Réttur


Réttur - 01.10.1980, Qupperneq 66

Réttur - 01.10.1980, Qupperneq 66
og m. a. þekktur fyrir að vera félagi í hinu fasíska John Birch Society í heima- landi sínu. Sannfæringu sinni trúr reyndi Trotter strax að koma í veg fyrir að verkalýðsfé- lagið gæti starfað. Beitti hann við það hótunum um atvinnuleysi og mútum, auk þess sem hann flutti ófélagsbundið vinnuafl til verksmiðjunnar frá öðrum landshlutum. Fyrstu verulegu átökin milli verkalýðs- félagsins (Sindicato de Trabajadores de Embotelladora Guatemalteca) og fyrir- tækisins létu ekki á sér standa. Þegar í mars 1975 gerði verkafólkið setuverkfall og John Trotter kallaði á lögregluna. Árangur: 14 alvarlega slasaðir verka- menn, 14 fangelsaðir og 152 reknir úr starfi. Trotter lýsti því yfir, að hann myndi aldrei viðurkenna verkalýðsfélag í sinni verksmiðju. Hann hafði þó vart lokið við þessa yfirlýsingu sína þegar hann neydd- ist til að kyngja þeim beiska bita að neyð- ast til að endurráða þá 152 verkamenn sem hann hafði nýlokið við að reka. Hann gerði þá tilraun til að tvístra sam- stöðu verkafólksins með því að skipta fyr- irtækinu í 13 aðskildar deildir. Tilraun- in mistókst og ágreiningurinn milli Trotters og verkafólksins fór vaxandi. Vaxandi harka færist í leikinn Ekki er ástæða til þess að rekja gang mála hjá kókverksmiðjunni í smáatrið- um, enda hef ég gert það á öðrum vett- vangi, sem lesendur Réttar ættu að hafa aðgang að. En rétt er að geta þess, að þrátt fyrir miklar þrengingar hafði verka- lýðsfélagið við Embotelladora Guatemal- teca SA náð slíkum árangri í starfi í árs- lok 1977, að um 94% starfsmanna verk- smiðjunnar höfðu gerst |>ar félagsmenn. Rétt er einnig að geta þess hér, að það var í mars 1977 sem Alþjóðasamtök starfs- fólks í matvælaiðnaði (IUL) hóf tilraunir sínar til að fá John Trotter til að viður- kenna verkalýðsfélagið við verksmiðjuna. í þeim mánuði var einnig haft samband við stjórnarformann Coca Cola Comþany og hann beðinn að beita áhrifum sínum til að koma vitinu fyrir Trotter, þannig að hann viðurkenndi verkalýðsfélagið. Þannig eru nú rúmlega þrjú ár frá því alþjóðleg afskipti af kókmálinu hólust, og það er núna fyrst sem sú barátta er að bera árangur. í desember 1978 má segja að upphafið að endalokunum fyrir John Trotter hafi byrjað. Þann 12. Jæss mánaðar var gjald- keri verkalýðsfélagsins, Pedro Quevedo, myrtur. Jaluhliða morðinu voru 23 verkamenn við verksmiðjuna fangelsaðir á fölskum forsendum og margir starfsfé- lagar þeirra fengu hótun um líflát ef þeir ekki undirrituðu skjal sem beint skyldi gegn stjórn verkalýðsfélagsins. Mánuði síðar var svo gerð tilraun til að ræna formanni félagsins, Israel Mar- quez. Honum tókst að komast undan í bifreið og sakaði ekki þótt skothríðin dyndi á bílnum og gluggar hans væru sundurskotnir. Nokkrum dögum síðar var leigjandi í liúsi Marquez myrtur. Var skotið á hann í gegnum giugga á húsinu, bersýnilega í misgáningi, þar sem tilræðismenn hafa álitið að Jnarna væri Marquez sjálfur á ferð. í apríl 1979 er svo líklegasti eftirmað- ur Marquezar í formannsstóli verkalýðs- félagsins myrtur, þar sem hann var að aka út kóki í Guatemala City. Eftir Jietta 258
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.