Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Eftir Ragnhildi Sverrisdóttur
rsv@mbl.is
H
vert karlaveldið á eftir öðru
hrynur. Nú hafa Bretar
ákveðið að ráða konu til liðs
við hóp varðmanna Tower of
London, í fyrsta skipti frá því
að varðliðið var sett á laggirnar árið 1485.
Verðirnir, sem heita Yeoman Warders en
eru í daglegu tali kallaðir Beefeaters, gæta
meðal annars bresku krúnudjásnanna, en
helsta hlutverk þeirra nú til dags er að leið-
beina þeim tveimur milljónum gesta sem
heimsækja Tower of London á ári hverju.
Vilhjálmur hinn sigursæli hóf byggingu
Tower of London árið 1078. Byggingin var
virki, konungshöll og fangelsi. Í aldanna rás
hefur hún gegnt fjölbreyttu hlutverki, þar
hafa aftökur farið fram, þar hefur verið
vopnabúr, fjárhirsla, dýragarður og mynt-
slátta. Frá 1303 hafa krúnudjásnin verið
varðveitt í Tower of London.
Langt er síðan Tower of London var hið
eina sanna fangelsi í London. En þar hafa
fangar samt verið vistaðir á stríðstímum. Í
heimsstyrjöldunum báðum, hinni fyrri og
hinni síðari, voru þýskir njósnarar hafðir
þar í haldi og síðar líflátnir. Í báðum til-
fellum var meginástæða staðarvalsins sú, að
ríkisstjórnin gerði sér grein fyrir áróðurs-
gildi aftaka á óvinum ríkisins í þessari sögu-
frægu byggingu.
Skrautlegar kjötætur
Varðliðið, Beefeaters, var sett á laggirnar
sem lífvarðasveit Hinriks konungs VII. árið
1485. Tvennum sögum fer af því hvaðan
heitið Beefeaters er komið. Sumir halda því
fram að það sé dregið af franska orðinu
buffetier, en svo voru þeir verðir kallaðir
sem gættu matar í höll Frakklandskonungs.
Aðrir segja nafnið komið af því að vörðunum
hafi ávallt verið tryggðar nægar birgðir af
kjöti, jafnvel þegar mjög hart var á dalnum.
Þeir hafi því verið kallaðir „beefeaters“ eða
„kjötætur“, af almenningi, sem hafði ekki úr
jafn miklu að moða. Og svo sannarlega
fengu þeir mikið kjöt. Sem dæmi má nefna
að árið 1813 var daglegur skammtur af kjöti
fyrir 30 verði á vakt rúm átta kíló af kinda-
kjöti, rúm sjö kíló af kálfakjöti og tæp 11
kíló af nautakjöti, alls um 26 kíló.
Glæsilegir búningar Beefeaters eru
þekktir um allan heim. Þeir hafa verið nán-
ast óbreyttir frá 1552, vínrauðir kyrtlar með
gyllingu, hvítur pípukragi og uppháir sokk-
ar, auk sérstaks hatts. Á búningnum er
meðal annars mynd af þistli og músasmára,
táknmyndum Skotlands, Englands og Ír-
lands. Þá er þar að finna stafina E og R,
fyrir Elizabetha Regina, sem útleggst El-
ísabet drottning.
Reyndar klæðast verðirnir þessum frægu
búningum aðeins við opinber tækifæri, til
dæmis við krýningarathafnir eða heimsóknir
þjóðhöfðingja. Daglega klæðast þeir bláum
og rauðum einkennisbúningum, sem Vikt-
oría drottning heimilaði árið 1858.
Hrafnar turnsins
Bretar eru fastheldnir á hefðirnar sínar
og Beefeaters eru skýrt dæmi um það. Eitt
hlutverka þeirra er að gæta hrafna turnsins.
Þótt hrafn þyki stundum hið mesta ólukku-
tákn, þá gildir það ekki um þessa. Þjóðsag-
an segir nefnilega, að þann dag sem engan
hrafn sé að finna í Tower of London muni
byggingin hrynja og konungsríkið líða undir
lok.
Til að koma í veg fyrir slíkar ófarir gæta
Beefeaters nú sjö hrafna, sem eru stýfðir á
öðrum vængnum svo þeir freistist síður til
að fljúga langt í burtu. Nöfn hrafnanna eru
meðal annars sótt í norræna goðafræði,
þarna eru Óðinn og Þór, Huginn og Muninn,
auk Hardey, Gwyllum og Cedric.
Konungríkið stóð líklega tæpt í síðari
heimsstyrjöldinni, þegar aðeins einn hrafn
var í turninum. Hinir fældust loftárásir á
borgina og höfðu sig vængstýfðir á brott.
Hrafnar hafa líka horfið á friðartímum og
í sumum tilvikum hefur leikið grunur á að
þeim hafi verið rænt. Enginn hefur þó verið
sóttur til saka fyrir hrafnsrán.
Moira hin skoska
Verðirnir eru nú 35 talsins og í þeirra hóp
bætist loks kona næsta haust, Moira Came-
ron, 42 ára Skoti. Hún er þriðja konan sem
sækir um sem Beefeater. Moira gegnir nú
herþjónustu, enda eru verðirnir ávallt valdir
úr hópi hermanna með að minnsta kosti 19
ára reynslu og Moira hefur 22 ár að baki.
