Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 61

Morgunblaðið - 14.01.2007, Page 61
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JANÚAR 2007 61 BÆJARHLAÐIÐ M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA ÓBYGGÐIRNAR M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA SparBíó* : 450 KR MIÐAVERÐ Á OFANTALDAR SÝNINGAR Laugardag og Sunnudag Í SAMBÍÓUNUM ÁFABAKKA, AKUREYRI OG KEFLAVÍK FRÁIR FÆTUR M/- ÍSL TAL. KL. 1 Í ÁLFABAKKA KL. 2 Í KEF. OG Á AK. SKOLAÐ Í BURTU M/- ÍSL TAL. KL. 1:30 Í ÁLFABAKKA OG KL. 2 Á AKUREYRI Skráðu þig á SAMbio.is SparBíó* — 450kr Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Þú getur þetta. Vertu viss um það. Æddu áfram, áður en þú færð ráðrúm til að hlusta á efasemdarraddir. Þær segja hvort eð er alltaf það sama, leyfðu þeim að tala við einhvern ann- an. Naut (20. apríl - 20. maí)  Nautið er mitt á milli þess að monta sig og deila hæfileikum sínum. Þegar það sýnir að það þarf ekki á athygli að halda, sýna ástvinir allan þann áhuga sem þú kærir þig um. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Dagskrá tvíburans er þéttskipuð. Það á jafnvel enn frekar við ef hann er með á prjónunum að gera ekki neitt. Ekk- ert tekur miklu meiri tíma en eitthvað. Virtu áætlanir þínar og framkvæmdu þær, eða ekki, alveg í botn. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Töfrar krabbans eru alveg endalausir og hann beitir þeim líka óspart. Ótrú- legt hvað hann kemst upp með. (Þeir sem hafa tapað sjarmanum að und- anförnu ættu að feta í eigin fótspor og skima eftir honum.) Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Yfirburðir ljónsins eru ekkert merki- legri en manneskjunnar sem er því til beggja handa. Samt blasir allt öðruvísi veröld við því. Farðu yfir þínar ótrú- legu uppgötvanir í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Ef meyjan er enn í sárum eftir eitt- hvað í fortíðinni, hvort sem það er lík- amlegt eða tilfinningalegt, er kominn tími til að leita sér lækninga. Það er ein af mörgum aðferðum til þess að vera góður við sjálfan sig. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Vogin hittir fólk sem er mjög frá- brugðið henni, en á samt gott með að tjá sig. Skapaðu rými. Ef þú gerir það, segja aðrir mun meira en þú hefðir ætlast til. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Himintunglin leggjast á eitt við að hjálpa sporðdrekanum til þess að ná sínu listræna eða vitsmunalega há- marki. Hann lærir að snúa hlutlausum atburðum upp í tækifæri. Fleiri eru í vændum, svo ekki láta sem þú þurfir að stökkva á það fyrsta. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Skapandi áhætta er ferli, óreynt og yndislega óvænt. Að því sögðu, út- heimtir það ábyggilega meiri tíma og peninga en ráð var fyrir gert. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Steingeitin finnur líklega frekar fyrir innri stöðugleika og rausnarskap ef skilgreiningum hennar á árangri er mætt. Ef sú skilgreining er ekki fyrir hendi, skaltu finna hana upp. (Ekkert að marka nema hún sé skrifleg.) Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberinn er merki tækninnar og getur reitt sig á tölvur til þess að létta sér lífið, án þess að lenda í veseni eða þurfa samskonar þjálfun og aðrir. Aumingja þeir! Fiskar (19. feb. - 20. mars) Háttvísi fisksins er lykilatriði í því að viðhalda heimilisfriðnum, og kemur líka að góðum notum í óformlegum samskiptum. Aðrir sjá í gegnum smjaðrið, en það merkir ekki að þeir vilji ekki heyra það. Umskiptin milli sporð- dreka og bogmanns um- breyta ástríðum í fram- kvæmdir. En hér er ekki átt við þreytandi framtak sem rænir mann orku, heldur eitthvað stutt og snarpt. Stórhuga ráðstaf- anir vekja furðu síðar í kvöld, þegar mað- ur veltir aðgerðum sínum fyrir sér. Eitt- hvað sem ekki verður endurtekið. En, það sem máli skiptir, er að allt gekk upp. stjörnuspá Holiday Mathis Fregnir herma að ViktoríaBeckham hafi skoðað þrjár eða fjórar glæsivillur í Los Angeles, og þótti þetta glögg vísbending um það sem kom á daginn – að David ætlaði að skrifa undir samning við fótboltaliðið LA Galaxy. Viktoría skoðaði hús í Beverly Hills – sem breskir fjölmiðlar hafa þegar nefnt Beckerly Hills – og í Hollywoodhæðum, og mun eitt þessara húsa vera skammt frá heimili Toms Cruises og Katie Hol- mes. Ein villan er verðlögð á átta milljónir punda, að því er Sky News greinir frá, eða sem svarar rúmum 1,1 milljarði króna. Önnur villa sem hún skoðaði var mun ódýrari, aðeins voru settar á hana fjórar milljónir punda. David Beckham gerði fimm ára samning við LA Galaxy og fær fyr- ir sinn snúð 128 milljónir punda, eða sem svarar 18 milljörðum króna, þannig að hjónakornin mun- ar varla um að kaupa sér hús fyrir einn milljarð. Fólk folk@mbl.is Fréttir í tölvupósti

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.