Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 34
ræðu, er hann minntist „Spörtu", að eitt
aðalumræðuefnið á fundunum hefði oft
verið hvernig þeir menntamennirnir
ættn að komast í samband við verkalýð-
inn. Menntamennirnir voru vissulega
margir og góðir, auk þeirra, sem þegar
eru nefndir voru þarna menn eins og Er-
ling Ellingsen, Jakob Gíslason, Andrés
Straumland, Jón Grímsson, Þorualdur
Þórarinsson o. fl. En það voru þarna líka
verkamenn, sem auk þeirra, er í fyrstu
stjórn voru, áttu eftir að taka forustu í
verklýðshreyfingunni, eins og: Loftur
Þorsteinsson (löngum formaður Félags
járniðnaðarmanna), Guðjóm Benedikts-
son (síðar formaður Múrarafélagsins),
Björn Bjarnason (síðar formaður Iðju),
o. fl. — auk hinna gömlu brautryðjenda
eins og Rósenkrans ívarssonar. En það
var fjölbreytilegt áhugalið, sem Sparta
safnaði að sér: Hallfríður Jónasdóttir, er
varð útgefandi „Nýju konunnar“2] og
brautryðjandi í Mæðrastyrksnefnd, Irigi-
björg Steinsdóttir leikkona, Indiana
Garibaldadóttir, Sigurður Guðmunds-
son, síðar ritstjóri Þjóðviljans, - þá dró
hugsjón sósíalismans ekki síður til Spörtu
unga menn, sem efni voru í skáld, lista-
og vísindamenn eins og Helga Hálfdánar-
son, Harald Sigurðsson, og Jón Engil-
berts. Bjarni Oddsson, síðar læknir, Már
Ríkarðsson og Eiður Hallbjarnarson
voru þarna með og fleiri, sem kvöddu líf-
ið alltof snemma. Þannig mætti lengi
telja. Og brátt bættust við í Spörtu for-
ustumenn utan af landi eins og Jón
Rafnsson og Haukur Bjömsson frá Vest-
mannaeyjum. - Og þá er ekki minnst á
þá, sem enn voru í Félagi ungra komm-
únista í Reykjavík á þessum árum og áttu
eftir að gera garð verklýðshreyfingarinn-
ar frægan og sterkan síðar.
2. Heimskreppa
og fasismi
Áður en vikið er að höfuðjDræði í rúm-
lega 7 ára sögu Kommúnistaflokks Is-
lands, er nauðsynlegt að ræða að nokkru
leyti örstutt, en einu leyti ýtarlega — þró-
unina á þessum áratug erlendis.
Heimskreppan hafði hafist haustið
1929 í Bandaríkjunum og dunið með
fullum þunga á Evrópu 1930-31, eins og
KFÍ hafði varað við og viljað búa verka-
lýðinn undir á 10. þingi ASÍ í nóv. 1930.
Heimskreppan margfaldaði hættuna á
heimsstríði, fyrst og fremst auðvaldsríkj-
anna gegn eina ríki sósíalismans í heim-
inum. Með slíku stríði Imgsaði heims-
auðvaldið sér að slá tvær flugur í einu
höggi: 1) Þurrka sósíalismann burt af yf-
irborði jarðar, 2) komast út úr kreppunni
og í stríðsgróðann. (Stríð er alltaf hand-
hægasta gróðavopn auðvalds gegn kreppu
el það ekki megnar að velta afleiðingum
hennar alveg á bak verkalýðsins.)
Nasismanum var hjálpað til valda í
Þýskalandi af þýska auðvaldinu og síðan
alinn af auðmannastéttum Vesturlanda
með hverri bráðinni á fætur annarri:
Saar, Spáni, Austurríki, Tékkóslóvakíu -
uns jafnvel þessar auðmannastéttir voru
farnar að óttast hann sjálfan — sumar —
og alj^ýða Vesturlanda að hata hann.
*
Á jæssum sama áratug gerist hin mót-
sagnakenndasta og örlagaríkasta juóun í
Sovétríkjunum, sem líka hafði mikil á-
hrif á þróun kommúnistahreyfingarinn-
ar alþjóðlega.
Annars vegar tekst á þessum tíu árum,
226