Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 34

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 34
ræðu, er hann minntist „Spörtu", að eitt aðalumræðuefnið á fundunum hefði oft verið hvernig þeir menntamennirnir ættn að komast í samband við verkalýð- inn. Menntamennirnir voru vissulega margir og góðir, auk þeirra, sem þegar eru nefndir voru þarna menn eins og Er- ling Ellingsen, Jakob Gíslason, Andrés Straumland, Jón Grímsson, Þorualdur Þórarinsson o. fl. En það voru þarna líka verkamenn, sem auk þeirra, er í fyrstu stjórn voru, áttu eftir að taka forustu í verklýðshreyfingunni, eins og: Loftur Þorsteinsson (löngum formaður Félags járniðnaðarmanna), Guðjóm Benedikts- son (síðar formaður Múrarafélagsins), Björn Bjarnason (síðar formaður Iðju), o. fl. — auk hinna gömlu brautryðjenda eins og Rósenkrans ívarssonar. En það var fjölbreytilegt áhugalið, sem Sparta safnaði að sér: Hallfríður Jónasdóttir, er varð útgefandi „Nýju konunnar“2] og brautryðjandi í Mæðrastyrksnefnd, Irigi- björg Steinsdóttir leikkona, Indiana Garibaldadóttir, Sigurður Guðmunds- son, síðar ritstjóri Þjóðviljans, - þá dró hugsjón sósíalismans ekki síður til Spörtu unga menn, sem efni voru í skáld, lista- og vísindamenn eins og Helga Hálfdánar- son, Harald Sigurðsson, og Jón Engil- berts. Bjarni Oddsson, síðar læknir, Már Ríkarðsson og Eiður Hallbjarnarson voru þarna með og fleiri, sem kvöddu líf- ið alltof snemma. Þannig mætti lengi telja. Og brátt bættust við í Spörtu for- ustumenn utan af landi eins og Jón Rafnsson og Haukur Bjömsson frá Vest- mannaeyjum. - Og þá er ekki minnst á þá, sem enn voru í Félagi ungra komm- únista í Reykjavík á þessum árum og áttu eftir að gera garð verklýðshreyfingarinn- ar frægan og sterkan síðar. 2. Heimskreppa og fasismi Áður en vikið er að höfuðjDræði í rúm- lega 7 ára sögu Kommúnistaflokks Is- lands, er nauðsynlegt að ræða að nokkru leyti örstutt, en einu leyti ýtarlega — þró- unina á þessum áratug erlendis. Heimskreppan hafði hafist haustið 1929 í Bandaríkjunum og dunið með fullum þunga á Evrópu 1930-31, eins og KFÍ hafði varað við og viljað búa verka- lýðinn undir á 10. þingi ASÍ í nóv. 1930. Heimskreppan margfaldaði hættuna á heimsstríði, fyrst og fremst auðvaldsríkj- anna gegn eina ríki sósíalismans í heim- inum. Með slíku stríði Imgsaði heims- auðvaldið sér að slá tvær flugur í einu höggi: 1) Þurrka sósíalismann burt af yf- irborði jarðar, 2) komast út úr kreppunni og í stríðsgróðann. (Stríð er alltaf hand- hægasta gróðavopn auðvalds gegn kreppu el það ekki megnar að velta afleiðingum hennar alveg á bak verkalýðsins.) Nasismanum var hjálpað til valda í Þýskalandi af þýska auðvaldinu og síðan alinn af auðmannastéttum Vesturlanda með hverri bráðinni á fætur annarri: Saar, Spáni, Austurríki, Tékkóslóvakíu - uns jafnvel þessar auðmannastéttir voru farnar að óttast hann sjálfan — sumar — og alj^ýða Vesturlanda að hata hann. * Á jæssum sama áratug gerist hin mót- sagnakenndasta og örlagaríkasta juóun í Sovétríkjunum, sem líka hafði mikil á- hrif á þróun kommúnistahreyfingarinn- ar alþjóðlega. Annars vegar tekst á þessum tíu árum, 226
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.