Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 58
þar sem ekki varð um þokað vildi hún
ekki láta stranda á þessu. Kom svo í ljós
að 8 mönnum var neitað um inngöngu.
Voru það flest handverksmenn, en fyrir í
Þrótti var margt handverksmanna. Ein-
um, Þóroddi Guðmundssyni, var gert að
skrifa undir yfirlýsingu um að hann væri
ekki lengur forseti Verkalýðssambands
Norðurlands. Þetta var að sjálfsögðu hót-
íyndni, þar sem það leiddi af sjálfu að
þar sem félag Þórodds, sem var í VSN,
yrði ekki lengur til, þá væri hann ekki
iengur í því sambandi og gæti því ekki
verið forseti þess. Þetta ásamt ýmsu öðru
var til marks um það hvernig meirihluti
stjórnar Þróttar, sem var hægri sinnaður,
streittist á móti því að framfylgja sam-
þykkt mikils meirihluta félagsmanna.
Það var svo loks á fundi í Þrótti 2. fe-
brúar 1937 sem 145 félagar úr Verka-
mannafélagi Siglufjarðar voru teknir í
félagið ásamt 3 iiðrum, sem verið höfðu
ófélagsbundnir.
Sá fundur var eftirminnilegur og bar
þrátt fyrir ailt svip sigurhátíðar. Þegar
inntakan hafði verið samjrykkt og hinir
nýju félagar gengu í salinn, stóðu fund-
armenn upp og allir sungu Internation-
alinn. Ræður fluttu Jón Jóhannsson fyrir
hönd stjórnar Þróttar, en hann hafði þá
nýlega verið kjörinn formaður, Gunnar
Jóhannsson af hálfu Iiinna nýju félaga og
Hannibal Valdimarsson, sem mættur var
á fundinum af hálfu Alþýðusambands ís-
lands. Segir í fundagerðabók félagsins að
hann hafi boðið „hina nýkomnu félags-
menn með hlýjum orðum velkomna í
nafni Alþýðusambands íslands. Sagðist
hann vona að þessi stórviðburður yrði
siglfirskum verkamönnum til gæfu og
farsældar á komandi tímum. Og skoraði
hann á alla Þróttarfélaga, eldri sem ynigii,
að gera sitt ítrasta og besta til þess að sigl-
firskir verkamenn þyrftu aldrei framar að
vera klofnir í hagsmunabaráttunni.“ I
ræðu sinni lýsti Gunnar Jóhannsson, síð-
ast formaður Verkamannalélags Siglu-
fjarðar, yfir því sem sinni sannfæringu,
að siglfirskir verkamenn væru nú búnir
að læra svo mikið af hinni sorglegu sundr-
ungu undanfarinna ára, að jieir mundu
aldrei láta jjað koma fyrir aftur að sam-
tök þeirra klofnuðu á ný. Að lokum bar
hann fram svofellda tillögu að ávarpi frá
fundinum:
„Siglfirskir verkamenn!
Verkamannafélögin hér hafa nú sam-
einast og þar með verið sköpuð fjölmemi
og sterk verkamannasamtök. En ýmsir
verkamenn hér í bænum standa utan
samtakanna. Nú stendur fyrir dyrum að
koma á kjarabé)tum fyrir verkamenn hér
og er það engum heiðarlegum verka-
manni samboðið að vera utan samtak-
anna. Það er að lifa á samtökunum, en
veikja þau þó með því að standa utan
Jíeirra. Þess vegna skorar Verkamanna-
félagið Þróttur á alla ófélagsbundna
verkamenn í bænum að láta j)að ekki
dragast lengur að koma í félagið."
Var þessi tillaga samjrykkt einróma. Og
geta má þess að á næsta fundi, 23. febr.,
gengu 23 nýir félagar inn. Vorn félags-
menn j)á alls orðnir 380.
Á fundi í Verkamannafélagi Siglu-
I jaðar 2. janúar hafði verið samjrykkt að
leggja félagið niður þegar meðlimir þess
hefðu verið teknir í Þrótt og afhenda ])ví
félagi eignir j)ess, sem reyndust 13-14
jrúsund krónur. Þar í var eignarhluti fé-
lagsins í Alþýðuhúsinu, en hann var 9/20
hlutar á móti Siglufjarðardeild KFÍ. Um
hlut flokksins í húsinu mun hafa samist
250