Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 49
Fyrsta aðsetur Þjóðviljans að Laugavegi 38, 1937.
hans til nýja flokksins — en forustan í
verklýðshreyfingunni, valdið sem fjölda-
flokkur alþýðu, var það, sem einingin gaf
Sósíalistaflokknum og þar með lykilinn
að sigrinum í lífskjarabyltingunni 1942—
46 og aflið til að heyja þjóðfrelsisbaráttu
komandi áratuga.
En sú saga hefði aldrei verið skráð, ef
KFÍ hefði ekki áður verið til, lært af mis-
tökum sínum, þroskast við hverja þraut,
vaxið að viti og víðsýni við hvern vanda,
aðlagað marxismann að íslenskum að-
stæðum, kunnað að sameina í baráttu
sinni háleitustu markmið skáldanna og
hetjubaráttu liversdagslífs hins vinnandi
fólks, samtvinnað stéttabaráttu verkalýðs-
ins og frelsisbaráttu þjóðarinnar og tengt
hvort tveggja við endanlegan sigur frelsis
og sósíalisma á harðstjórn og auðvaldi
heims.
E. O.
SKÝRINGAR:
Áður hafa verið skrifaðar í „Rctt“ allýtarlegar
greinar, sem snerta sögu Kommúnistaflokks íslands,
svo sem:
Brynjólfur Bjarnason: Stutt yfirlit yfir sögu og
forsögu Sósfalistaflokksins (Réttur 1958, bls. 99-
115). Var j)aö endurprentað mcð viðauka undir
heitinu: „Kommúnistaflokkur, Sósíalistaflokkur og
Alþýðuhandalag" 1 „Með storminn í fangið" I, hls.
13-56.
líinar Olgeirsson: Straumhvörf, sem KFÍ olli.
(Réttur 1970, hls. 170-176.)
Bjarni 1‘óiðarson: „Úr sögu KFÍ á Norðfirði", í
Rétti 1972, bls. 65-79.
Ennfremur eru í Rétti og víðar ýmsar greinar sem
hér verður vitnað til, svo og heilar bækur um sér-
slök tímabil eða mál. - í þeirri grein, sem hér birt-
ist f sambandi við 50 ára afmæli KFÍ, er reynt að
komast hjá endurtekningum, en hins vegar sett meir
í heimssögulegt og alþjóðlegt samband til þess m. a.
að gera yngri lesendum hægar að skilja umhverfi og
tíma Kommúnistaflokksins.
1 Mikið hefur sú setning Karls Marx úr „Zur
Krilik der Hegelschen Rechtsphilosophie" verið
misnotuð, er hann ritar um „trúna sem andvarp
hinnar jrjáðu mannkindar, sem tilfinningalíf
(Gemút) í hjartalausum heimi" og cndar máls-
greinina með orðunum: „Hún er ópfum fólks-
ins“.
2 Sjá grein Ólaf's R. Einarssonar f Rétti 1972:
„Vinnutíminn og stytting hans“, bls. 9-15.
3 Sjá grein Lofts Guttormssonar f Rétti 1971: „Par-
ísarkommúnan 100 ára", bls. 11-16.
4 Sjá greinarkorn Einars Olgeirssonar í Rétti 1975:
„Blóðsunnudagurinn 9. janúar 1905", bls. 33-34.
Kvæði Steplians G. er birt þar allt á bls. 35-36.
5 „Stormfuglinn" og „Kvæðið um stormfuglinn"
birtist í Rétti 1955, bls. 129-135.
6 Um kristnina og sósíalismann er m. a. fjallað í
grein E. O.: „Byltingarsinnuð kristni" f Rélti
1970, bls. 156-163, og í 1. hefti 1979, bls. 9-42:
„Átök aldanna um félaga Jesús o. s. frv."