Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 68
Sænsk áskorun um að styðja verkamenn í Guate-
mala.
manna voru tveir forystumenn verka-
fólksins við kókverksmiðjuna.
Rétt er að geta þess hér, áður en lengra
er haldið, að enn þann dag í dag, 22.
október 1980, hefur ekkert til þessara 27
manna spurst. Af fenginni reynslu er hins
vegar talið öruggt að þeir hafi verið myrt-
ir með köldu blóði.
Verkamenn við kókverksmiðjuna
lögðu niður vinnu 23. júní til að mót-
mæta þessum atburði. Og það sem eftir-
tektarvert var við þetta verkfall var það,
að þátt í því tóku einnig félagsmenn
,,gula“ félagsins. Þeir höfðu til þessa ekki
tekið þátt í neinum aðgerðum gegn fyrir-
tækinu, enda ekki átt yfir höfði sér nein-
ar helndaraðgerðir af hálfu þess.
28. júní gerði lögreglan skotárás á
verkfallsmennina og særði tvo þeirra,
báða félagsmenn í „gula“ félaginu. 1. júlí
réðust svo 80 vopnaðir menn úr öryggis-
sveitum lögreglunnar inn á verksmiðju-
lóðina, og neyddu verkfallsmenn til að
hverfa aftur til vinnu.
Þótt ekki liafi mikið heyrst um þessa
atburði í fjölmiðlum hér á landi, vöktu
þeir gífurlega athylgi erlendis og væri
ekki fráleitt að halda því fram að þar hafi
síðasti naglinn verið rekinn í kistu Johns
Trotter.
Samningar
Ekki leið nema mánuður frá þessum
atburðum þangað til Coca Cola Com-
pany hafði útvegað mexíkanskan kaup-
anda að Embotelladora Guatemalteca SA
og hafði, ásamt honum, samþykkt eftir-
farandi samningsdrög, sem einnig ber að
líta á sem hreina uppgjöf jressa aljrjóð-
lega hrings fyrir verkalýðshreyfingunni:
1. Coca Cola Company fjármagnar sam-
eignarfélag, jrar sem það verður minni-
hlutaaðili (35%), en félagið mun festa
kaup á Embotelladora Guatemalteca
SA.
2. Coca Cola Company mun skipa nýja
stjórnendur EGSA og hafa yfirumsjón
með rekstri verksmiðjunnar um 5 ára
skeið.
.3. Coca Cola Company mun ábyrgjast
fullan rétt verkalýðsfélags við EGSA.
Til undirstrikunar samkomulaginu
samjrykkti Coca Cola Company að af-
260