Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 42

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 42
Rannsóknarnámssjóður Umsóknarfrestur til 1. mars 2007 Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands Laugavegi 13, 101 Reykjavík www.rannis.is Stjórn Rannsóknarnámssjóðs auglýsir almenna styrki úr sjóðnum 2007 Umsóknarfrestur er til 1. mars 2007 Hlutverk Rannsóknarnámssjóðs er að styrkja rannsóknatengt framhaldsnám að loknu grunn- námi við háskóla. Veittir eru styrkir til framfærslu nemenda í rannsóknatengdu framhaldsnámi, sem stundað er við háskóla eða á ábyrgð hans í samvinnu við rannsóknastofnanir eða fyrirtæki. Styrkurinn til framfærslu miðast einungis við þann tíma sem nemendur vinna að meistara- eða doktorsverk- efni sínu. Rannsóknaverkefni skal nema að minnsta kosti 30 einingum af náminu (60 ECTS ein- ingum) og tengjast rannsóknasviði leiðbeinanda. Sé námið stundað við háskóla erlendis skal rannsóknaverkefnið lúta að íslensku viðfangsefni og vísindamaður með starfsaðstöðu á Íslandi taka virkan þátt í leiðbeiningu nemandans. Framlag leiðbeinanda hér á landi þarf að vera veru- legt og vel skilgreint. Tilhögun námsins fer eftir reglum einstakra deilda og eftir almennum reglum háskóla. Umsókn- ir þurfa að áritast af aðalleiðbeinanda og forstöðumanni deildar/stofnunar. Stjórn Rannsóknar- námssjóðs leitar faglegrar umsagnar um vísindalegt gildi verkefna, framkvæmda- og fjárhags- áætlun og vísindalega hæfni leiðbeinenda hjá óháðum aðilum með aðstoð vísindanefnda við- komandi háskóla eða samsvarandi aðila, áður er stjórnin úthlutar styrkjum. Umsækjendur, leið- beinendur jafnt sem nemendur, eru hvattir til að kynna sér vandlega reglur sjóðsins og þær kröfur sem gerðar eru til umsækjenda. Umsóknareyðublöð og leiðbeiningar fyrir umsækjendur fást á heimasíðu Rannís: www.rann- is.is eða á skrifstofu Rannís, Laugavegi 13, 101 Reykjavík. Allar nánari upplýsingar veitir Ingi- björg Björnsdóttir, sími 515 5819, netfang ingibjorg@rannis.is. Umsóknir skal senda í þríriti til Rannís merktar „Rannsóknarnámssjóður“. Auk almennra styrkja veitir Rannsóknarnámssjóður FS-styrki í samvinnu við fyrirtæki og stofn- anir. Sjá nánari upplýsingar um FS-styrki á heimasíðu Rannís. 42 SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI GEORGE W. Bush, forseti Bandaríkjanna, flutti ávarp til þjóðar sinnar síðastliðinn miðvikudag og tilkynnti, að hann hygðist fjölga í bandaríska herliðinu í Írak um rúmlega 20.000 manns. Hefur þessi áætlun hans fengið heldur litlar undirtektir, jafnt heima fyrir sem erlendis. Með því að efla herliðið vonast Bush til, að unnt verði að koma böndum á ástandið og ofbeldið í Írak en það er langmest í höfuðborginni, Bagdad, og í nágrenni hennar. Á það eru þó margir svartsýnir og segja, að fjölgunin sé of lítil og komi of seint. Í raun geisi í landinu borgarastyrjöld milli stærstu trúflokkanna, súnníta og sjíta, og bandarísku hermennirnir geti ekki glímt samtímis við skæruliða þeirra fyrrnefndu og vopnaðar sveitir þeirra síðarnefndu. Erlendis, til dæmis í Evrópu og Mið-Austurlöndum, telja menn áætlun Bush ónýta og á Bandaríkjaþingi er hún einnig gagnrýnd. Íraksáætlun Bush gagnrýnd AP Ófriður Sannkölluð óöld ríkir í Írak, einkum í Bagdad og ná- grenni hennar. Hryðjuverk eru þar daglegt brauð og oft þann- ig, að bílar hlaðnir sprengiefni eru sprengdir upp. Magni Ásgeirsson missir af fyrstu tón-leikum rokk-sveitarinnar Super-nova á tónleika-ferðalagi sem hefst í Flórída á þriðju-daginn, en Magni og félagar hans úr Rock Star-þáttunum hita upp fyrir sveitina. Ástæðan er sú að Magni fær ekki atvinnu-leyfi í tæka tíð. Skipu-leggjendur tón-leikanna í Banda-ríkjunum skiluðu ekki nægjan-lega góðri umsókn fyrir Magna og því fór sem fór. Ekki er ljóst hvað Magni missir af mörgum tón-leikum, en hann fer út um leið og hann hefur fengið leyfi. Missir af tón-leikum Magni Ásgeirsson Menntamála-ráðherra og rektor Há-skóla Íslands gerðu í vikunni samning um þriggja milljarða króna viðbótar-framlag til skólans. Peningana á að nota í rann-sóknir næstu fimm árin. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamála-ráðherra, sagði að samningurinn markaði tíma-mót. Eftir fimm ár verður fram-lag til rann-sókna orðið hærra en fram-lag til kennslu við há-skólann. Peningana á að nota til að bæta rann-sóknir, kennslu-stofur, les-aðstöðu og félags-aðstöðu. Líka á að kaupa bækur og raf-ræn tíma-rit og fjölga nám-skeiðum í framhalds-námi. Kristín Ingólfsdóttir, rektor HÍ, segir að Há-skóli Íslands ætli áfram að vera besta fjár-festing sam-félagsins. Sigurður Örn Hilmarsson, for-maður Stúdenta-ráðs, sagði að samningur-inn væri mikil-vægur fyrir Há-skóla Íslands og fyrir allt sam-félagið. Há-skólinn fær þrjá milljarða Morgunblaðið/Kristinn Samningur Skrifað var undir á fimmtudag Verð á mat er 62% hærra á Íslandi en í 15 ríkjum Evrópu-sambandsins. Þetta eru niðurstöður könnunar hagstofu Evrópu-sambandsins vegna ársins 2005. Ríkis-stjórnin mun í næstu viku kynna hvernig staðið verður að lækkun tolla á landbúnaðar-vörum. Ástæðan fyrir því að ekki er búið að kynna breyttar reglur er sú að verið er að klára samning sem unnið hefur verið að við Evrópu-sambandið um viðskipti með land-búnaðarvörur. Um 62% hærra verð á matvörum Morgunblaðið/Ásdís Matur er dýr á Íslandi. Sama á við um föt og húsnæði. ENSKI knattspyrnu- maðurinn David Beckham hefur samið við LA Galaxy. Beckham er leikmaður spænska liðsins Real Madrid en í sumar mun hann flytja til Los Angeles og leika í bandarísku atvinnumannadeildinni. Beckham er 31 árs gamall og hefur hann verið hjá Real Madrid frá árinu 2003. Hann var áður í enska liðinu Manchester United en á síðasta ári var hann ekki valinn í enska landsliðið eftir heims- meistaramótið í Þýskalandi. Samningur Beckhams við LA Galaxy er til fimm ára en hann er án efa frægasti fótboltamaðurinn sem hefur samið við bandarískt fótboltalið. Beckham fær um 18 milljarða í laun á næstu fimm árum frá LA Galaxy. David Beckham til Los Angeles David Beckham Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.