Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 25
Lenin á fundi með fulltrúum fjölmargra
nýlenduþjóða.
víða um heim á 20. öld byggðist nú á því
annars vegar hvernig hinum kommúnist-
ísku flokkum, í upphafi flestum smáum,
tækist að endurvekja eldmóð verkalýðs og
annarra undirokaðra stétta fyrir sósíal-
ismanum - og hins vegar hvemig hinum
ungu sovétlýðveldum tækist að lifa og
þróast og verða það vald, sem auðvaldið
gæti ekki brotið. Og á ráðstefnu Komin-
tern með fulltrúum fjölmargra nýlendu-
þjóða í Bakú 1920 bættist eitt afl við,
sem átti eftir að setja mark sitt á öldina:
þjóðfrelsisbaráttu hinna undirokuðu ný-
lenduþjóða, sem um allan heim lutu kúg-
unarvaldi evrópska auðvaldsins.
5. Vonir kúgaðra vakna
Hvar sem kúguð alþýða heimsins,
verkamenn, bændur og í nýlendunum,
einnig kúguð borgara- og menntamanna-
stétt, barðist fyrir frelsi sínu, vakti rúss-
neska alþýðubyltingin og sigur liennar í
árásarstríðum auðvaldsríkja, fögnuð
hinna kúguðu - og vonir um sigur.
Alla leið vestur í Mexico, jiar sem
bændaherir Indíána og Meztísa höfðu
sigrast á kúgurunum undir forustu þeirra
Zapata7 og Villa, vakti byltingin vonir.
Allt frá 1913—14 höfðu J:>eir barist og
komið á bændaveldi gegn stórjarðeigend-
um og héldu Jtví árum saman. Zapata reit
í bréfi í febrúar 1918 um rússnesku bylt-
inguna: „Hér byrja hinir kúguðu, sam-
kvæmt fyrirmyndinni þar, að vakna af
svefni, rétta úr bognu bakinu og refsa
kúgurunum." Afturhaldinu tókst 10.
apríl 1919 að myrða Zapata, einn besta
byltingarleiðtoga Ameríku, og 1923 var
Villa, hinn ágæti herforingi bændanna,
myrtur - og bylting bændanna kæfð í
blóði.
Verkalýður Evrópu reis einnig ujjp
víða undir áhrifum rússnesku bylti.ngar-
innar:
„Rauða stjórnin“ í Finnlandi, sem
náð hafði þingmeirihluta í janúar 1918,
217