Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 12
Fyrirskipun þessi, sem ekki varð kunn fyrr en í ágústbyrjun, „eykur“ a5 áiiti m. a. s. „The New York Times“ „hættuna á kjarnorkusjálfsmorði". Muskie utanríkisráðherra segist fyrst hafa frétt af fyrirskipun þessari úr blöðunum. Ýms blaðanna halda því fram að Carter hafi gefið út fyrirskipun þessa til þess að sýna og sanna „fálkunum“ — otríðsæsingamönnum Bandaríkjanna, að hann væri ekki síður herskár en mótframbjóðandi hans, Reagan. Sú litla klíka, sem heitir „öryggisráð Bandaríkj- anna", tekur sér vald í hendur, sem getur ráðið nið- urlögum mannkyns. Og ein a£ hvötunum til þessar- ar glæpsamlegu ráðagerðar er að „hindra að skikkja heimsforustunnar falii af öxlum forseta Bandarfkj- anna“. M. ö. o. metnaður, valdagirnd og gróðafikn örfárra manna stofnar mannkyninu og lífi þess í hætlu. En þessi valdaklíka ællar samt sjált' að reyna að lifa hið „logandi syndaflóð" af: S.amkvæmt forseta- fyrirskipunum nr. 53 og 58 eru skipuiagðar eins konar „Nóa arkir", ónæmar gegn kjarnorkuvopnum, sérstakar undankomuleiðir fyrir foringjana og þá „helstu“. En höfuðatriðið í fyrirætlunum valdaklíkunnar bandarísku er þó hitt að tryggja að fyrst og fremst verði andstæðingurinn, sem ráðist er á (þ. e. a. s. Sovétríkin), að snúa sér að þeim 2500 bandarísku herstöðvum erlendis, er umkringja Sovétríkin og eiga að valda þeim mestum skaða úr næsta ná- grenni þeirra. Þess vegna leggur bandaríska herstjórnin höf- uðáherslu á að koma upp í Vestur-Evrópu kjarn- orkueldflaugum af „Pershing - 2“ og „Cruise Missiles“-taginu, sem geta náð lengst inn í Sovét- ríkin með gereyðingarmátt sinn. Og það er banda- rískur yfirforingi Nato, sem getur ráðið hvenær þeim eldflaugum er hleypt af — en Vestur-Evrópa fær eðlilega fyrsta andsvarið. Þannig ætlar herstjórn Bandaríkjanna að komast hjá því að liefja strfðið með sínum langdrægu eld- flaugum, er draga heimsálfa á milli - og fá sam- svarandi svar: fórna Vestur-Evrópu-búum sem peð- um sinum fyrir kónginn A pessu taflborði dauöans. í sambandi við þessar fyrirætlanir um að fórna Vestur-Evrópu með því að láta hana hefja „litla kjarnorkustríðið“ — eins og bandarísku herfor- ingjarntr kalla það — standa svo þær ósvífnu til- raunir, sem nú eru gerðar af Bandaríkjanna hálfu, til þess að draga Noreg og Danmörku strax inn í undirbúning kjarnorkustríðsins. í mars 1980 knúðu Bandaríkin fram samning við Noreg um að fá til afnota flugvelli, járnbraui- ir, þjóðvegi og býggingar hvers konar „undir sér- stökum kringumstæðum“. Þannig er raunverulega verið að knýja Noreg til að Ijá landið undir er- lendar herstöðvar — sem yfirlýst var að aldrei skyldi gert „á friðartímum“. (Við þekkjum orða- lagið, íslendingar!) Hefur uppgjöf þessi fyrir árás- arstefnu bandarísku „fálkanna" valdið miklum deilum í norska Verkamannaflokknum. Nato-herforingjarnir halda því fram að anka þurfi lofther bandalagsins í Skandinavíu og Eystrasalts- svæðinu um 50%. Þessir erindrekar vopnaframleið- endanna, „kaupmanna dauðans", fá aldrei nóg af drápstækjunum. En Danmörk hefur reynst þessum árásarseggj- um óþægari en Noregur. Danir tóku afstöðu gegn staðsetningu hinna amerísku meðaldrægu kjarn- orkueldflauga í Vestur-Evrópu í des. 1979. Þeir vildu fresta málinu og skera niður vígbúnað. Jafn- framt neituðu þeir að auka hernaðarútgjöldin um 3%, eins og Nato-drottnararnir heimta. Þeir ætla að skera niður hernaðarútgjöld sem önnur. Harold Brown, hermálaráðherra Bandaríkjanna, fannst það ósvífið, ef kotkarlar í Danmörktt ætluðu að standa uppi í hárinu á „höfðingjum þessa heims" og sendi þeim skammarbréf snemma á þessu ári: þ. e. leynilega orðsendingu til danska hermálaráð- herrans. Sá svaraði og Kananum þótti sér misboðið með slíku svari. Danir héldu bréfaskriftunum leynd- um, en baiularísk blöð náðu í jrau og birtu. Og sex mánuðum síðar itirli „Jyllands Posten" bréfin. Þau sýna hve ruddalega og auðmýkjandi hinir hroka- fullu Kanar meðhöndla þetta smáríki, sem Jreir líta á sem Jrý sitt. - En Danir hafa ekki beygt sig enn. En hvað skyldi vera um vort „íslenska" utan- ríkisráðuneyti? Er verið að leyna þjóðina því, sem hér kann að vera í undirbúningi? 204
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.