Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 33 hafi þótt við hæfi og þess vegna hafi þeir getað ná samkomulagi sín í milli. Áhrifin af þessu samkomulagi verða hins veg- ar augljóslega þau, að dregið hefur verulega úr hættu á því, að viðskiptalífið og atvinnuvegirnir gætu haft óeðlileg áhrif á gerðir flokka og lög- gjafarstarf á Alþingi. Þessi breyting hefur því grundvallaráhrif á þjóðfélagsmál og þjóðfélags- umræður. Jákvæð breyting H ver svo sem skoðun manna hef- ur verið á veru bandaríska varnarliðsins hér í rúma hálfa öld og hvaða skoðun sem menn kunna að hafa á viðskilnaði Bandaríkjamanna hér, er auð- vitað jákvætt að varnarmálin skipta þjóðinni ekki lengur í tvær fylkingar. Vafalaust eru eftir sem áður skiptar skoðanir um það hvað við eigi að taka. Þó er nokkuð ljóst af þeim greinum, sem aðstoðarritstjórar Morg- unblaðsins, þeir Ólafur Þ. Stephensen og Karl Blöndal, hafa skrifað hér í blaðið á undanförn- um mánuðum eftir heimsóknir til nálægra landa og viðræður við ráðamenn og sérfræðinga þar, að lausnin felst í auknu samstarfi á þessu sviði við nágrannaþjóðir okkar. Ólíklegt er að slík lausn leiði til mikilla flokkadrátta í landinu. Það liggur í augum uppi, hvað sem segja má um þessi mál að öðru leyti, að þegar svo djúp- stæður ágreiningur eins og var áratugum sam- an um varnar- og öryggismál er ekki lengur til staðar hefur það grundvallarbreytingar í för með sér á samstarfi manna á vettvangi stjórn- málanna. Það hefur líka grundvallaráhrif í stjórnmál- um að flokkarnir eru ekki lengur háðir fyr- irtækjum um fjárframlög til starfsemi sinnar. Sennilega er sú breyting ekki minni en þau áhrif, sem brottför varnarliðsins hefur í för með sér. Það er svo annað mál hvernig gengur að tryggja að þær reglur, sem settar hafa verið, haldi. En það væri líka mikil hætta fólgin í því fyrir stjórnmálamann eða verðandi stjórnmála- mann að brjóta þær reglur. Hvoru tveggja þýðir, að stjórnmálaflokkar og stjórnmálamenn geta einbeitt sér í ríkara mæli að því, sem máli skiptir í þjóðfélagsuppbygg- ingu á næstu árum. Þar munu umhverfismálin koma mjög við sögu en ekki síður þau „mjúku“ mál, sem að var vikið á þessum vettvangi fyrir viku. Líklegt má telja, að þjóðfélagsumræður hér munu smátt og smátt falla í svipaðan farveg á næstu árum og gerzt hefur á öðrum Norð- urlöndum, þar sem ýmis praktísk úrlausnarefni koma mjög við sögu. Að vísu eru það ekki bara varnarmálin og fjármál flokkanna, sem ráða miklu um það. Ríkidæmi þjóðarinnar á mikinn þátt í því og kannski mestan. Við höfum lokið því verkefni að brjótast áfram frá fátækt til bjargálna. Nú getum við snúið okkur að öðru. En jafnframt er líka hægt að gera sér vonir um að þjóðfélagsumræðurnar sjálfar breytist til hins betra og verði málefnalegri en ekki jafn persónulegar og þær eru nú. Slík breyting yrði einhver mesta þjóðfélagslega hreingerning, sem hér hefði farið fram. Það er mikill misskilningur, að stór orð og digurbarkalegar yfirlýsingar hafi áhrif þegar til lengri tíma er litið. Þau geta tryggt þeim, sem láta þau falla, uppslátt í fjölmiðlum á þeirri stundu en stóryrði hafa aldrei fært mönnum nokkur áhrif. Og væntanlega er það markmið þeirra, sem taka þátt í þjóðfélagsumræðum, að hafa jákvæð áhrif. Eða hvað? Líklegt verður að telja, að þeir sem taka þátt í slíkum umræðum vegna einhvers konar athyglissýki séu í miklum minnihluta. Þjóðfélag okkar þarf á mörgum breytingum að halda en bætt umræðumenning er þar einna fremst í flokki. » „Ef þróun samfélagsins yrði sú, að peningar mundu í vax-andi mæli hafa áhrif á það hverjir næðu kosningu til Alþing- is og hvað þeir mundu gera væri hætta á ferðum … En seint á síðasta ári var þessari hættu eytt nánast með einu pennastriki og líklega hefur þjóðin ekki gert sér fyllilega grein fyrir því um hvers konar tímamót var að ræða.“ rbréf Morgunblaðið/Ómar Skotist yfir Skothúsveginn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.