Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 54

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 54
Þessi fyrsti vetur minn á Siglufirði er mér að mörgu leyti minnisstæður. Strax eftir komu mína þangað gekk ég í sam- tök komúnista, enda höfðu skoðanir mín- ar mótast í þá átt á undamförnum árum. Stærsta málið sem rætt var á fundum þessara samtaka þennan vetur var það, hvernig koma mætti til leiðar sameiningu verkalýðsfélaganna. Það var líka í sam- ræmi við hina almennu samfylkingarbar- áttu sem flokkurinn háði annars staðar á landinu. Ég var þá ungur að árum, 21 árs, en ég hafði þó í nokkur ár fylgst af áhuga með gangi verkalýðsmála. 15 ára gekk ég í verkalýðsfélagið í heimabyggð minni, Súðavík, 17 ára var ég kosinn í stjórn og í ársbyrjun 1935 var ég kosinn forníaður félagsins. Ekki get ég stært mig af nein- um afrekum í þessum störfum mínum, en þau gáfu mér reynslu og glæddu skiln- ing minn á þessum málum. Frá þessu segi ég vegna atviks sem kom fyrir um veturinn. Ég hafði ekki sagt mig úr Verkalýðsfélagi Álftfirðinga og var því með fullgilt félagsskírteini. Þar sem þetta félag var í Alþýðusambandinu átti ég rétt til fundarsetu í öðrum félögum innan þess. Þetta notaði ég mér eitt sinn um vetur- inn þegar auglýstur var fundur í Verka- mannafélaginu Þrótti. Þar bar ég fram tillögu um að Þróttur kysi nefnd til að ræða við fulltrúa frá Verkamannafélagi Siglufjarðar um leiðir til sameiningar fé- laganna. Þama var sáð í grýtta jörð, enda var ég öllum ókunugur og illa máli far- inn. Tillagan var felld, að mig minnir einróma, sjálfur hafði ég ekki atkvæðis- rétt. Ég hafði ekki gert mér neinar gylli- vonir um undirtektir og það hefði þurft harðari mann en mig til að hafa einhver áhrif í því andrúmslofti, sem var á þess- um fundi, a. m. k. á yfirborðinu. En ég veit í ljós þess sem síðar gerðist að at- kvæðagreiðsla þessi var engan veginn rétt- ur mælikvarði á vilja félagsmanna. Á þessu stigi mátti þó vita fyrirfram hverja litreið svona tillaga myndi fá. Ég hef að sjálfsögðu verið álitinn útsendari komm- únista og ekki neita ég því að félagar mín- ir höfðu hvatt mig en ekki latt til þessa. Ég ;sá þó ekki að ég spillti þarna neinu og enn Iief ég ekki neitt samviskubit af því að hafa flutt fyrstu tillöguna, sem komst á dagskrá þessa félags um sameiningu verkalýðsfélaganna á Siglufirði. Gott er líka að minnast þess að ekki leið nema um það bil eitt ár þangað til félögin höfðu verið sameinuð. Ég vil þó á engan hátt þakka þann árangur mínum tillögu- flutningi. Þar unnu aðrir að á virkari hátt. En þetta sýnir að unnið var að þessu máli á líklegan sem ólíklegan liátt til að halda því vakandi. Ég segi líka frá þessu sem minnisstæðum atburði fyrir mig per- sónulega. 1. maí 1936 hóf Siglufjarðardeild KEÍ að gefa út nýtt blað. Áður höfðu komið út blöðin Mjölnir og Baráttan, en upp á síðkastið hafði aðeins komið út fjölritað blað FUK, Ungkommúnistinn. Þetta nýja blað var prentað og hlaut nafnið Brautin. Var að því stefnt að það kæmi út vikulega. Á þessu fyrsta ári komu út 32 blöð. Árið 1937 komu út 33 blöð og 1939 14 blöð, en þá um haustið var Sósía- listaflokkurinn stofnaður og þá hætti Brautin að koma út en Mjölnir tók við sem málgagn hins nýja flokks. í fyrsta blaði Brautarinnar var birt ávarp til lesenda þar sem gerð var grein fyrir markmiðum þess og lýkur því svo: ,,Hvort alþýðu bæjarins tekst að koma 246
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.