Réttur


Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 33

Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 33
únista og þeirra, er þá stóðu með þeim. Sýndi það gleggst mátt sinn í Krossanes- verkfallinu 1930, svo ekki sé farið út fyr- ir það tímabil, sem liér er um rætt. - 1926 varð svo „Réttur“, tímarit marx- ismans á Islandi, upphaflega gefinn út á Akureyri, og hefur verið fræðilegt og sögulegt málgagn marxismans síðan í meir en hálfa öld. Kommúnistar höfðu þannig ótvíræða forustu í verklýðshreyfingunni í Vest- mannaeyjum og norðanlands. Og á Isa- firði var um tíma nokkuð um róttæk ítök, andvíg krataforustu Reykjavíkur, en breyttist síðar. í Reykjavík var afstaða kommúnista erfið sökum drottnunar kratanna í flest- um verklýðsfélögunum, nema Dagsbrún 1926, er „rauða stjórnin“ var jrar að völd- um, — og í félagi járniðnaðarmanna, þar sem Loftur Þorsteinsson varð formaður. — Einkum munaði um er Ólafur Frið- riksson fjarlægðist kommúnista og gekk að lokum í lið með krötum. Varð liann þá ritstjóri Alþýðublaðsins, en þar hafði löngum verið ritstjóri Hallbjörn Hall- dórsson, einn af mætustu mönnum sósíal- ismans á fslandi, ogreyndi liann í lengstu lög að lialda blaðinu sem hlutlausustu í innanflokksdeilum og gaf oft kommún- istum rúm þar fyrir góðar greinar. Vaxandi róttækni gætti meðal rithöf- undanna: Þorbergur Þórðarson hafði 1924 skrifað „Bréf til Ldru“ — þetta frumlega, stórfenglega „Kommúnista- ávarp“ Íslendinga. í nóvember 1929 kom út „Alþýðubókin“ eftir Halldór Laxness, er hann þá gaf Alþýðuflokknum. - Sá hópur, sem síðar varð „Félag byltingar- sinnaðra rithöfunda“ og „Rauðir penn- ar“, voru byrjaðir að kveða sér hljóðs. - Og Hallbjörn Halldórsson og kona hans, Kristín Guðmundsdóttir, ásamt fleirum höfðu við þá skemmtilegt samstarf í góð- um hóp, er þeir fullir humors skírðu ,,Mjólkurfélag heilagra“. Rit Marx og Engels tóku nú og að koma út á íslensku í fyrsta sinn: Komm- únistaávarpið 1924, „Þróun jafnaðar- stefnunnar" og „Athugasemdir við Gothastefnuskrána" 1928 og fyrsta rit Lenins á íslensku, „marxisminn" í Rétti. Árið 1926 skipulögðu svo kommúnist- arnir í Reykjavík sig í sjálfstætt félag: „Jafnaðarmannafélagið Sparta“ var stofn- að 17. nóvember 1926 og var Brynjólfur Bjarnason kosinn formaður, Hendrik Ottósson ritari, Gunnar Jóhannsson vara- formaður, Ottó Þorláksson deildarstjóri og Ársæll Sigurðsson gjaldkeri. Voru stofnendur 20. „Sparta“ átti raunverulega við póli- tískt erfiðustu aðstæðunum að búa af öll- um Jjeim félögum, sem kommúnistarnir þá höfðu forustu í. Krataforingjarnir voru það sterkir í Reykjavík að þeir réðu | >ar flestum verklýðsfélögunum og áttu jjar ennfremur bestu mannvali á að skipa. Og svo bætti það ekki aðstöðuna, þegar gamall vinstri foringi eins og Olafur Friðriksson gekk í lið með þeim. En á þeim rúmum fjórum árum, sem Sparta starfar, þar til hún gengur í Kommúnistaflokkinn sem deifd 4. jan- úar 1931, }:>á vex henni ásmegin bæði að fjölda og gæðum. Þegar hún gengur í KFÍ eru meðlimirnir orðnir 83 og hafa fengið þá skólun, sem gerir þá að kjarna Kommúnistaflokksins í Reykjavík, sem tók ört að vaxa. Það mannval, sem þarna hlaut sitt marxistíska uppeldi, átti eftir að setja sitt mark á alla kommúnistahreyf- inguna á íslandi. Ég man að eitt sinn komst Sverrir Kristjánsson svo að orði í 225
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.