Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 14
Auðvaldsríkin réðu öllum heiminum
um síðustu aldamót, arðrændu nýlend-
urnar vægðarlaust, stálu auðlindum
þeirra, eftirskildu oft eyðimerkur, þar
sem áður voru gróin lönd - eða dýrmæt
hráefni í jörðu. England var þá voldug-
asta auðvaldsríkið. Meðan það drottnaði
yfir Indlandi styttist mannsævin þar um
10 ár að meðaltali - vafalaust bitnaði það
fyrst og fremst á bömunum. — Heimur-
inn í dag glímir enn við afleiðingar þess-
arar kúgunar — og núverandi eyðslu í
hergagnaframleiðslu. - Það er rétt að
muna og rifja upp eftirfarandi:
Samkvœmt skýrslu Alpjóða vinnumdla-
skrifstofunnar 1970 urðu 43 milljónir
barna á aldrinum 6-15 ára að prœla til
pess að tryggja fœðu fjölskyldna sinna. -
Þar af voru þá í Asíu 31 milljón, 6 millj.
í Afríku, rúmar 3 í Suður-Ameríku, 1 \
í Evrópu og tæp 300 þúsund í Bandaríkj-
unum. - Sem einstakt dæmi má nefna að
í Thailandi vinna 750.000 börn dag
hvern 8 til 14 klukkustundir.
Barnadauðinn í þróunarlöndunum er
ægilegur, óhugnanlegur þáttur í hungur-
dauðanum, sem er hlutskipti þróunar-
landanna. Það deyja að meðallali 80.000
manns daglega af fæðuskorti.
í Afríku deyr priðjungur allra barna
áður en pau ná fimm ára aldri. - I Argen-
tínu deyja 30.000 börn árlega úr matar-
skorti eða beinlínis hungri.
Á sama tíma sem þessar ógnir gerast -
og verða stundum enn verri vegna lang-
varandi þurrka, eins og nú í Austur-Afr-
íku - eru matvæli eyðilögð í stórum stíl
og jafnframt gerðar ráðstafanir til þess
að draga úr matvælaframleiðslu. (í stór-
um stíl í Bandaríkjunum - nú einnig í
smáum stíl á íslandi.)
Jafnframt arðræna auðhringarnir og
Alþjóðabankinn og aðrir stórbankar þró-
unarlöndin með lágu hráefnaverði, há-
um vöxtum lána o. s. frv., jafnvel frek-
legar en á nýlendutímanum. Mun arð-
ránið árlega nema yfir 100 milljörðum
dollara. — Hér er undirrót barnaþrælkun-
ar og barnadauða þróunarlandanna.
Það mætti úr miklu bæta með afnámi
þessa arðráns. Og það mætti útrýma
hungurdauða, barnaþrælkun, eymd og
fátækt í öllum löndum heims með al-
gerri afvopnun mannkyns - og nota þá
peninga, sem nú er sóað í manndráps-
tæki til slíkra nytsamra verka. - En sterk-
asta auðvald heimsins, hið bandaríska,
stendur á móti. Vopnaframleiðslan er gíf-
urlegasti gróðavegur þess, ekki síst kjarn-
orkuvopnaframleiðslan. Og nú reynir
þetta auðvald, blóðugt upp fyrir axlir
vegna múgmorðanna, allt frá Hiróshíma
til Víetnam, að knýja Vestur-Evrópu til
undirbúnings ægilegra árásarstyrjalda?
Er ekki mál að linni?
206