Starfið er ákaflega eftirsótt, enda þykir
mörgum hermanninum fátt betra en að láta
af störfum hjá hernum og skrýðast skraut-
legum búningi Beefeater. Varla eru það þó
launin sem heilla, því árslaun Beefeaters
eru um 3,3 milljónir, eða um 275 þúsund
krónur á mánuði. Sjálf keppti Moira við
fjölda umsækjenda, en af þeim voru sex
valdir út, Moira og fimm karlmenn. Moira
þótti hæfust og tekur við starfinu í sept-
ember, þegar einn varðanna fer á eftirlaun.
Varðmennirnir búa allir í látlausum rað-
húsum við Tower of London og er raunar
skylt að búa þar á meðan þeir gegna starf-
inu. Þeim er hins vegar jafnframt skylt að
eiga húsnæði annars staðar, svo þeir eigi
vísan samastað við starfslok.
Líklega eyðir Moira vorinu og sumrinu í
lestur doðranta um sögu Tower of London,
svo ferðalangar komi ekki að tómum kof-
unum hjá henni þegar þeir skoða bygg-
inguna. Reyndar eru Beefeaters þekktir fyr-
ir að svara sumum spurningum út í hött.
Spyrji forvitnir ferðamenn til dæmis hvar
Anne Boleyn, ein eiginkvenna Hinriks VII.,
hafi verið hálshöggvin dregur viðkomandi
Beefeater gjarnan línu þvert yfir háls sér:
„Um það bil hérna.“
Kona loksins í
hóp varðmanna
turnsins
SÖGUSTAÐIR»
Reuters
Fyrst kvenna Moira Cameron, sem hér er við hlið tilvonandi kollega, verður fyrsta konan til
að skrýðast búningi Beefeaters, varðmanna Tower of London, sem hafa starfað frá 1485.
Þekkt sjón Beefeater, eða Yeoman Warder, í
hinum gyllta og rauða viðhafnarbúningi.
Í HNOTSKURN
»Moira Cameron er fyrsta konan íhópi varðmanna Tower of London.
»Verðirnir, sem kallast Beefeaters,gæta meðal annars bresku krún-
udjásnanna og hrafna turnsins.
»Þjóðtrúin segir að sé engan hrafn aðfinna í Tower of London hrynji
byggingin og konungdæmið líði undir
lok.
Konan bætist í varðlið Tower of London næsta
haust, í fyrsta sinn í 522 ára sögu liðsins
Eftir Helgu Kristínu Einarsdóttur
helga@mbl.is
Fyrir nokkrum mánuðumsetti 18 ára gamall pilturkvikmyndina 8 Mile meðrappstjörnunni Eminem á
vefsvæði YouTube, í þakklætisskyni
fyrir allar kvikmyndirnar sem hann
hafði getað hlaðið niður ókeypis á
Netinu fyrir atbeina annarra. Mynd-
inni var reyndar skipt niður í 12 mín-
útna búta, þar sem YouTube leyfir
ekki lengri myndskeið, og þegar
þetta barst rétthafa á dreifingu
myndarinnar, Universal Pictures, til
eyrna, var YouTube uppálagt að fjar-
lægja myndskeiðin þegar í stað.
Slæða YouTube daglega
Universal Pictures er í eigu Uni-
versal NBC, sem aftur er í eigu
General Electric, og er Universal
NBC með þrjá starfsmenn í vinnu
við að slæða YouTube daglega í leit
að myndefni sem það á réttinn á.
Rúmlega þúsund erindi eru send í
hverjum mánuði til YouTube, þar
sem farið er fram á að ólögleg mynd-
skeið séu fjarlægð, sagði New York
Times í umfjöllun sinni, Hollywood
spyr YouTube: vinur eða óvinur? í
liðinni viku.
Universal Pictures dreifði 8 Mile
árið 2002 og var ekki sérlega upprifið
yfir framtakssemi unga mannsins á
YouTube. En stríðið um yfirráð yfir
stafrænu efni sem sleppur á Netið
kann að vera tapað, eða hvað?
YouTube hefur öflugan bakhjarl í
Google og eru fulltrúar kvikmynda-
veranna og annarra fyrirtækja í af-
þreyingariðnaði að gera upp við sig
hvort þeir eigi að halda áfram að
berja hausnum við steininn eða játa
sig sigraða. „Það er ekki svo margt
sem við getum gert,“ hefur NYT eft-
ir yfirmanni lögfræðideildar NBC
Universal, Rick Cotton, en hann tel-
ur að yfir helmingur myndskeiða á
YouTube með bútum úr kvikmynd-
um og sjónvarsþáttum framleiðand-
ans sé ólöglegur. „En um leið og eitt
myndskeið er tekið niður kemur
næsti notandi og setur annað inn,“
bætir hann við.
Fjölmiðlun sem kostar notandann
lítið eða ekki neitt er engin nýjung,
þar eð sjónvarps- og útvarpssend-
ingar hafa verið kostaðar af auglýs-
endum um langt skeið í mörgum
löndum. En Netið hefur fært hug-
takið um miðlun án endurgjalds yfir
á nýtt svið, segir Herald Tribune í
umfjöllun um þessa þróun.
„Neytendur eiga kost á því að
hringja frítt, horfa á myndskeið á
Netinu án þess að borga og lesa net-
útgáfur uppáhaldsfjölmiðlanna sinna
ókeypis. Á sumum mörkuðum er
meira að segja hægt að fá fría breið-
bandsnettengingu, það er að segja ef
notendur kaupa aðgang að einhverju
öðru, eins og símþjónustu eða
áskriftarsjónvarpi.“
Í heimi hefðbundnari miðla halla
lesendur sér í æ ríkari mæli að þeim
„Ókeypis“ nýr gjaldmiðill Netsins
NETIл