Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 32
menning 32 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ J acob Hirdwall er kominn til Íslands við harla óvenjulegar kring- umstæður. Á föstudags- kvöld var hann viðstaddur heimsfrumsýningu á nýju leikverki sínu sem hlotið hefur íslenska heitið Sælueyjan (á sænsku Det Oup- tackta landet). Kveikja verksins er frétt af starfsemi Íslenskrar erfða- greiningar. „Ég hafði alls ekki í hyggju upp- haflega að verkið yrði frumsýnt hér,“ segir Hirdwall. „Því er heldur ekki beint sérstaklega að íslenskum aðstæðum, því er ætlað að fjalla um alþjóðlegt umhugsunarefni,“ segir höfundurinn. Hirdwall var einnig viðstaddur lokaæfingu verksins í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Hvernig kom hug- verk hans honum fyrir sjónir á ís- lensku sviði? „Þetta var mjög skemmtileg reynsla. Það er reyndar búið að stytta verkið um allt að helming og fækka persónum en þær voru upp- haflega um 20.“ – Sástu þá ekkert eftir því sem fór út? „Nei, hreint ekki. Þetta er það sem er heillandi við leikhúsið. Leik- hópurinn hér valdi áhugaverða leið að verkinu og það er alltaf spenn- andi að sjá hvað einstakir leikarar lesa inn í kringumstæður verksins. Þetta er meðal annars ástæða þess að ég skrifa leikrit. Að upplifa það ævintýri.“ En hvað kom til að Hirdwall ákvað að skrifa leikverk byggt á Ís- lenskri erfðagreiningu? „Það var fyrir fimm árum að ég rakst á grein í Dagens Nyheter um Íslenska erfðagreiningu og það starf sem þar væri unnið varðandi genarannsóknir. Ég varð strax hug- fanginn af viðfangsefninu. Ég hafði samband við ritstjóra vísindaefnis hjá Dagens Nyheter og spurði hana spjörunum úr um efnið. Loks varð mér ljóst að næsta skref mitt yrði að vera að fara til Íslands og afla mér frekari vitneskju. Ég kom hingað og reyndi að ná tali af Kára Stefánssyni en tókst ekki. En það var kannski eins gott, því verk mitt á hreint ekki að fjalla um hann heldur um erfðatæknina yfirleitt. Mér var hins vegar mjög vel tekið hjá Íslenskri erfðagreiningu og varð margs vísari. Ég hitti síðar Stefán Baldursson og Melkorku Teklu Ólafsdóttur úti í Svíþjóð, sýndi þeim drög að verkinu og fékk ábendingar varðandi íslenska staðhætti í verk- inu svo verkið yrði nú ekki tómt að- hlátursefni. Í framhaldi af því hafði Tinna Gunnlaugsdóttir svo sam- Leikhúsið er að öðlast nýtt pólitískt erindi Morgunbladid/RAX Siðfræði erfðavísindanna Umfjöllun um Íslenska erfðagreiningu var kveikjan að verki Jacobs Hirdwalls. Möguleikar erfða- tækninnar og siðferð- islegar spurningar, sem framfarir í erfðavís- indum vekja, eru um- fjöllunarefni leikritsins Sælueyjan. Kveikjan var blaðagrein um Ís- lenska erfðagreiningu. Hallgrímur Helgi Helgason ræddi við Jacob Hirdwall, höfund verksins, sem um helgina er frumsýnt í Þjóðleikhúsinu. »Ég tel að því meira sem fólk dvelur framan við sjónvarp, tölvuleiki og sýnd- arveruleika, þeim mun meiri þörf sé fyrir þessa mannlegu nánd leik- hússins þar sem allt gerist hér og nú og upp- lifunin er sameiginleg, sammannleg. »Mannkynið er statt á þeim tímamótum að verða að taka afstöðu til siðferðisspurninga varð- andi erfðatæknina, ákvarðanir sem þegar þær hafa á annað borð verið teknar getur orðið erfitt að taka aftur. Þetta skapar mýmörg vandamál og ég vildi bara beina kastljósinu að því með verkinu. Fyrsta „stóra“ plata þessaárs kemur út á morgun, enum er að ræða frumburðhljómsveitarinnar The Go- od, The Bad & The Queen, og er hann samnefndur