Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 14

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 14
14 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ GEÐHEILSA BARNA OG UNGLINGA Unglingadeild er bráðadeild og þarf því að uppfylla kröfur um hámarks- öryggi. Þetta er eina deild sinnar tegundar á landinu og sinnir þar af leiðandi öllum málum sem upp koma og þarfnast innlagnar. Ekki eru færri en sex starfsmenn á dag- og kvöldvakt og tveir á næturvakt. „Staðan er ákaflega misjöfn á ung- lingadeildinni frá degi til dags en það liggur í hlutarins eðli að hér geta orð- ið ýmsar uppákomur sem meðal ann- ars tengjast stjórnleysi í hegðun. Þess vegna er fyllsta öryggis gætt,“ segir Vilborg. Starfsemi beggja deilda byggist á öflugri þverfaglegri samvinnu og öll meðferð er einstaklingsmiðuð þar sem tekið er mið bæði af þörfum sjúklinga og fjölskyldna. Listræn tjáning og sköpun Á unglingadeildinni er tekið mið af þörfum unglinga og áhersla lögð á uppbyggilega vinnu þar sem mikið fer fyrir listrænni tjáningu og sköp- un. Unglingarnir þurfa líka að gegna sínum skyldum, þannig skiptast þeir á að elda „unglingamat“ tvö kvöld í viku, auk þess sem þeir bera ákveðna ábyrgð á þrifum í herbergjum sínum og þvo þvottinn sinn sjálfir. „Eftir á tala margir um þetta og eru þakk- látir fyrir að hafa lært þessa hluti. Við höfum staðið við hliðina á mörg- um unglingum sem eru að berja þvottavél augum í fyrsta sinn,“ segir Vilborg og brosir. Á legudeild BUGL er eins og fram hefur komið rík áhersla á stuðning við fjölskyldur og veita báðar deildir heimaþjónustu meðan á innlögn stendur. Hún felst í því að starfs- menn sækja fjölskylduna heim og reyna að styðja hana sem best í sínu eigin umhverfi. Eftir útskrift af legu- deild er möguleiki á að heimaþjón- ustan haldi áfram og þá frá göngu- deildinni. Göngudeild BUGL er þverfagleg. Ýmsir faghópar koma að henni, þ.e. læknar, sálfræðingar, félagsráð- gjafar, iðjuþjálfar og hjúkrunarfræð- ingar, auk listmeðferðarfræðings. Þeir sem vísa í göngudeildina eru læknar, einkum sérfræðilæknar á stofu, s.s. barna- og barnageðlæknar, en líka heilsugæslulæknar að ein- hverju leyti. Skólasálfræðingar og fé- lagsþjónusta sveitarfélaga vísa einn- ig talsvert í BUGL. „Við erum svokölluð þriðjulínu- stofnun en sérstaða okkar sam- anborið við áþekkar stofnanir erlend- is er sú að við tökum við tilvísunum utan heilbrigðiskerfisins líka. Aðilar í mennta- eða félagsmálakerfinu þurfa ekki nauðsynlega að vísa á fyrri þjón- ustustig, heldur geta þeir vísað beint á sérfræðistigið,“ segir Ólafur yf- irlæknir. Hann segir þetta fyrirkomulag hafa verið við lýði frá upphafi en hafi orðið snúnara í seinni tíð með aukn- um fjölda tilvísana (sjá töflu). „Það er ekki síst vegna þess að við verðum að geta komið málum frá okkur eftir að meðferð lýkur og í eftirfylgd. Vanda- málið er það að félagsmála- og menntakerfið taka ekki við málum sem þau telja vera heilbrigðisvanda- mál. Þá er bara um að ræða eft- irfylgd innan heilbrigðiskerfisins. Það getur aftur á móti verið vanda- mál ef tilvísunin kemur annars stað- ar frá. Af þessum sökum tel ég heppilegast að BUGL taki eingöngu við tilvísunum frá læknum og hef lagt það til,“ segir Ólafur Málum sjúklinga er skipt í þrennt. Í fyrsta lagi bráðamál sem þola enga bið. Í öðru lagi forgangsmál sem bíða að jafnaði í nokkrar vikur. Í þriðja lagi venjulegar tilvísanir sem geta þurft að bíða í nokkurn tíma. „Því miður er biðtíminn þar alltof langur, jafnvel yfir eitt ár,“ segir Ólafur. „Þann tíma væri æskilegt að stytta niður í þrjá mánuði sem telst vera eðlilegur vinnutími mála. En auðvit- að fer þetta eftir eðli málanna og við lítum vitaskuld til þess.“ Á undanförnum árum hafa um áttatíu til hundrað mál verið á bið- lista göngudeildar. Margvísleg teymi á göngudeild Margvísleg teymi starfa á göngu- deild BUGL, má þar nefna inn- tökuteymi, bráðateymi, almennt teymi, taugateymi, átraskanateymi, fjölskyldumeðferðarteymi og vett- vangsteymi. Þau sérhæfa sig fyrst og fremst út frá meðferð sjúklings. Meðferðin hefst á því að gert er ít- arlegt mat á stöðu barnsins eða ung- lingsins, bæði á vettvangi fjölskyldu og skóla. Að því búnu tekur ýmist við einstaklingsmeðferð og þjálfun barnsins, þjálfun foreldranna eða meðferð allrar fjölskyldunnar. BUGL býður líka upp á námskeið af ýmsu tagi. Inntökuteymi hefur það verk með höndum að meta hverja tilvísun fyrir sig og ákveða hvort hún eigi heima hjá BUGL til meðhöndlunar eða ann- ars staðar og eins hvort þörf sé á frekari upplýsingum. Að því búnu tekur almennt teymi við og hittir fólkið sem þarf á þjónustunni að halda. Hlutverk vettvangsteymisins er að fara inn á heimili barnanna eftir að meðferð á BUGL lýkur. Í fyrstu nutu      !"#$  " #%& "'()*++          +++++,++-++   "" .!" '  " #%       !"" '()*""        +++++,++-++ ,           - +  ,     ,   '" %#! " '()*         +, -   -

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.