Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 27

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 27
fyrir dómstóli nasismans, að nafn foringja iians varð á hvers manns vörum: Dimi- troffs. I Júgóslavíu var og allsterkur Komm- únistaflokkuriran að verki 1921, en strax bannaður og ofsóttur hræðilega - en hvert mannsbarn kannast nú við nýlát- inn leiðtoga hans: Tito. En þótt þessir foriragjar fengju að iifa það að sjá þjóðir sínar sigrast á auðvaldi og fasisma — og aðrar þjóðir sem nú feta leiðina til sósíalismans — oft örðuga og þyrnum stráða - þá voru þeir fleiri, sem á árunum 1919-20 tóku að brjóta braut- ina löngu, sem féllu í fremstu röð fyrir rýtingum auðvaldsins. Þorsteinn kvað: ,»Og oft hefur frægasta foringjans blóð á fjöllunum klappirnar skolað, en það hefnr örvað og eggjað hans þjóð, því alltaf varð greiðara þar sem hann það blóð hefur blágrýtið holað.“ [stóð, Alþýða Austur-Þýskalands minnist enn hvern 15. janúar Rósu Luxemburg og Karls Liebknechts, er 1919 létu líf sitt, inyrt af liðsforingjum, sem voru í þjón- ustu sósíaldemókratískrar stjórnar — og allra þeirra tugþúsunda þýskra kommún- ista, er létu lífið á tímum Weimarlýð- veldisins og síðar undir grimmdarstjóm nasismans. Eitt fremsta nafn, eigi aðeins hins sterka ítalska kommúnistaflokks, heldur og flestra sósíalista Vestur-Evrópu, er í dag Gramsci, sem lét líl'ið eftir ára kvöl í dýflissum Mussolinis. En auðvaldinu tókst ekki að myrða ]rá alla. Enn lifa - áttræðir að aldri - tveir fé- lagar, sem unnið hafa til ódauðleika í sögunni af baráttu hinna kúguðu stétta: kona kolanámumanns, lfaski að þjóðerni, Dolores Ibarurri, kölluð Passionaria, vegna hinna eldheitu hvetjandi ræðna heranar, en baráttuþrekið var ekki síður stórfenglegt - allt frá 1920, er hún hóf þátttöku sína í frelsisbaráttu fátækrar, kúgaðrar spánskrar alþýðu. - Og hitt nafnið, Prestes, þekkja máske færri Is- lendingar. Það var hann, sem eftir að sósíalistahreyfing Brasilíu 1921 var barin niður með vopnum, leiddi hinn sigraða her alþýðuranar, 25.000 km leið gegnum frumskóga Brasilíu til að bjarga honum - það er jafnlöng leið og frá nyrsta odda Ameríku í Alaska til hins syðsta, í Eld- landseyjum. Prestes hefur síðan í 00 ár þekkt öll svið baráttunnar: áhrifamátt alþýðu í frjálslyndri Brasilíu, margra ára fangelsi á sömu slóðum og síðan útlegð árum saman, en kona hans, Olga Benario, var ofurseld þýsku nasistunum og myrt í dauðabúðum þeirra. Við skulum minnast eins manns enn til þess að sjá hvernig rússneska byltingin og stofnun Komintern tendraði vonirn- ar, jók eldinn í hjörtum hinna kúguðu um gervallan heim. Ungur maður á tvf- tugsaldri hafði náð sér í skipsrúm sem hjálparkokkur til þess að komast frá ný- lendunni Indo-Kína til Frakklands. Þar gekk harara í æskulýðssamtök sósíalista og síðan flokkinn og á flokksþinginu 1920 var hann einn þeirra meirihluta fulltrúa, er ákváðu stofnun Kommúnistaflokks Frakklands og hóf um leið baráttuna fyr- ir frelsi föðurlands síras, Vietinam. Hann bar mörg nöfn, fór víða, stofnaði Komm- únistaflokk Víetnams (um tíma kennt við Indo-Kína) 1930 sama ár og KFf var stofnaður á íslandi. Hann heitir nú í sög- unni Ho-Chi-Minh.n - 14 ár háði flokkur hans frelsistríð við franska og bandaríska 219
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.