Réttur - 01.10.1980, Blaðsíða 72
NEISTAR
Það er hægt að útrýma
fátæktinni
„Landið scm við byggjum, er
land mikilla andstæðna. I’að er
land elds og ísa og |>að er land
mikillar örbirgðar og auðlegðar.
Örbirgðin er versta böl okkar
íslendinga á tuttugustu öldinni.
Hún er t'ylgikona yfirgnæfandi
meirihluta þess fólks í landinu,
sem lifir á vinnu sinni . . .
Allt það böl, sem heimsækir al-
þýðuheimilin á íslandi, sjúkdóm-
ar, heilsuspillandi íbúðir, klæð-
lcysi, matarskortur, menningar-
leysi og fáfræði, á einn samnefn-
ara og ]tað er fátæktin . ..
Við skulum því fyrst taka til at-
hugunar: Hverjar eru orsakir fá-
tæktarinnar?
Sumir segja að fátæktin stafi af
því að landið okkar sé hrjóstr-
ugt . ..
í kringum landið okkar eru
fiskimið, sem nægja til að fæða
milljóinr manna. Við eigum víð-
lenda fláka af frjósamri mold, scm
gæti brauðfætt mikinn mannfjölda
en bíður ræktunar. Og við eigum
fossa og hveri, sem gætu verið afl-
gjafar milljónaþjóðar ...
Svo koma þeir með kenninguna
* Krónan 1932 mun ekki mjög
fjarri því að samsvara 1000 krón-
um nú.
um „krepuna", Jretta náttúruund-
ur, sem á að hafa gert alla Islentl-
inga að öreigum.
Ilvað segja opinberar skýrslur
um þetta?
Eftir fimm ára kreppu eru skuld-
lausar eignir fslendinga rúmar 300
milljónir króna eða 13-14 þúsund
krónur á hvert fimrn manna heim-
ili. Ef þjóðartekjunum væri skipl
jafnt niður kæmu 5000 kr. árstekj-
ur á hvert fimm manna heimili á
landinu og 7000 kr. á hvert l'imm
manna heimili í Reykjavík . . .*
„Hvað skyldu vera margir ykk-
ar, hlustendur góðir, sem eiga 14
]rúsund krónur í skuldlausri eign,
þar með talinn hinn fclagslegi
hluti eignanna, og hafa 5-7000 kr.
í árstekjur?
Nei, landið okkar er auðugt.
„Hér cr nóg um björg og brauð."
„Þetta land á ærinn auð, ef menn
kynnu að nota hann.“
A okkar góða og frjósama landi
geta allir lifað við velmegun og
mcnningu. Og samt eiga 90 af
hverju hundraði við þröngan kost
að búa og tugir þúsunda lifa við
örbirgð.
Hver er orsök fátæktarinnar . . .?
Mestöll auðlegð þjóðarinnar er
í höndum örfárra manna . ..
Á versta kreppuárinu, 1932,
höfðu þúsund skattgreiðendur i
Reykjavík 111/, milljón f tckjur
samtals eða allt að því þriðjung af
öllum tekjum Reykjavíkurbúa. í
þessum hópi eru einstaklingar, sem
höfðu allt að hundrað þúsund kr.
árstekjur.
Þetla er orsök fátæktarinnar.
Þetta er oisök þcss, að alþýðu-
heimilin á landinu verða einatt að
láta sér nægja 600-2000 krónur á
ári til þess að framfleyta lífinu ...
Orsök fátæktarinnar cr fundiu
og ráðið til að útrýma henni er
líka fyrir löngu fundið.
Ráðið til að útrýma fátæktinni
er að þjóðin sjálf taki framleiðslu-
tækin, bankana og verslunina í
sínar hendur, hagnýti auðlindir
landsins og skipuleggi atvinnuveg-
ina til hagsmuna i'yrir sjálfa sig.
Ráðið til að útrýma fátæktinni er
sósíalisminn . ..“
Neistar úr útvarpserindi Brynj-
óljs Bjarnasonar fyrir Aljiing-
iskosningarnar 19)7. (í 1. hejti
aj „Með storminn i jangið",
bls. 57-67.)
Verndið sjálfstæðið!
„Nú þegar sú hætta vofir yfir
íslensku þjóðinni, að hún glali
sjálfstæði sínu, cf ekki verður tek-
ið fram fyrir hendur hinnar
drottnandi auðvaldsklíku, minnir
Kommúnistaflokkur íslands alla
hina starfandi þjóð á þá frelsisbar-
áttu, sem íslenska þjóðin hefur háð
gegn erlendu kúgunarvaldi öldum
saman, á baráttuna á 15. öld gegn
enskunr og þýskum yfirgangi, á
baráttuna allt frá Jóni Arasyni til
Jóns Sigurðssonar og Skúla Thor-
oildsen gegn kúgun og áþján
danska auðvaldsins. Minnug þeirra
fórna, sem færðar liafa verið í þess-
ari frelsisbarátlu, mun íslenska
þjóðin brennimerkja þá menn, sem
nú reka erindi erlends auðvalds
hér sem varga f véum, sem land-
ráðamenn við fslensku þjóðina,
hvernig sem þeir skýla sér undir
þjóðernis- eða sjálf'stæðisgrímu. í
trúnni á framtíð íslensku þjóðar-
innar, þegar alþýðan sjálf ræður í
landi sínu og nýtur auðlinda þess,
mun íslenska alþýðan vernda nú-
verandi sjálfstæði landsins og með
valdatöku sinni gera það að þeirri
lyftistöng velmegunar og menn-
ingar, sem það getur orðið."
Hluti úr „Ávarpi til íslenskrar al-
þýðu frá III. þingi Kommúnista-
flokks íslands nóv. 1935“, undir
fyrirsögninni „Vinnandi stéttir fs-
lands sameinist“.
264