Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 18

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 18
I. Stéttabarátta sögunnar og frelsishreyfing kommúnismans 1. Árþúsunda ok - uppreisnir kæfðar í hlóði Allt írá því gamla ættasamfélagið, fá- tækt en frjálst sameignarmannfélag, liafði verið brotið niður, strax og maður- inn gat framfleytt meiru en sjálfum sér - og yIirstétt myndaðist, er píndi alþýðuna til að þræla fyrir sig- hafði kúgaða alþýð- una dreymt um að losna úr fjötrunum, líkamlegum og andlegum: Yfirstéttin hafði skapað sér ríkisvaldið (her, lög- regiu, dómsvald) gegn alþýðu — og von- unum, sem mannvinir og spekingar gáfu alþýðunni um frelsi og bræðralag hér í þessum heimi, sneri slóttug yfirstéttin upp í tálvonir og trúarboðskap um „föt og kjöt, þegar upp ljúkast liiminsins hlið“. Uppreisnar- og frelsisboðskap bestu mannvinanna var jafnvel gerbreytt í kvalastillandi deyfilyf sárþjáðrar alþýðu - og ef hún ekki undi því, beið hennar „hémamegin“ ofsóknir, pyntingar og bál- kestir, en „hinumegin" eilíf kvöl í víti. Og þeir, sem þessum brögðum beittu, voru hræsnisfullir kóngar, gerspilltur að- all, ágjarnir hórkarlar „hórunnar miklu“ í Róm — svo notuð séu orð þess Lúthers, er eitt sinn hafði manndóm til að rísa upp um stund gegn gerspilltum páfadómi kaþólskrar kirkju, er brennt hafði Jó- hann Húss á báli fyrir svipaða uppreisn öldinni áður. Alþýðan hafði stunið undir árþúsunda oki hræsnisfullra, gerspilltra yfirstétta. En frelsisvonin, uppreisnarandinn dó aldrei að fullu í brjósti þrælanna, ánauð- ugu bændanna, alls hins vinnandi lýðs. Þorsteinni Erlingsson túlkaði ótta yfir- stétta allra tíma við þá, sem uppreisnar- fræunum sáðu - hvort sem það voru spá- menn Gyðinga frá Mika til uppreisnar- mannsins frá Na&aret eða aðrir: En veki þó einhver þeim vonir á ný, þá vaxa þeim kraftarnir óðum, og þegar þeir spyrna sem ólmlegast í, er eins og vjer stöndum á glóðum. Það eru þær tungur, sem oss hafa smáð, og æsa vorn lýð, sem þær kunna, og munnar, sem hafa því margsinnis spáð, að musterin hrynji til grunna. En þeir komust aldrei yfir að kross- festa alla þá, sem „æstu upp lýðinn“, hvorki æðstu prestar, landshöfðingjar, konungar né keisarar enda hefði þá vant- að þrælana til að halda uppi óhófs og sníkjulífi yfirvaldanna. Þegar hinir voldugu herrar Rómaveld- is skulfu á beinunum, óttaslegnir um yf- irráð sín (rétt eins og vissir amerískir for- setar síðar) — vegna uppreisnar tugþús- unda ])ræla undir forustu Spartakusar, létu þeir krossfesta 7000 þræla - leiðin frá Róm til Capua var vörðuð slíkum 210
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.