Réttur


Réttur - 01.10.1980, Side 33

Réttur - 01.10.1980, Side 33
únista og þeirra, er þá stóðu með þeim. Sýndi það gleggst mátt sinn í Krossanes- verkfallinu 1930, svo ekki sé farið út fyr- ir það tímabil, sem liér er um rætt. - 1926 varð svo „Réttur“, tímarit marx- ismans á Islandi, upphaflega gefinn út á Akureyri, og hefur verið fræðilegt og sögulegt málgagn marxismans síðan í meir en hálfa öld. Kommúnistar höfðu þannig ótvíræða forustu í verklýðshreyfingunni í Vest- mannaeyjum og norðanlands. Og á Isa- firði var um tíma nokkuð um róttæk ítök, andvíg krataforustu Reykjavíkur, en breyttist síðar. í Reykjavík var afstaða kommúnista erfið sökum drottnunar kratanna í flest- um verklýðsfélögunum, nema Dagsbrún 1926, er „rauða stjórnin“ var jrar að völd- um, — og í félagi járniðnaðarmanna, þar sem Loftur Þorsteinsson varð formaður. — Einkum munaði um er Ólafur Frið- riksson fjarlægðist kommúnista og gekk að lokum í lið með krötum. Varð liann þá ritstjóri Alþýðublaðsins, en þar hafði löngum verið ritstjóri Hallbjörn Hall- dórsson, einn af mætustu mönnum sósíal- ismans á fslandi, ogreyndi liann í lengstu lög að lialda blaðinu sem hlutlausustu í innanflokksdeilum og gaf oft kommún- istum rúm þar fyrir góðar greinar. Vaxandi róttækni gætti meðal rithöf- undanna: Þorbergur Þórðarson hafði 1924 skrifað „Bréf til Ldru“ — þetta frumlega, stórfenglega „Kommúnista- ávarp“ Íslendinga. í nóvember 1929 kom út „Alþýðubókin“ eftir Halldór Laxness, er hann þá gaf Alþýðuflokknum. - Sá hópur, sem síðar varð „Félag byltingar- sinnaðra rithöfunda“ og „Rauðir penn- ar“, voru byrjaðir að kveða sér hljóðs. - Og Hallbjörn Halldórsson og kona hans, Kristín Guðmundsdóttir, ásamt fleirum höfðu við þá skemmtilegt samstarf í góð- um hóp, er þeir fullir humors skírðu ,,Mjólkurfélag heilagra“. Rit Marx og Engels tóku nú og að koma út á íslensku í fyrsta sinn: Komm- únistaávarpið 1924, „Þróun jafnaðar- stefnunnar" og „Athugasemdir við Gothastefnuskrána" 1928 og fyrsta rit Lenins á íslensku, „marxisminn" í Rétti. Árið 1926 skipulögðu svo kommúnist- arnir í Reykjavík sig í sjálfstætt félag: „Jafnaðarmannafélagið Sparta“ var stofn- að 17. nóvember 1926 og var Brynjólfur Bjarnason kosinn formaður, Hendrik Ottósson ritari, Gunnar Jóhannsson vara- formaður, Ottó Þorláksson deildarstjóri og Ársæll Sigurðsson gjaldkeri. Voru stofnendur 20. „Sparta“ átti raunverulega við póli- tískt erfiðustu aðstæðunum að búa af öll- um Jjeim félögum, sem kommúnistarnir þá höfðu forustu í. Krataforingjarnir voru það sterkir í Reykjavík að þeir réðu | >ar flestum verklýðsfélögunum og áttu jjar ennfremur bestu mannvali á að skipa. Og svo bætti það ekki aðstöðuna, þegar gamall vinstri foringi eins og Olafur Friðriksson gekk í lið með þeim. En á þeim rúmum fjórum árum, sem Sparta starfar, þar til hún gengur í Kommúnistaflokkinn sem deifd 4. jan- úar 1931, }:>á vex henni ásmegin bæði að fjölda og gæðum. Þegar hún gengur í KFÍ eru meðlimirnir orðnir 83 og hafa fengið þá skólun, sem gerir þá að kjarna Kommúnistaflokksins í Reykjavík, sem tók ört að vaxa. Það mannval, sem þarna hlaut sitt marxistíska uppeldi, átti eftir að setja sitt mark á alla kommúnistahreyf- inguna á íslandi. Ég man að eitt sinn komst Sverrir Kristjánsson svo að orði í 225

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.