum“ 1930 og Jóhannes úr Kötlum
með „Saml mun égvaka“ 1935. Ogundir
kommúnistískri forustu Kristins E. And-
réssonar eru samtök og fyrirtæki skipu-
lögð, undirstaða útgáfu þessara byltingar-
skálda, sem borgarastéttin brátt setti
bann sitt á: Félag byltingarsinnaðra ril-
höfunda er stofnað í október 1933, út-
gáfufélagið Heimskringla hf. 5. septem-
ber 1934 og loks hefja „Rauðir pennar“
útgáfu sína 1935.31
Verkalýðsblaðið, málgagn KFI, heils-
ar þeim með svohljóðandi kveðju í leið-
ara 16. des. 1935:
„Nú eru það ekki lengur nokkrir „árgalar", sem
einangraðir rjúfa þögnina, heldur voldug jylking
núlijandi skáldakynslúðar, sem i krajti listar sinnar
og málstaOar kveOur ser IdjóÖs meö slikum mœtti,
aO menn veröa aÖ hlýða á.
I'ökk sé skáldum „Rauðra penna" og sérstaklega
hinum snjalla skipuleggjara þeirra, fél. Kr. Andrés-
syni. . . . I’au hefja alla hreyfingu vora upp á hæfra
stig og skapa henni mikið aðdráttarafl fyrir allar
þær þúsundir, sem fram að þessu hafa haldið, að
sósíalisminn og verklýðshreyfingin væri „bara“ hags-
munabarátta undirstéttanna, - þvf þeir munu sjá,
að sósíalisminn: það er líka öll list, allur skáldskap-
ur, öll menning, öll fegutð - fyrir lífið og hið vinn-
andi fólk."
Það er furðuleg tilviljun en táknræn
fyrir tímamótin, sem nú eru hafin, að
það skuli gerast í sama mánuði að ris-
mesta skáldakynslóð íslendinga skuli
ögra fasismanum og heimsveldi auðsins í
list sinni — og fátækir bílstjórar úti á ís-
landi skuli undir forustu eins lítils en
vígreifs kommúnistaflokks knésetja vold-
ugustu olíuliringi heims og láta þá bera
þær byrðar, er lítilsigld ríkisstjórn ætlaði
alþýðu að axla.
Reisn liinnar rauðu skáldakynslóðar
varð æ meiri með ári hverju. Halldór
Laxness hafði enn getað gefið tit „Sölku
Völku“ (1931-32) og „Sjálfstœtt fólk“
(1934-35), en eftir slík snilldarverk var
hann auðvitað óprenthæfur hjá útgáfum
burgeisa- og bændaleiðtoga. Þegar hann
hóf eittltvert stórfenglegasta skáldverk
allra tíma á íslandi: „Söguna af Ólafi
Kárasyni“, var það aðeins ,Heimskringla‘
kommúnistanna, er vildi gefa slíkt snilld-
arverk út. „Ljós heimsins“ kom 1937 —
og lauk með „Fegurð himinsins“ 1940 -
í miðju ofsóknarbrjálæðinu gegn skáld-
um og kommúnistum íslands. - En það
voru ekki aðeins burgeisar og vissir bænd-
ur, sem hneyksluðust á þessu ógurlega
ádeiluskáldi. I. maí 1935 hafði hann og
verið leiddur út af Alþýðuflokksforingja
einum í miðjum upplestri sögunnar af
„Þórði gamla halta“. Kratarnir voru að
sanna ást sína á lýðræði og málfrelsi -
það var sem sé minnst á ,,samfylkingu“ í
lífsbaráttu verkamanna í sögu frá 9. nóv.
1932. („Réttur“ gaf söguna út samstundis
og Róttæka stúdentafélagið tvífyllti Nýja
llíó, er Halldór las hana upp - til enda.)
Það myndi sprengja þessa grein að ætla
að telja upp öll rit þessara slórskálda okk-
ar á þessum fáu árum og skal farið fljótt
yfir sögu. Halldór Stefánsson reit 10 smá-
sögur, aðeins í „Rétt“ 1935-7 auk alls
annars. Hvert kvæðið öðru magnþrúngn-
ara birtist frá Jóhannesi úr Kötlum á
sama tíma: hámarkið næst með „Hrím-
hvíta móðir“ 1937, þessum ógleymanlega
eggjandi óð til þjóðarinnar um - í kralti
minninganna miklu - að reynast menn á
úrslitastund.
„Rauður loginn brann“ ekki aðeins
hjá Steini Steinarr. Guðmundur Böðvars-
son, Gunnar Benediktsson, Kristin Geirs-
dóttir, Jón úr Vör, Sigurður Einarsson,