Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 19
viðvörunartáknum til komandi uppreisn-
armanna. - Æðstu prestar Gyðinga og
aðrir yfirstéttarhöfðingjar þar héldu að
það væri nóg að krossfesta einn uppreisn-
armann frá Nasaret, sem boðað hafði
endalok yfirráða hinna ríku, afhjúpað
Jiræsni klerkdómsins og kveikt jaf.nréttis-
von í brjósti jafnt þræla sem bænda og
ánauðugra þjóða. - En uppreisnarkenn-
ingin breiddist út um gervallt Rómaríki
og linaðist ekki eldur hennar, fytT en
Konstantin keisari fann upp á því snjall-
ræði að innlima kenningu og kirkju — og
klerkdóminn með - í ríkisvaldið, pur-
puraklæða æðstu prestana og gera kirkj-
una auðuga og volduga og reyna að rang-
hverfa uppreisnarboðskapinn í trúar-
kreddu, sem þó aldrei tókst til fulls.
Næstu árþúsund urðu drotnar ríkis og
kirkju að ltafa sig alla við að bannfæra og
brenna á báli, pynta og stegla, þá, sem
boðuð uppreisnarkenningu Krists gegn
spilltum kúgunarvöldum þess yfirstéttar-
ríkis, sem reisti herradóm sinn á jrraut-
beygðum herðum þræla og ánauðugra
bænda.
Og ]iað voru ekki aðeins bláfátækir
bændur, sem fengu að líða píslardauð-
ann fyrir að rísa upp til framkvæmda
kenninga Krists í tugum bændastríða
miðalda, allt frá Wat Tyler til Thomasar
MiXnzers. Snjöllustu andans menn frjálsr-
ar hugsunar voru ýmist brenndir á báli
að boði kirkjunnar eins og Giardano
Bruno, eða píndir með hótunum um ei-
lífa fordæmiugu eins og Galileo til að
játa þann sígilda sannleika „heilagrar
kristinnar kirkju“ að llöt væri jörðin
sem pönnukaka, himnaríki svífarrdi í
skýjum yfir lianda þeim þægu, er öllu
trúðu - og Irelvíti brennandi undir
ltanda hinum.
En þegar auðvaldsskipulagið tók að
myndast, borgarastéttin, trúlaus á allt
nema Mannnon sinn, tók að skáka aðlin-
um og mennirnir jafnvel sigldu umliverf-
is jörðina og sönnuðu að hún væri hnött-
ótt, tóku bábiljur hákristinnar kirkju
kúgunar-páfa að bila - og jafnvel kóngar
að leika lausum Irala. Þegar hórkarli.nn
Henrik 8., einvaldur Englands, vildi
skipta um konur og hálshöggva þær fyrri,
en páfa gafst ekki að, þá var bara skipt
um kirkju, búin til ný tilbrigði í trúnni
— og stendur sú ríkiskirkja enn í dag. -
En þegar mesta manni Englands, ríkis-
kanslaranum Thomas More, þóttu þetta
ógeðslegar aðfarir, var hann og að kon-
ungsboði hálshöggvinn. Einmitt hann
liafði ritað fyrstu gagnrýni á upprenn-
andi auðvaldsskipulag og dregið upp
mynd af framtíðar sameignarþjóðfélagi
mannanna: „Utopia“ — gerst brautryðj-
andi og draumsjónamaður kommúnism-
ans — og dó sem píslarvottur gerræðis
einvaldskonungs og þernu hans, biskupa-
kirkjunnar.
Er borgarastéttinni óx fiskur um lrrygg
og gat boðið aðlinum byrginn, hagnýttu
einvaldskonungar sér víða jafnteflið, til
þess að klófesta. jarðeignir kaþólskrar
kirkju undir yfirskyni ,,siðabótar“. Hin
evangeliska-lúterska kirkja varð til.
Allar þessar aldir lröfðu þjónar kirkj-
nnnar og yfirstéttanna boðað kúguðum
undirstéttum sælu himnaríkis Jrinunr
nregin, ef þær yndu hlutskipti sínu lrér í
þolgæði og hlýðni. Og vissnlega var þessi
sæluvorr hræddum sálunr margra kúgaðra
lruggun hörmum heimsins í — líkt og
kvalastillandi deyfilyf nútímans draga úr
þjáningum ella sárþjáðra sjúklinga. (Eitt
slíkt lrét ópíum.1)
En vísindi borgarastéttarinnar í fram-
211