Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 2
2 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Nú bjóðum við síðustu sætin í sólina til Kanaríeyja 24. janúar og 7. febrúar á frábærum kjörum. Þú bókar og tryggir þér sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Skógarhlíð 18 • sími 595 1000 • www.heimsferdir.is Stökktu til Kanarí 24. janúar eða 7. febrúar frá kr. 39.990 Síðustu sætin Munið Mastercard ferðaávísunina Verð kr. 39.990 Netverð á mann, m.v. 2-4 í herbergi/ íbúð/stúdíó í viku 24. janúar eða 7. febrúar. Innifalið flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Aukavika kr. 12.000. Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskiptablað vidsk@mbl.is Umsjón Björn Jóhann Björns- son, bjb@mbl.is Daglegt líf Guðbjörg Guðmundsdóttir, gudbjorg@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Sveinn Guðjónsson, svg@mbl.is Minningar minning@mbl.is Hilmar P. Þormóðsson, Stefán Ólafsson Dagbók| Kirkjustarf Ellý H. Gunnarsdóttir, elly@mbl.is Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Hulda Kristinsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Morgunblaðið í dag sunnudagur 21. 1. 2007 atvinna mbl.isatvinna Gestir í vikunni 12.217 » Innlit 22.301 » Flettingar 193.347 » Heimild: Samræmd vefmæling TEKST Á VIÐ MEINDÝRIN VEGGJALÚSIN ER VERSTA SKAÐRÆÐISKVIKINDI SEM HÆGT ER AÐ FÁ Í HÚS, SEGIR SMÁRI SVEINSSON MEINDÝRAEYÐIR >> 20 Yf ir l i t Í dag Sigmund 8 Hugvekja 49 Veður 8 Minningar 49/55 Staksteinar 8 Myndasögur 62 Hugsað upphátt 30 Dagbók 65/69 Sjónspegill 30 Staðurstund 66/69 Forystugrein 36 Víkverji 68 Reykjavíkurbréf 36 Leikhús 60 Umræðan 38/45 Bíó 66/69 Bréf 45 Sjónvarp 70 * * * Innlent  Ekki hefur fengist markaðsleyfi hér á landi fyrir lyfi sem hægt er að sprauta inn í glerhlaup augans til þess að stemma stigu við blindu vegna hrörnunar í augnbotnum. Lyfið kom á markað í Bandaríkj- unum á liðnu ári. Að sögn yf- irlæknis augndeildar LSH hefur árangri af meðferð lyfsins verið líkt við byltingu. Hátt í þúsund manns eru verulega sjónskertir út af sjúkdómnum hér á landi og mörg þúsund Íslendingar eru með hann á mismunandi stigum. »28  Stjórn KSÍ hefur ákveðið að hækka dagpeningagreiðslur til leikmanna kvennalandsliðsins í knattspyrnu til jafns við það sem tíðkast hjá körlum. Leikmenn beggja liða fá héðan í frá greiddar 5 þúsund krónur í dagpeninga í tengslum við landsleiki. Eggert Magnússon, formaður KSÍ, segir að sambandið hafi kannski ekki alltaf gert sér nægilega grein fyrir tíðarandanum og það eigi við um þetta mál. Ekki sé um meðvitaða mismunun að ræða heldur miklu frekar gáleysi. Þá hefur einnig ver- ið samþykkt í stjórn KSÍ að leggja 100 milljónir króna í nýjan mann- virkjasjóð. »24  Hjónin Ingibjörg Kristjáns- dóttir landslagsarkitekt og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Sam- skipa, hafa stofnað velgerðarsjóð og leggja honum til einn milljarð króna í stofnframlag. Tekjum sjóðsins, sem eru arður og vaxta- tekjur af stofnfé, verður annars vegar varið til ýmissa verkefna í þróunarlöndum og hins vegar til að styrkja verkefni á sviði menningar, mennta og lista á Íslandi. Ætla má að árlega verði til ráðstöfunar 100– 150 milljónir króna. Sjóðsstofnunin nú er í beinu framhaldi af tveimur verkefnum sem þau taka þátt í um þessar mundir, annars vegar menntaverkefnis á vegum UNI- CEF í Síerra Leóne og hins vegar uppbyggingu Landnámssetursins í Borgarnesi. »Baksíða Erlent  Viðskiptavinir banka eiga á hættu að upplýsingar um þá berist bandarískum yfirvöldum, til dæmis leyniþjónustunni CIA, þegar þeir millifæra fé inn á erlenda banka- reikning, til dæmis til að gera upp skuld við kunningja í Svíþjóð, greiða fyrir leigu á orlofshúsi á Spáni eða styrkja múslímasamtök í Pakistan. Danska blaðið Politiken skýrði frá þessu í gær og sagði ástæðuna þá að yfirleitt væri ógjörningur að millifæra fé milli landa utan við rafrænt net, SWIFT, sem flestir bankar heims- ins tengjast. » Forsíða Kynningar – Morgunblaðinu fylgir kynningarblað frá Ferðaþjónustu bænda, Sérferðir 2007. ALLT brann sem brunnið gat þegar eldur kviknaði í mannlausri íbúð í parhúsi í