Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 67
morð ákvað „Lýðræðisfylkingin gegn
kúgun“, sem verkalýðshreyfingin var að-
ili að, að 30 verkalýðsleiðtogar skyldu
flýja land. Þar á rneðal var Israel Mar-
cjuez, sem síðan hefur starfað á skrifstofu
„lýðræðisfylkingarinnar gegn kúgun“ í
Costa Rica og verið óþreytandi í starli
sínu fyrir verkafólk í heimalandi sínu.
Marquez komst meðal annars inn á
hluthafafund Coca Cola Company í At-
lanta, Bandaríkjunum, í maímánuði
1979 og sárbændi hluthafana að grípa í
taumana, svo ofsóknum gegn verkafólki
í kókverksmiðjunni í Guatemala mætti
linna. Þessari málaleitan hafnaði hlut-
hafa fundurinn á þeim forsendum, að
hluthöfum kæmi atferli einstakra fram-
leiðenda ekkert við, svo lengi sem þeir
framleiddu drykkinn vinsæla og seldu
hann.
Þetta svar hluthafafundarins var í ná-
kvæmlega sama anda og öll tilsvör tals-
manna kókhringsins höfðu verið fram til
þess tíma, við áskorunum fjölmargra
verkalýðsfélaga víðs vegar um heiminn.
Kókhringnum kæmi málið ekki við.
Almenningsálitið grípur í taumana
En nú var þolinmæði hinnar alþjóð-
legu verkalýðshreyfingar á þrotum. Aug-
ljóst var að þeir sem lausn málsins höfðu
í hendi sér neituðu að skipta sér af því.
Agóðinn a.f kóksölunni var höfuðatriði í
þeirra huga — mannréttindi hins vegar
algert aukaatriði. Auk þess auðvitað, sem
frálei-tt var að ætlast til þess að þeir færu
að hafa vit fyrir manni sem gerði sitt
besta til að hafa hemil á verkafólkinu.
Blásið var í herlúðra og sett fram-
leiðslu- og sölubann á Coca Cola í fjöl-
mörgum löndum. Jafnvel verkalýðsfélög
og -sambönd í Bandaríkjunum skoruðu á
félagsmenn sína að neyta ekki þessa vin-
sæla drykkjar. Þannig var samþykkt í
upphafi þings Alþjóðasambands flutn-
ingaverkamanna í maímánuði síðastliðn-
um, að þingfulltrúar skyldu ekki neyta
kóks meðan á þinghaldi stæði og bannað
að selja það á þingstaðnum.
Þetta var tungumál sem hluthafarnir
skyldu, og nú leið að því að samþykkt var
af hálfu Coca Cola Company að -ganga til
samninga, sem grundvallast skyldu á
kröfum verkalýðsfélagsins við kókverk-
smiðjuna í Guatemala. Þær meginkröfur
voru að verkalýðsfélagið væri viðurkennt
af eigendum fyrirtækisins sem réttur
samningsaðili, með skriflegri yfirlýsingu
og að Goca Cola Company beitti sér fyt'ir
eigendaskiptum á fyrirtækinu, þar sem
augljós-t væri að samningar við Jolm
Trotter væru harla lítils virði, miðað við
reynsluna af manninum.
Verkfall
Á síðasta ári stofnaði Trotter „gult“
verkalýðsfélag í verksmiðju sinni, til höf-
uðs því sem fyrir var. Þeir sem ráðnir
voru til vin-nu eftir stofnun þess neyddust
til að ganga í jietta félag, sem hafði upp
á margvíslegustu hlunnindi að bjóða fyr-
ir félagsmenn sína.
En í júnímánuði síðastliðnum gerðust
þeir atburðir í Guatemala City sem gerðu
það að verkum, að félagsmenn beggja fé-
laganna tóku saman höndum og gerðu
verkfall. 21. júní var 27 leiðtogum verka-
lýðshreyfingar landsins rænt á einu
bretti, þar sem þeir sátu fund sem átti að
undirbúa aðgerðir til að mótmæla morði
á einum af starfsmönnum kókverksmiðj-
unnar daginn áður. Meðal þessara 27
259