Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 56

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 56
þýðusambandsþingið tók til meðferðar ogeru hagsmunamál almennings." - „En við vitum líka að allt hik vinstri flokk- anna og í þessu tilfelli Alþýðuflokksins, á því að framkvæma gefin loforð er stór- hættulegt. Það er að leika sér að voðan- um. Og við viljum vonast til að Alþýðu- flokkurinn láti ekki samþykktir þingsins verða að pappírssamþykktum heldur að veruleika og til þess að svo megi verða erum við kommúnistar fúsir til að að- stoða hann.“ 13. nóvember þetta haust var samþykkt tillaga í Dagsbrún í Reykjavík þar sem segir m. a.: ,. . . Samtímis álítur fundur- inn að samvinna Alþýðusambandsins, KFÍ og Framsóknarflokksins sé óhjá- kvæmilegt skilyrði til að hindra sókn aft- urhaldsins og hrinda starfsskránni í fram- kvæmd og skorar því á stjórn Alþýðusam- bandsins að vinna að því að slíkt samstarf komist á . . .“ Þessi almenna þróun skal meðal verka- lýðsins í landinu hafði sín áhrif á Siglu- firði og efldi mjög vilja til sameiningar verkalýðsfélaganna. Enda var ekkert lát á baráttu Kommúnistaflokksins þar fyrir málinu. Stutt grein sem Þóroddur Guðmunds- son skrifaði í Brautina 11. desember 1936 lýsir vel viðhorfi flokksins. Hún var á þessa leið: Alþýðusambandið og verkalýðurinn ,,í Alþýðusambandinu er nú sameinað- ur meirihluti íslenskra verkalýðsfélaga og með tilliti til hinna alvarlegu tíma, er það stéttarskylda verkalýðsins að skipa sér í raðir þess. Auðvitað geta ekki allir verkamenn verið ánægðir með Alþýðu- sambandið eins og það er, en einnig þeir mörgu verkamenn, sem óánægðir eru með hina pólitísku kúgun í sambandinu, eiga að skipa sér í það og vinna að heil- brigðum umbótum á lögum þess. Menn verða að muna, að ýmsar þreng- ingar steðja nú að íslenskri alþýðu og þrátt fyrir hina alvarlegu galla á skipu- lagi Alþýðusambandsins er það þó fjöl- mennt samband íslenskrar alþýðu, sem getur hindrað árásir íhalds og atvinnu- rekenda og orðið alþýðunni að ómetan- legu gagni. Þeir, sem vinna að því að sameina í Alþýðusambandið allan íslenskan verka- lýð án tillits til skoðanamismunar um pólitík, trúmál og aðrar sérskoðanh', eru á réttri leið, en þeir, sem sí og æ halda á lofti öllum deilumálum verkalýðsins, þeir vinna að sundrungunni og veikja stéttarsamtökin og hjálpa atvinnurekend- unum. Þegar um hagsmunamál stéttarinnar er að ræða mega einstaklingar ekki ræða málið út frá persónulegu sjónarmiði og það er ekki sæmandi alvarlegum verk- lýðsforingjum að láta stjórnast af tilfinn- ingum og geðofsa undir slíkum kringum- stæðum." - Þóroddur Guðmundsson. Innan Verkamannafélagsins Þróttar hafði sameiningarmálinu vaxið svo fylgi, að á fundi í nóvember var samþykkt svo- felld tillaga: „Fundur í Þrótti samþykkir að bjóða Verkamannafélagi Siglufjarðar inngöngu í Þrótt að undanskildum þeim meðlim- um Verkamannafélags Siglufjarðar sem ekki koma til giæina samkvæmt lögum Þróttar, enda hafi hver einstakur með- limur Verkamannafélags Siglufjarðar skrifað undir inntökubeiðni með eigin hendi.“ Svo sem samþykkt þessi sýnir höfðu nú 248
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.