Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 24

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 24
4. Byltingin í Þýskalandi í Þýskalandi varð verklýðsbylting 9. nóv. 1918. Sósíaldemókratar fengu alla ríkisstjórnina í sínar liendur. Nú reyndi aftur á þá forustu, er svikið hafði verka- lýðinn og leitt hann út á blóðvöllinn í 4 ár fyrir auðvaldið. Sósíaldemókrataforingjarnir töluðu um þjóðnýtingu - og meintu ekkert með því. En yfirgnæfandi hluti verkalýðsins trúði þeim samt, eins og fram kom í at- kvæðagreiðslum í verkamanna- og her- mannaráðunum í Berlín í des. 1918. Látum því svo vera að enginn mögu- leiki lial'i verið að ráða niðurlögum auð- mannastéttarinnar í Þýzkalandi 1918, fyrst vald sósíaldemókrataforingjanna var slíkt. - En þeir töluðu líka um lýð- ræði, um róttækt lýðræðislegt lýðveldi. Og hvemig varð það að vera til þess að það yrði raunverulegt, sterkt lýðræðis- ríki, að vísu borgaralegt eins og í Eng- landi eða Erakklandi. Ríkisvaldið þýska var sameiginlegt kúgunarvald auðmanna og aðals. Til jjess að skapa sæmilegt lýðræðisríki varð að uppræta máttarstoðir aðalsins. Það þýddi: svipta „junkarana", stórjarðeig- endur Prússlands, eignum sínum og fá þær í hendur bændanna - hreinsa burt alla hershöfðingja aðalsins og setja her- inn undir lýðræðissinnaða, löghlýðna stjórn - hreinsa allt dómarahyskið og setja heiðarlega, Uighlýðna menn í stað- inn - uppræta áhril' aðals og afturhalds í embættisstéttinni, svo hinn almenni borgari, verkamenn og aðrir gætu treyst henni o. s. frv. Ekkert af þessu gerðu sósíaldemókrata- foringjarnir, sem höfðu ríkisvaldið og vopnaðan verkalýð að baki sér. Þvert á móti: Forsætisráðherra þeirra, Ebert, semur við Gröener yfirhershöfðingja um að beita hernum gegn kommúnistum. Það er látið viðgangast að myrða róttæk- ustu og bestu sósíalistana. Hin gamla aft- urhaldsklíka junkara og herforingja of- metnast m. a. s. svo að hún ætlar sér strax 1920 að taka ríkisstjórnina beint í sínar hendur (valdaránið kennt við Kapp), en verkalýðshreyfingin slær það valdarán niður með allsherjarverkfalli. En vanræksla sósíaldemókrataforingj- anna að brjóta afturhaldsvald aðalsins og kumpána hans á bak aftur - en einbeita sér að baráttu gegn kommúnistum — það leggur grundvöllinn aðvaldatiiku Hitlers 1933, þegar auðvaldið leggur til pening- ana í lýðskrum nasismans og junkarinn von Hindenburg afhendir blóðhundum hans ríkisvaldið. Pólitík þýsku sósíaldemókrataforingj- anna 1919 og áfram voru drottinsvikin nr. 2 við þýska verkalýðinn - þau, er leiddu alþýðu Evrópu undir skelfingar nasismans og heimsstríðsins síðara. Það brást ekki aðeins vonin um sósíal- istíska verklýðsbyltingu í Þýskalandi. Það brást líka von um að þar risi upp sterkt lýðræðislegt vald (t. d. með alþýðu- flokkum, er hefðu svipuð áhrif og í Eng- landi og á Norðurlöndum á 3. og 4. ára- tugi aldarinnar). Gamla yfirstéttarhysk- ið, sem ekkert liafði lært, nema lýðskrum- ið, og engu gleymt, varð aftur valdastétt Þýskalands. Hin sósialistísku Sovétríki, voru ein- angruð í heiminum, hvað ríkjasambönd snerti. Hin veika von um sigur sósíalismans 216
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.