Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 14.01.2007, Blaðsíða 53
Hilmir Snær hefur valið að fylgja hamsleysinu í verkinu eftir í stað þess að tempra það. Það er mikið öskrað, og þótt það sé stundum til- efni til þess þá hefur það á end- anum öfug áhrif, slævir í stað þess að vekja. Meiri alúð við styrkleika- og tempóbreytingar, meiri stjórn, hefði áreiðanlega styrkt sýninguna sem heild. Hlutverkaskipan þótti mér á mörkunum hvað varðaði ald- ursmun, sem er nákvæmlega til- greindur í handriti, umtalaður í verkinu og skiptir talsverðu máli. Hilmir hefur algerlega horft framhjá þessu, og það truflaði mig framan af. Og þótt rimlagrindin sem skilur að rými áhorfenda og persóna og lokar þær síðarnefndu inni í búri nýtist stundum í sterkar myndir og kalli fram áhrifaríkar lausnir þá þvældist hún líka fyrir, eins og ljóst mátti vera. Truflaði sjónlínur, þreytti augun. Og svo er það nú eitt af því sem þessum rýni leiðist hvað mest þegar leikmyndahönnuðir líta á það sem sitt verkefni að segja áhorfendum um hvað leikritið sé. Mestu máli skipti samt hvað ég átti erfitt með að trúa á sambandið sem er orkustöð atburðanna. Til þess er Gunnar of augljóslega lít- ilsigldur frá upphafi hjá Ellerti A. Ingimundarsyni, of mikil reisn yfir Sigrúnu Eddu Björnsdóttur í hlut- verki Láru. Ekkert í fari hennar sagði mér að þar færi kona á síð- asta snúningi í ástamálunum sem væri knúin til að grípa hvern sem treysti sér í að fullnægja þörfum hennar. Og hvergi sá ég þess stað í Gunnari í túlkun Ellerts sem gæti fengið þessa konu til að trúa því að honum væri við bjargandi. Og að síðustu: Ég skil ekki af hverju Gunnari Hanssyni var leyft að standa ekki með persónunni sinni, heldur grípa hvert tækifæri til að gera hana hlægilega. Sem er að sönnu auðvelt, en þeim mun meiri ástæða til að leggja algera sannfæringu í rómantískt sjálfs- blekkingarraus Harðar um skáld- skap, listamannseðli sitt og lítilmót- leika hinna. En svo gerðist eitthvað. Eða margt, reyndar. Járnrimlunum var svipt frá sviðsopinu (ef það skyldi hafa farið framhjá einhverjum að nú væri Öldu að batna) sem bætti samband sviðs og salar til muna. Gunnar Hansson fór að trúa á sinn mann um leið og blekkingin var frá honum tekin og skilaði á enda- sprettinum býsna sannfærandi veiklunduðum manni sem maður óskaði alls góðs og fyrirgaf honum vanþroskann. Það sem kannski skipti mestu; þegar elskhuginn var á brott varð Sigrún Edda eins sannfærandi sem móðir og hún var áður ótrúverðug drykkjumannskona. Ef Dagur von- ar er harmleikur þá er Lára hin tragíska hetja, og því skilaði Sigrún í lokakaflanum, og mátti ekki seinna vera. Rúnar Freyr Gíslason er sann- færandi týpa fyrir hlutverk ólík- indatólsins Reynis og gerði margt vel, þótt hann hafi tilhneigingu til að verða svolítið eintóna og dytti stundum í þá gryfju hér. En ég trúði bæði á hörkutólið og skáldið í Reyni og það er gott. Hanna María Karlsdóttir sýndi mér hlýjuna í hinni lífsreyndu Guð- nýju, en stéttamunurinn á þeim Láru var ekki til staðar, Hönnu Maríu lætur ekki best að lýsa ar- istókratíi. Birgitta Birgisdóttir fær það verkefni að vera hið skáldlega hjarta sýningarinnar. Í fyrstu var ég dálítið áhyggjufullur yfir leið hennar og leikstjórans með ljóð- rænan texta Öldu, að láta hana lifa sig svona inn í hann og upplifa feg- urðina í því sem hún segir. Það býður heim hættunni á að við- kvæmur textinn verði of væminn í bernskum stíl sínum. En það slepp- ur og Birgitta nær að gera Öldu ná- læga okkur þrátt fyrir fjarlægðina í ástandi hennar. Líkamsmál hennar er verulega vel unnið, og sást best í lokin þegar bráir af henni og það gerist fyrst og fremst í líkamanum og við sjáum hvað Birgitta hefur haldið vel utan um þennan þátt sýninguna í gegn. Hljóðmynd Egils Ólafssonar er stemningsrík en ekki alltaf sam- ferða öðrum elementum í hughrif- unum. Sérstaklega