Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 7
„Skandali aldarinnar“
Við íslendingar höfum á síðasta áratug
verið afar lánsamir að Jdví leyti að at-
vinnuleysi liefur verið hér mjög óveru-
legt. Umsköpun togaraflotans á vinstri
stjórnar árunum 1971-1974 olli Joáttaskil-
um í atvinnulífi landsbyggðarinnar. Nú
fyrstu þrjá mánuði þessa árs er skráð at-
vinnuleysi t.d. aðeins talið 0.4% af mann-
afla. Hér er ólíku saman að jafna við Jrað
gífurlega atvinnuleysi sem viðgengst i
ýmsum nálægum löndum.
Það er Jrví ekki nema von að menn
hrökkvi við nú, á stað eins og ísafirði,
Jiar sem vinna og tekjur fólks hafa verið
með eindæmum miklar undanfarin ár,
þegar frystihúsin nú stöðvast og mestum
hluta verkafólks á staðnum er sagt upp í
einu lagi. Aldrei opinberast eins áþreif-
anlega og þá hversu bótagreiðslur úr þess-
um sjóði eru ófullkomnar og óréttlátar.
Þetta dæmi minnir okkur einnig ájareif-
anlega á Jaá staðreynd að við getum alltaf
átt von á áföllum í okkar sveiflukennda
atvinnulífi. Eða hvar yrði íslenskt verka-
fólk statt ef hér yrði langvarandi 5-10%
atvinnuleysi, sem Jjykir heldur vel slopp-
ið í ýmsum nálægum löndum, eftir Jiá
útreið sem atvinnuleysistryggingasjóður-
inn hefur fengið og eins og bótagreiðsl-
um hans er háttað?
Eðvarð Sigurðsson, sá yfirvegaði bar-
áttumaður verkamanna í Reykjavík, sem
átti hvað stærstan þátt í að gera atvinnu-
leysistryggingarsjóðinn að veruleika í
verkfallinu mikla 1955, tók svo til orða á
Alþingi í fyrra í einni af sinni síðustu
ræðu í Joeirri stofnun, að meðferðin á At-
vinnuleysistryggingasjóði væri skandali
aldarinnar. Er ekki mál að linni?
DÆMI II
Eignasöfnun verslunarauðvaldsins
Eitt af mörgum fyrirtækjum formanns
Sjálfstæðisflokksins, Geirs Hallgrímsson-
ar, H. Benediktsson hf„ reisti stórhýsi við
Suðurlandsbraut 4 í Reykjavík um og
upp úr 1960. Ekki er mér nákvæmlega
kunnugt um hvenær starfsemi hlutafé-
lagsins hófst í húsinu, en> Jiað mun hafa
verið tekið í notkun í núverandi mynd í
nokkrum áföngum.
Árið 1970 er þessi húseign virt í bruna-
bótamati á kr. 38.682.000. Árið 1973 í
marsmánuði fer fram sérstakt endurmat
á húsinu og er joað Jrá virt á kr. 108.408.-
000. Hinn fyrsta október 1980 er bruna-
bótamat hússins að Suðurlandsbraut 4
kr. 1.937.374,000.
Við skulum virða fyrir okkur bruna-
bótamat hússins eins og ])að kemur fram
í bókum Húsatrygginga Reykjavíkur frá
árinu 1970 til Jiessa dags:
Árið 1970 ...........kr.
- 1971 ...... -
- 1973 ...... -
- 1973 3. 3.. -
- 1974 ..... -
- 1974 endurmat . —
- 1975 ..... -
- 1976 .......... -
- 1977 ...... -
- 1978 ..... -
- 1979 ...... -
- 1980 ..... -
- 1980 1. 10.. -
38.682.000
46.033.000
60.766.000
108.408.000
144.177.000
160.030.000
240.044.000
328.870.000
411.088.000
554.963.000
832.455.000
1.430.852.000
1.937.374.000
Brunabótamat Jressarar verslunarhall-
ar er í október á Jressu ári 18 sinnum
meira en eftir endurmatið í mars 1973 og
50 sinnum meira en árið 1970.
199