henni. Ástæðan fyrir þessu stærðartali er þeir sem standa á bak við plötuna, hætt er við að eyru manna sperrist upp er Damon Albarn ákveður að taka til höndunum, en hann leiðir þetta „verkefni“. Það má reyndar segja að eyrun séu bísperrt því með Albarn í téðri sveit eru Paul Simonon, fyrrum bassaleikari Clash, Simon Tong, fyrrum gítarleikari Verve, og trymbillinn Tony Allen, brautryðjandi í svokallaðri afró- taktstónlist, sem vann með Fela Kuti á áttunda áratugnum. Upptökustjórn er í höndum Danger Mouse (Gnarls Barkley, The Grey Album o.fl.). Ekki nema von að fólk sé spennt, en svo- leiðis hefur það ekki alltaf verið með Albarn. Um tíma var fólk tekið að daufheyrast við honum. Umskipti Eitt sinn var Albarn ein skærasta stjarna Bretlands, en þá var hann meðlimur í Blur (og er mögulega enn). Umræður um popptónlist sner- ust þá bara um tvennt, Blur og Oasis. Fyrri sveitin var listrænt þenkjandi millistéttarsveit frá London en hin kjaftfor þriggja gripa rokksveit frá Manchester, skipuð verkalýðs- töppum sem helst vildu endurvinna Bítlana og skyldar sveitir (sem þeir gerðu af sannri list, verð ég að segja). Er á leið tók að halla undan fæti hjá Blur. Þá var Albarn mikið á Ís- landi og var m.a. vinfengi með þeim Einari Erni Benediktssyni, en útgáfa Albarns, Honest Jon’s, hefur gefið út tónlist sveitar Einars, Ghostigital. Al- barn dvaldi þá mikið á Kaffibarnum og á/átti þar hlut. Þetta voru tímar breytinga hjá Albarn, sem virtist hálfutanveltu og á tímabili var eins og hann leitaði svara á botni bjórglasa. Á nýju árþúsundi tókst Albarn hins vegar að endurskapa sig og sinna sinni náðargáfu af heilindum. Þetta hefur að mestu farið í gegnum Goril- laz og svo á eftir að koma í ljós hvað gerist með þessa nýju hljómsveit. Blur er nú í óskilgreindu hléi eins og svo margar stórsveitir, en var komin í þrot á tímabili. Þetta var rétt eftir að The Great Escape (1995) kom út, einslags timburmenn frá plötunni sem út kom ári fyrr, Parklife, plöt- unni sem „gerði“ Blur. Hvað sem má svo sem segja um Blur er magnað að líta til þróunar sveitarinnar. Hún fór frá Manchester-indírokki yfir í mod- skotið brit-popp, þaðan í plötu undir sterkum áhrifum frá amerísku „lo-fi“- rokki og svo yfir í raflegna sýru á Think Tank, síðustu plötu Blur til þessa, sem var allt nema að nafninu til einherjaplata frá Albarn. Og frem- ur misheppnuð að mér finnst. 1999 fór Albarn að leyfa óstýrilát- unum að dansa frjálsum. Þá stofnaði hann Gorillaz, „óeiginlega“ hljóm- sveit, ásamt vini sínum Jamie Hew- lett teiknisagnahöfundi, sem skapaði Tank Girl. Þetta var eftir að Hewlett hætti með unnustu sinni Jane Olliver (sem var eitt sinn í Elastica) og flutti til Albarns, sem hafði sjálfur verið í stormasömu sambandi með Justine Frischman, leiðtoga Elastica. Lítill heimur. Gorillaz slógu í gegn. Fyrsta plat- an, samnefnd sveitinni (2001), varð afar vinsæl og sú síðari, Demon Days (2005), vakti enn meiri athygli. Árið 2002 kom svo út platan Mali Music, sem fólk vissi ekki lengi vel hvað Albarn og Albion Eftirvænting Albarn (þriðji frá vinstri) ásamt félögum sínum í nýju hljóm- sveitinni, The Good, The Bad and The Queen. Damon Albarn hefur sýnt á sér ýmsar hliðar á ferlinum og enn sprettur hann fram í nýjum ham, nú í hljómsveitinni The Good, The Bad & The Queen, sem sendir frá sér sína fyrstu plötu á morgun. Arnar Eggert Thoroddsen fjallar um tónlistarmanninn og hans nýjasta afsprengi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.