Þorlákshöfn á sjötta tím- anum í fyrrinótt. Hin íbúðin í húsinu slapp nánast alveg við skemmdir og komust kona og tvö ung börn ósködduð þaðan út. Valdimar Óskar Jónsson varð fyrstur var við eldinn en í samtali við Morgunblaðið sagðist hann hafa vaknað við reykjarlykt. Hann áttaði sig fljótlega á því að reykurinn kom utan frá og þegar hann sá auk þess bjarma frá eldinum hringdi hann þegar í stað í Neyðarlínuna. Valdi- mar hraðaði sér síðan út og hljóp yfir að húsinu. Þegar hann kom þangað var eldur byrjaður að loga út um glugga, mikill reykur var við úti- dyrahurð og inngangur var algjör- lega ófær. Valdimar barði á glugga og hurð hinnar íbúðarinnar og tókst að vekja konu sem var þar inni með tvö ung börn, stúlku og dreng, og gat hún sagt honum að íbúðin sem eldurinn logaði í væri að öllum líkindum mannlaus. Á meðan hann beið þess að þau kæmu út varð eldsprenging í húsinu og á augabragði skíðlogaði húshliðin öll. „Það hefði ekki verið að sökum að spyrja hefði einhver verið inni í húsinu, sá hefði ekki lifað það af,“ sagði Valdimar. Eldvarnarveggur á milli íbúðanna stóðst algjörlega og aðeins barst lít- ils háttar reykur á milli. Konan og börnin voru því ekki í bráðri lífs- hættu og reyndar tók það svolítinn tíma fyrir stúlkuna að átta sig á hvað um var að vera. „Stelpan sagði við mig þegar hún kom út: „Veistu það, ég er með tvær lausar tennur“. Og við spjölluðum svolítið um það,“ sagði Valdimar. Leituðu í hálftíma Þegar slökkvilið Þorlákshafnar kom á vettvang var íbúðin alelda og skíðlogaði út um glugga. Þar sem ekki var vitað með vissu hvort ein- hver væri innandyra voru reykkaf- arar sendir inn. Slökkvistarfið gekk ágætlega, að sögn Guðna Þórs Ágústssonar, slökkviliðsstjóra. „Það var bara svo mikill eldur og það hrundi úr loftinu um leið og við kom- um inn þannig að við gátum ekki far- ið inn í það strax. Og það var ekki góð tilfinning.“ Samkvæmt upplýsingum slökkvi- liðs mun húsráðandi hafa róið til fiskjar um morguninn. Ljósmynd/Hallgrímur Erlendsson Eldsprenging Fljótlega eftir að nágranni kom á vettvang varð sprenging innandyra og eftir hana skíðlogaði öll húshliðin. Reykkafarar komust ekki strax inn í húsið. „Það var ekki góð tilfinning,“ sagði slökkviliðsstjórinn. „Hrundi úr loftinu um leið og við komum inn“ Náði að vekja konu og börn sem sváfu í íbúðinni við hliðina Í HNOTSKURN » Tilkynning um eldinnbarst Neyðarlínu á sjötta tímanum í fyrrinótt. » Íbúðin sem brann varmannlaus en þar sem það var ekki vitað með vissu í fyrstu leituðu reykkafarar af sér allan grun. EINAR K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra telur að herferð Breta til að fjölga andstæðingum hvalveiða í Al- þjóða hvalveiðiráðinu muni veikja stöðu ráðsins sem hafi ekki verið burðug fyrir. „Mér sýnist sem þarna sé verið að fjölga nöglunum í líkkistu Alþjóða hvalveiðiráðsins,“ sagði hann. Þetta muni endanlega gera það að verkum að ráðið verði utangarðsstofnun sem fáir taki mark á en hvalveiðiþjóðir muni stunda hvalveiðar innan annarra vébanda, sem væri fullkomlega löglegt. Aðspurður hvers vegna þær þjóðir sem hugsanlega gengju í ráðið vegna herferðarinnar ættu ekki að hafa jafnmikið að segja um hvalveiðar og Íslendingar, sagði Einar að hinn yfirlýsti tilgangur væri að koma í veg fyrir hvalveiðar en grundvallarsamþykkt ráðsins gengi út á að því væri ætlað það hlutverk að stjórna hvalveiðum. Spurður hvort það væri ekki ákveðin stjórnun fólgin í því að banna veiðar, sagði Einar að það væri enginn vafi á því að veiðibann væri ekki í samræmi við anda sam- þykkta hvalveiðiráðsins. Einar sagði óvíst hvort eða hvernig stjórnvöld brygð- ust við herferð Breta en það kæmi vissulega til greina að hafa samband við fulltrúa sömu ríkja og Bretar til að út- skýra hlið Íslands á málinu. Hann bætti við að verulega myndi reyna á hvalveiðibannið í vor þegar Bandaríkja- menn færu fram á kvóta til hvalveiða fyrir íbúa í Alaska. Nöglunum fjölgað í líkkistu Alþjóða hvalveiðiráðsins Morgunblaðið/Ómar Stál í stál Sjávarútvegsráðherra segir herferð Breta grafa undan Alþjóða hvalveiðiráðinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.