Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 24
Þ egar Coco Chanel gerði litla svarta kjólinn fyrst vinsælan fyrir um áttatíu árum olli hann nokkrum usla í tísku- heiminum. Núna er þessi fjöl- breytta flík í fataskápum flestra kvenna og hefur fengið fastan sess í New Oxford Dictionary og líka í enskri útgáfu Wikipediu á Net- inu. Á enskri tungu er hann jafnan kallaður „the little black dress“ eða LBD. LSK er kannski ekki komið í ís- lenskar orðabækur en hér- lendar konur þekkja hugmynd- ina samt vel. Þrátt fyrir að hafa náð áttræð- isaldri er litli svarti kjóllinn jafn nútímalegur nú og þegar hann kom fyrst fram á sjónarsviðið. Hann er tákn hins einfalda, stæl- lega og nothæfa. „Það sem hún fann upp á var í raun meginregla; sú hugmynd að kjól sé hægt að nota við mismun- andi aðstæður og hann breytist með notkun ýmissa fylgihluta,“ sagði tískusagnfræðingurinn, kennarinn og rithöfundurinn Florence Muller í París í samtali við fréttastofu AFP. Þangað til á þriðja áratug síð- ustu aldar þurftu fágaðar konur að skipta um föt fyrir hvert tækifæri, stundum oft á dag. Sérstakur kvöldklæðnaður var nauðsynlegur og fötin voru oft þung, skrautleg og óþægileg, svo ekki sé minnst á að það var meira en eins manns verk að klæða sig. Algjört kameljón Bylting Chanel fólst í því að hægt var að klæðast sama kjólnum allan daginn. Klæðnaðurinn var nútíma- legur og glæsilegur og mögulegt var að skreyta kjólinn með skartgripum ef á þurfti að halda. Upphaflegi LSK var fremur hár í hálsinn, með löngum þröngum erm- um og pilsfaldurinn var rétt fyrir of- an hné. Hann var ekki með neinum hnöppum, útsaumi eða öðru skrauti. Á þeim tíma sem hann kemur fram var ekki vani að klæðast svörtu nema í sorg, eða ef maður tilheyrði stétt þjónustufólks eða presta. Franska útgáfa tímaritsins Vogue kallaði kjólinn í nóvember árið 1926 „einkennisbúning nútímakonu“. Bandaríska Vogue sagði hann sígild- an og líkti honum við Model T frá Ford, fyrsta bílinn sem almenningur í Bandaríkjunum hafði efni á. Alla tíð síðan hefur litli svarti kjóllinn veitt hönnuðum hátískuhúsa og keðjuverslana innblástur. Hann er algjört kameljón; breytir um svip Yohi Yamamoto Ekki fyrir alla. eftir efni, lögun og smáatriðum en er sígildur. Audrey Hepburn var mynduð í ýmsum svörtu kjólum. Sá sem hún klæddist í myndinni Break- fast at Tiffany’s frá 1961 er áreiðanlega sá þekktasti en hönnuður hans var Hubert de Gi- venchy. Kjólinn var nýlega seldur á uppboði í London fyrir um 56 milljónir króna, sem var meira en sex sinnum sú upphæð sem búist var við. Haft er eftir Karl Lagerfeld, aðalhönnuði og listrænum stjórnanda Chanel allt frá árinu 1983, að vinsældir LSK séu tilkomnar vegna þess að „það er hvorki hægt að klæða sig of mikið upp né vera ekki nógu fínt klæddur í litlum svörtum kjól“. Þessi sérvitri þýski hönnuður gengur jafnframt svo langt að segja að kona líti aldrei illa út í litlum svörtum kjól og hún geti alltaf treyst hon- um. Slíkur kjóll fer heldur ekki svo glatt úr tísku. Loks má ekki gleyma því að svart er afar grennandi, nokkuð sem flestar konur kunna vel að meta. Meðfylgjandi myndir sýna að litli svarti kjóllinn lifir góðu lífi en þær eru allar af kjólum úr vænt- anlegri vor- og sumarlínu hönn- uða. ingarun@mbl.is Flestar konur eiga áreiðanlega lítinn svartan kjól í fataskápnum. Kjóllinn er búinn að festa sig rækilega í sessi í tískutungumálinu en rúmlega 80 ár eru liðin frá því að Coco Chanel gerði flíkina vinsæla. Inga Rún Sigurðardóttir kannaði þennan einkenn- isbúning nútímakvenna. Afslappað Christian Lacroix með fyrirsætu í litlum, svörtum kjól í lok sýningar hans á komandi vor- og sumartísku í París. Áttræður en ungur í anda Calvin Klein Einfaldur og áhrifaríkur. Stella McCartney Léttur og lipur. daglegtlíf Kvikmyndin foreldrar var gerð um leið og myndin börn. For- eldrar verða frumsýndir í þess- ari viku. >> 30 kvikmyndir Benín er fátækt land á uppleið. Þar má í listsköpuninni finna kraft sem á djúpar rætur í menningu landsins. >> 32 benín Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðar nýja jafnaðarstefnu Sam- fylkingarinnar og ræðir hlut- skipti kvenna í pólitík. >> 28 stjórnmál |sunnudagur|14. 1. 2007| mbl.is Verið velkomin á fyrirlestraröð Umhverfisstofnunar Fyrirlestur um: „Náttúrutúlkun“ Fyrirlesari er: Sigþrúður Stella Jóhannsdóttir, þjóðgarðsvörður í Jökulsárgljúfrum. Náttúrutúlkun er óformleg fræðsla sem er notuð á útivistar- svæðum víða um heim. Á Íslandi hefur náttúrutúlkun m.a. verið notuð af landvörðum á friðlýstum svæðum og er hún kennd á landvarðanámskeiðum hjá Umhverfisstofnun. Með náttúrutúlkun er lögð áhersla á að auka skilning og jákvæða upplifun gesta á náttúrunni með framtíðarverndun hennar í huga. Allir velkomnir, heitt á könnunni. þriðjudaginn 16. janúar kl. 17–18 á 5. hæð Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24. Náttúrutúlkun Givenchy Til þjónustu reiðubúin. Karl Lagerfeld Nútímalegur. Í HNOTSKURN »Þangað til áþriðja áratug síð- ustu aldar þurftu fágaðar konur að skipta um föt fyrir hvert tækifæri, stundum oft á dag. »Bylting Chanelfólst í því að hægt var að klæðast sama kjólnum allan daginn. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.