Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 35
Bucharin. Togliatti. Dimitroff.
1928-38, að skapa stóriðju í þessu frum-
stæða bændalandi, sem 1928 var á sama
framleiðslustigi og 1913 eftir 7 ára heims-
stríð og borgarastríð. Það var beitt bæði
stórkostlegum eldmóði og grimmilegri
hörku til að vinna þetta stórvirki, en með
því var lagður tæknilegi grundvöllurinn
að því að sigrast á nasismanum síðar.
En hins vegar hefst 1928 sú hættulega
þróun í heimshreyfingunni, sem Stalin
og fylgifiskar hans beita sér fyrir: hin
öfgafulla „vinstri“ einangrunarstefna.
Hér var um pólitískt ranga stefnu að
ræða, sérstaklega hvað framkvæmd snerti,
því sjálfar ályktanir 6. heimsþingsins
1928 voru ekki eins slæmar og útfærslan
á þeim. Bucharin varaði við þessari
stefnu, eins og ég hef áður skýrt frá í
Rétti,22 og bestu menn hreyfingarinnar,
eins og t. d. Dimitroff, Togliatti o. fl.
beygðu sig fyrir meirihlutanum frekar en
að sundra röðunum og einangrast ef til
vill. Það veitti þeim möguleikann á að
beina hreyfingunni inn á réttar brautir
síðar, er afleiðingar rangrar stefnu sýndu
sig. Og það gerðu þeir dyggilega strax frá
ársbyrjun 1934 og samlylkingarstefnan
gegn fasismanum sigrar síðan algerlega á
þinginu 1935.
En það helst á þessu skeiði annað fyrir-
brigði, sem verður sósíalismanum slík
raun að við liggur að hjarta hreyfingar-
innar bresti og hugsjón kommúnismans
sé dregin niður í svaðið. Þetta stalar af
þeirri stórhættulegu eðlislægu mótsetn-
ingu, sem er milli ríkisvalds og kommútr
isma.
Það má aldrei gleymast sósíalistum að
ríkisvaldið sem kúgunarvald (her, lög-
regla, leynilögregla, dómstólar, fangelsi,
embættismannastétt o. s. frv.) er skapað
af yfirstéttunum sem vopn í hrammi
þeirra til að kúga alþýðuna. - Það er ó-
hjákvæmilegt fyrir alþýðuna, ef hún á að
verða frjáls, að ná þessu vopni úr greip-
um yfirstéttarinnar. Það er forsenda bylt-
ingarinnar, valdatöku alþýðu.
En þetta ríkisvald er tvíeggjað sverð
227