Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 37

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 37
hann með heillar aldar baráttu knúð fram úr greipum borgarastéttarinnar lýð- ræði í stjórnmálum og fleiri mannrétt- indi, sem hefðu gefið sósíalisma hans allt annan svip en hlaut að verða í gamla rússneska keisaradæminu, þar sem engin þróun lýðræðis var til að heita má. Sovét- ríkin urðu að einbeita sér að því að verða nógu sterkt vald, til þess að geta boðið þeim gi'imma auðvaldsgammi byrginn, sem hugði sig geta kæft þennan vísi að sósíalisma og verklýðsvöldum í blóði eins og allar tilraunir verkalýðs og alþýðu fram til þessa. — Og fyrir verklýðshreyf- ingu heimsins gat það oltið á öllu að þetta vald væri áfram til. III. Kommiinistaflokkur íslands 1930-1938 Áður en til sjálfrar stofnunar Komm- únistaflokksins kom, urðu átök um hver styrkleikur hinna beggja arma verklýðs- hreyfingarinnar yrði á meðal sósíalist- ísku æskunnar á „Sambandsþingi ungra jafnaðarmanna“, hinu þriðja, á Siglu- firði 13. september 1930. Þingið sátu í upphafi 44 fulltrúar frá 13 félögum, en er sambandsstjórnin, sem var sósíaldemó- kratisk, sá að kommúnistar voru í yfir- gnæfandi meirihluta, sleit hún þinginu, auðvitað algerlega ólöglega, og gekk af fundi, 12 fulltrúar alls. Meirihlutinn, 32 fulltrúar frá 12 félög- um, og þar af 4 af 8 fulltrúum FUJ í Reykjavík, héldu þinginu áfram — og síð- ar varð úr þessu sambandi Samband ungra kommúnista (SUK). En klofningsstarfsemi sú, sem kratarn,- ir höfðu hafið af alvöru eltir að þeir gengu í II. Alþjóðasambandið 1926, til þess að öðlast fjárstyrk frá erlendu krata- flokkunum, hafði nú og bitnað á æsku- 1 ýðs h r e y f in gu nn i. 29. nóv. til 3. des. 1930 var stofnþing Kommúnistaflokks Íslands (KFÍ) haldið í Reykjavík að Bergstaðastræti 72. Áð- ur höfðu verið haldin bæði verklýðsráð- stefna, er hófst 19. nóv., og 10. þing Al- þýðusambands Islands. Þar höfðu komm- únistarnir gert allt, sem í þeirra valdi stóð til þess að varðveita jafnt „faglega" sem pólitíska einingu verklýðshreyfing- arinnar út á við, annars vegar með tillög- um um stofnun óháðs verklýðssambands, er gerði öllum verklýðsfélögum mögu- legt að standa sarnan án tillits til póli- tískrar afstöðu - og hins vegar að tryggja að kommúnistafélögin fengju að vera í Alþýðuflokknum (ASÍ), vera skuldbund- in til að fylgja ákvörðunum hlutaðeig- andi stofnana (fulltrúaráða) um framboð og kosningar, en hafa rétt til „gagnrýni í blöðum flokksins á stjórnarstefnu hans 229
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.