Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 24

Réttur - 01.10.1980, Side 24
4. Byltingin í Þýskalandi í Þýskalandi varð verklýðsbylting 9. nóv. 1918. Sósíaldemókratar fengu alla ríkisstjórnina í sínar liendur. Nú reyndi aftur á þá forustu, er svikið hafði verka- lýðinn og leitt hann út á blóðvöllinn í 4 ár fyrir auðvaldið. Sósíaldemókrataforingjarnir töluðu um þjóðnýtingu - og meintu ekkert með því. En yfirgnæfandi hluti verkalýðsins trúði þeim samt, eins og fram kom í at- kvæðagreiðslum í verkamanna- og her- mannaráðunum í Berlín í des. 1918. Látum því svo vera að enginn mögu- leiki lial'i verið að ráða niðurlögum auð- mannastéttarinnar í Þýzkalandi 1918, fyrst vald sósíaldemókrataforingjanna var slíkt. - En þeir töluðu líka um lýð- ræði, um róttækt lýðræðislegt lýðveldi. Og hvemig varð það að vera til þess að það yrði raunverulegt, sterkt lýðræðis- ríki, að vísu borgaralegt eins og í Eng- landi eða Erakklandi. Ríkisvaldið þýska var sameiginlegt kúgunarvald auðmanna og aðals. Til jjess að skapa sæmilegt lýðræðisríki varð að uppræta máttarstoðir aðalsins. Það þýddi: svipta „junkarana", stórjarðeig- endur Prússlands, eignum sínum og fá þær í hendur bændanna - hreinsa burt alla hershöfðingja aðalsins og setja her- inn undir lýðræðissinnaða, löghlýðna stjórn - hreinsa allt dómarahyskið og setja heiðarlega, Uighlýðna menn í stað- inn - uppræta áhril' aðals og afturhalds í embættisstéttinni, svo hinn almenni borgari, verkamenn og aðrir gætu treyst henni o. s. frv. Ekkert af þessu gerðu sósíaldemókrata- foringjarnir, sem höfðu ríkisvaldið og vopnaðan verkalýð að baki sér. Þvert á móti: Forsætisráðherra þeirra, Ebert, semur við Gröener yfirhershöfðingja um að beita hernum gegn kommúnistum. Það er látið viðgangast að myrða róttæk- ustu og bestu sósíalistana. Hin gamla aft- urhaldsklíka junkara og herforingja of- metnast m. a. s. svo að hún ætlar sér strax 1920 að taka ríkisstjórnina beint í sínar hendur (valdaránið kennt við Kapp), en verkalýðshreyfingin slær það valdarán niður með allsherjarverkfalli. En vanræksla sósíaldemókrataforingj- anna að brjóta afturhaldsvald aðalsins og kumpána hans á bak aftur - en einbeita sér að baráttu gegn kommúnistum — það leggur grundvöllinn aðvaldatiiku Hitlers 1933, þegar auðvaldið leggur til pening- ana í lýðskrum nasismans og junkarinn von Hindenburg afhendir blóðhundum hans ríkisvaldið. Pólitík þýsku sósíaldemókrataforingj- anna 1919 og áfram voru drottinsvikin nr. 2 við þýska verkalýðinn - þau, er leiddu alþýðu Evrópu undir skelfingar nasismans og heimsstríðsins síðara. Það brást ekki aðeins vonin um sósíal- istíska verklýðsbyltingu í Þýskalandi. Það brást líka von um að þar risi upp sterkt lýðræðislegt vald (t. d. með alþýðu- flokkum, er hefðu svipuð áhrif og í Eng- landi og á Norðurlöndum á 3. og 4. ára- tugi aldarinnar). Gamla yfirstéttarhysk- ið, sem ekkert liafði lært, nema lýðskrum- ið, og engu gleymt, varð aftur valdastétt Þýskalands. Hin sósialistísku Sovétríki, voru ein- angruð í heiminum, hvað ríkjasambönd snerti. Hin veika von um sigur sósíalismans 216

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.