Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 53
kvennafélagið Ósk verið klofið og stofn-
að Verkakvennafélag Siglufjarðar. Nýja
félagið auglýsti taxta seni var lægri en
taxti Óskar og varð því til þess að lækka
kaup verkakvenna. Var vinna þeirra fyrst
og fremst við síldarsöltun og bitnaði þessi
kauplækkun því bæði á heimafólki og
aðkomufólki, sem var mjög rnargt yfir
síldartímann.
Verkamannafélag Siglufjarðar var svo
klofið á árinu 1934 í kjölfar hinna hörðu
átaka við afgreiðslu Dettifoss, sem áður
hefur verið minnst á. En þar stóðu for-
ingjar Alþýðuflokksins á Siglufirði með
fullu samþykki Alþýðusambandsstjórnar
við hlið borgaranna undir forystu bæjar-
fógetans, í bardaga með brunaslöngur og
lögreglukylfur að vopnum gegn verka-
mönnum, sem hindra vildu afgreiðslu
skipsins. Drógu þeir með sér í bardagann
þá verkamenn sem þeir gátu fengið í lið
með sér.
Sú gjá hafði myndast innan verkalýðs-
stéttarinnar, að svo hörmulegir atburðir
gátu gerst, að verkamenn börðust við
verkamenn.
Árið 1935 var siglfirskum almenningi
mjög erfitt. Síldin brást að mestu leyti
um sumarið, svo að það voru litlar tekj-
ur sem fólk hafði til þess að mæta kom-
andi atvinnuleysi. Þessi ár bjuggu Sigi-
firðingar við varanlegt vetraratvinnu-
leysi. Það má segja að atvinnutímabilið
hafi verið frá því á vorin, þegar undir-
búningur að síldarsöltun hófst og þar til
á haustin að búið var að skipa út síldinni.
()g komust oftast færri þar að en vildu,
nema yfir sjálfan síldveiðitímann þegar
unnið var bæði dag og nótt, lielga daga
sem virka, ef nægileg veiði var. En það
gat verið æði gloppótt. Það var mjög al-
gengt að menn fóru að taka út í reikning
hjá verslunum til heimila sinna um rniðj-
an vetur og fór þá drjúgur hluti af sum-
arkaupinu til að borga skuldir frá liðn-
um vetri. Það voru því mjög skertar tekj-
ur senr menn lögðu upp með til næsta
vetrar.
Það er því auðvelt að ímynda sér
hvernig ástandið hefur verið eftir sumar-
ið 1935, þegar síldin brást. Enda er ólrætt
að segja að veturinn 1935-1936 hafi verið
hreint neyðarástand á mörgum heimilum
á Siglufirði. Það segir sína sögu að síðla
vetrar var stofnað allfjölmennt Styrk-
þegafélag Siglufjarðar. Setti það fram á-
kveðnar kröfur um lágmark framfærslu-
eyris o. 11. Þótti mörgum borgurunum
sem skiirin væri farin að færast upp í
bekkinn er sveitarlimir væru farnir að
gera sig svo digra að mynda það sem nú
væri kallaður ,,þrýstihÓpur“. Slíkt íólk
ætti að vera þægt og þakklátt fyrir jiað
sem að ])ví væri rétt. Skal Jæss þó raunar
getið sanngirninnar vegna að oft hefur
barlómur um bágan fjárhag hins opin-
bera verið á minni rökum reistur en
jrarna.
Ekki bætti það úr skák, að verkalýðs-
félögin voru klofin í fjandsamlegar fylk-
ingar, a. m. k. að því er liðsoddana snerti.
Verkalýðsfélög hafa löngum haft tvíþætt
en þó samsnúið áhugamál, annars vegar
að ná sem bestum launasamuingum fyrir
verkafólk og hins vegár að berjast fyrir
nægri atvinnu. Áherslur á Jressa Jrætti
hafa verið mismunandi eftir ástandi á
hverjum tíma, en óhætt er að segja að
ekki veitti af Jrví eins og ástatt var á
Siglufirði um Jietta leyti, að áhersla væri
lögð á báða Jressa Jrætti af þeim þunga,
sem verkalýðurin hafði yfir að ráða.
En nú voru samtök Jressi klofin og
hlaut það að lama allan slagkraft þeiiTa.
245