Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 58

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 58
þar sem ekki varð um þokað vildi hún ekki láta stranda á þessu. Kom svo í ljós að 8 mönnum var neitað um inngöngu. Voru það flest handverksmenn, en fyrir í Þrótti var margt handverksmanna. Ein- um, Þóroddi Guðmundssyni, var gert að skrifa undir yfirlýsingu um að hann væri ekki lengur forseti Verkalýðssambands Norðurlands. Þetta var að sjálfsögðu hót- íyndni, þar sem það leiddi af sjálfu að þar sem félag Þórodds, sem var í VSN, yrði ekki lengur til, þá væri hann ekki iengur í því sambandi og gæti því ekki verið forseti þess. Þetta ásamt ýmsu öðru var til marks um það hvernig meirihluti stjórnar Þróttar, sem var hægri sinnaður, streittist á móti því að framfylgja sam- þykkt mikils meirihluta félagsmanna. Það var svo loks á fundi í Þrótti 2. fe- brúar 1937 sem 145 félagar úr Verka- mannafélagi Siglufjarðar voru teknir í félagið ásamt 3 iiðrum, sem verið höfðu ófélagsbundnir. Sá fundur var eftirminnilegur og bar þrátt fyrir ailt svip sigurhátíðar. Þegar inntakan hafði verið samjrykkt og hinir nýju félagar gengu í salinn, stóðu fund- armenn upp og allir sungu Internation- alinn. Ræður fluttu Jón Jóhannsson fyrir hönd stjórnar Þróttar, en hann hafði þá nýlega verið kjörinn formaður, Gunnar Jóhannsson af hálfu Iiinna nýju félaga og Hannibal Valdimarsson, sem mættur var á fundinum af hálfu Alþýðusambands ís- lands. Segir í fundagerðabók félagsins að hann hafi boðið „hina nýkomnu félags- menn með hlýjum orðum velkomna í nafni Alþýðusambands íslands. Sagðist hann vona að þessi stórviðburður yrði siglfirskum verkamönnum til gæfu og farsældar á komandi tímum. Og skoraði hann á alla Þróttarfélaga, eldri sem ynigii, að gera sitt ítrasta og besta til þess að sigl- firskir verkamenn þyrftu aldrei framar að vera klofnir í hagsmunabaráttunni.“ I ræðu sinni lýsti Gunnar Jóhannsson, síð- ast formaður Verkamannalélags Siglu- fjarðar, yfir því sem sinni sannfæringu, að siglfirskir verkamenn væru nú búnir að læra svo mikið af hinni sorglegu sundr- ungu undanfarinna ára, að jieir mundu aldrei láta jjað koma fyrir aftur að sam- tök þeirra klofnuðu á ný. Að lokum bar hann fram svofellda tillögu að ávarpi frá fundinum: „Siglfirskir verkamenn! Verkamannafélögin hér hafa nú sam- einast og þar með verið sköpuð fjölmemi og sterk verkamannasamtök. En ýmsir verkamenn hér í bænum standa utan samtakanna. Nú stendur fyrir dyrum að koma á kjarabé)tum fyrir verkamenn hér og er það engum heiðarlegum verka- manni samboðið að vera utan samtak- anna. Það er að lifa á samtökunum, en veikja þau þó með því að standa utan Jíeirra. Þess vegna skorar Verkamanna- félagið Þróttur á alla ófélagsbundna verkamenn í bænum að láta j)að ekki dragast lengur að koma í félagið." Var þessi tillaga samjrykkt einróma. Og geta má þess að á næsta fundi, 23. febr., gengu 23 nýir félagar inn. Vorn félags- menn j)á alls orðnir 380. Á fundi í Verkamannafélagi Siglu- I jaðar 2. janúar hafði verið samjrykkt að leggja félagið niður þegar meðlimir þess hefðu verið teknir í Þrótt og afhenda ])ví félagi eignir j)ess, sem reyndust 13-14 jrúsund krónur. Þar í var eignarhluti fé- lagsins í Alþýðuhúsinu, en hann var 9/20 hlutar á móti Siglufjarðardeild KFÍ. Um hlut flokksins í húsinu mun hafa samist 250
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.