áberandi í ræðu Öldu um „sálarmorðingjana“ þar sem hægferðugt sellóið gerði ekk- ert til að hjálpa tempói sýning- arinnar. Búningar Dýrleifar Ýrar Örlygs- dóttur og Margrétar Einarsdóttur eru sannfærandi, lýsing Kára Gísla- sonar vinnur vel með leikmynd Vy- tautasar Narbutas, sem er falleg og þénug fyrir utan fyrrnefndan fram- vegg. Sýning Leikfélags Reykjavíkur á Degi vonar lukkast á endanum, þó svo við hana sé ýmislegt að athuga í persónusköpun, hlutverkaskipan, leikmynd og tóntegund þeirri sem leikstjórinn velur. Og það færir heim sanninn um það að hér fer meistarastykki frá hendi höfundar. Vogað leikrit þar sem ástríðurnar ná frá sálum per- sónanna upp á yfirborðið, tjáðar á kraftmiklu, skáldlegu máli. Ekkert verður eins hlægilegt og svona verk ef þau eru mislukkuð. Þeim mun virðingarverðari ef þau heppnast. Þorgeir Tryggvason MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 53 Miðasala í síma 4 600 200 og á netinu www.leikfelag.is F í t o n / S Í A Lau 20. jan Frumsýning UPPSELT Sun 21. jan UPPSELT Fim 25. jan örfá sæti laus Fös 26. jan örfá sæti laus Lau 27. jan örfá sæti laus Sun 28. jan UPPSELT Fim 1. feb í sölu núna! Fös 2. feb í sölu núna! Næstu sýn: 3/2, 4/2, 8/2, 9/2 Forsala í fullum gangi Tryggðu þér miða strax Íslandsmálning Skútuvogi 13. S. 517 1501 beint á móti Húsasmiðjunni Íslandsmálning Sætúni 4. S. 517 1500 Ný verslun Íslandsmálningar í Skútuvogi Opnunartilboð á innimálningu. Loftmálning 3L kr. 490 Veggjamálning 3L kr. 490 Veggfóður kr. 590 Veggfóðursborðar kr. 390 grunnskóli - framhaldsskóli - háskóli NÁMSAÐSTOÐ íslenska - stærðfræði - enska - danska franska - eðlisfræði - efnafræði - tölfræði þýska - spænska - lestur - stafsetning o.fl. greining á lestrarerfiðleikum Nemendaþjónustan sf. Sími 557 9233 • www.namsadstod.is Eftir Flóka Guðmundsson floki@mbl.is „ÉG VAR að missa íbúðina sem ég leigði í Reykjavík þegar ég frétti af íbúð á Nesinu,“ segir tónlistarmað- urinn Jóhann Helgason um tilvilj- unarkennda ástæðu þess að hann flutti á Seltjarnarnesið árið 1981. Nú 26 árum síðar býr Jóhann enn á Nesinu og var hann í gær útnefnd- ur bæjarlistamaður staðarins. Með útnefningunni er fyrst og fremst verið að heiðra listamanninn og hvetja hann til frekari dáða á lista- sviðinu en nafnbótinni fylgir einnig 600 þúsund króna starfsstyrkur. Jóhann hefur um árabil verið í fremstu röð íslenskra tónlistar- manna, bæði sem lagahöfundur og flytjandi. Mörg af lögum hans hafa átt miklum vinsældum að fagna og skipa sér óumdeilanlega meðal sí- gildra slagara íslenskrar poppsögu. Hann á að baki farsælan sólóferil auk þess að hafa starfað með vin- sælum hljómsveitum og flytjendum á borð við Magnús & Jóhann, Change, Poker, Þú & ég o.fl. Samdi lag um Seltjarnarnesið Útnefningin var tilkynnt við at- höfn í gær. Við það tilefni frum- flutti Jóhann eigið lag við texta Kristjáns Hreinssonar, Seltjarn- arnesið. „Það hefur myndast sú hefð að hinn útnefndi geri eitthvað við at- höfnina. Það var ekkert sérstakt lag af mínum lögum sem mér fannst henta betur en annað svo mér datt í hug að það væri bara sniðugt að semja nýtt og þá tengt Nesinu. Ég hafði því samband við Kristján og bað hann að semja text- ann. Þá kom í ljós að hann er tengd- ur Nesinu, en afi hans, amma og pabbi bjuggu hérna, þannig að hann átti auðvelt með þetta.“ Að sögn Sólveigar Pálsdóttur, formanns menningarnefndar Sel- tjarnarness, mun nefndin vænt- anlega standa að útgáfu hljómdisks í tengslum við menningarhátíð Sel- tjarnarness sem fram fer í júníbyrj- un. Fari svo verður hið nýja lag bæjarlistamannsins þar að sjálf- sögðu að finna. Flutti á Seltjarnar- nesið fyrir tilviljun Jóhann Helgason er bæjarlistamaður Seltjarnarness 2007 Morgunblaðið/RAX Bæjarlistamaður Seltjarnarness Jóhann Helgason tónlistarmaður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.