Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 14

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 14
Auðvaldsríkin réðu öllum heiminum um síðustu aldamót, arðrændu nýlend- urnar vægðarlaust, stálu auðlindum þeirra, eftirskildu oft eyðimerkur, þar sem áður voru gróin lönd - eða dýrmæt hráefni í jörðu. England var þá voldug- asta auðvaldsríkið. Meðan það drottnaði yfir Indlandi styttist mannsævin þar um 10 ár að meðaltali - vafalaust bitnaði það fyrst og fremst á bömunum. — Heimur- inn í dag glímir enn við afleiðingar þess- arar kúgunar — og núverandi eyðslu í hergagnaframleiðslu. - Það er rétt að muna og rifja upp eftirfarandi: Samkvœmt skýrslu Alpjóða vinnumdla- skrifstofunnar 1970 urðu 43 milljónir barna á aldrinum 6-15 ára að prœla til pess að tryggja fœðu fjölskyldna sinna. - Þar af voru þá í Asíu 31 milljón, 6 millj. í Afríku, rúmar 3 í Suður-Ameríku, 1 \ í Evrópu og tæp 300 þúsund í Bandaríkj- unum. - Sem einstakt dæmi má nefna að í Thailandi vinna 750.000 börn dag hvern 8 til 14 klukkustundir. Barnadauðinn í þróunarlöndunum er ægilegur, óhugnanlegur þáttur í hungur- dauðanum, sem er hlutskipti þróunar- landanna. Það deyja að meðallali 80.000 manns daglega af fæðuskorti. í Afríku deyr priðjungur allra barna áður en pau ná fimm ára aldri. - I Argen- tínu deyja 30.000 börn árlega úr matar- skorti eða beinlínis hungri. Á sama tíma sem þessar ógnir gerast - og verða stundum enn verri vegna lang- varandi þurrka, eins og nú í Austur-Afr- íku - eru matvæli eyðilögð í stórum stíl og jafnframt gerðar ráðstafanir til þess að draga úr matvælaframleiðslu. (í stór- um stíl í Bandaríkjunum - nú einnig í smáum stíl á íslandi.) Jafnframt arðræna auðhringarnir og Alþjóðabankinn og aðrir stórbankar þró- unarlöndin með lágu hráefnaverði, há- um vöxtum lána o. s. frv., jafnvel frek- legar en á nýlendutímanum. Mun arð- ránið árlega nema yfir 100 milljörðum dollara. — Hér er undirrót barnaþrælkun- ar og barnadauða þróunarlandanna. Það mætti úr miklu bæta með afnámi þessa arðráns. Og það mætti útrýma hungurdauða, barnaþrælkun, eymd og fátækt í öllum löndum heims með al- gerri afvopnun mannkyns - og nota þá peninga, sem nú er sóað í manndráps- tæki til slíkra nytsamra verka. - En sterk- asta auðvald heimsins, hið bandaríska, stendur á móti. Vopnaframleiðslan er gíf- urlegasti gróðavegur þess, ekki síst kjarn- orkuvopnaframleiðslan. Og nú reynir þetta auðvald, blóðugt upp fyrir axlir vegna múgmorðanna, allt frá Hiróshíma til Víetnam, að knýja Vestur-Evrópu til undirbúnings ægilegra árásarstyrjalda? Er ekki mál að linni? 206
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.