Morgunblaðið - 21.01.2007, Qupperneq 65

Morgunblaðið - 21.01.2007, Qupperneq 65
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 65 dægradvöl 1. d4 Rf6 2. Rf3 g6 3. c4 Bg7 4. Rc3 O-O 5. e4 d6 6. Be2 e5 7. O-O Rc6 8. d5 Re7 9. b4 Re8 10. c5 f5 11. Rd2 Rf6 12. f3 f4 13. Ba3 g5 14. b5 b6 15. cxd6 cxd6 16. Hc1 Hf7 17. Db3 Bf8 18. Rd1 Hg7 19. Rf2 Kh8 20. Hfd1 h5 21. h3 Rg6 22. Hc6 Rh4 23. Hdc1 g4 24. hxg4 hxg4 25. Dc3 Bd7 26. Bxd6 Bxd6 27. Hxd6 gxf3 28. Rxf3 Hxg2+ 29. Kf1 Staðan kom upp á lokuðu alþjóðlegu móti sem lauk fyrir skömmu í Reggio Emilia á Ítalíu. Ítalski alþjóðlegi meistarinn Federico Manca (2425) hafði svart gegn rússneska stórmeist- aranum Konstantin Landa (2570). 29 … Hxf2+! 30. Kxf2 Rxe4+ 31. Ke1 Rxc3 32. Hxc3 Rxf3+ 33. Bxf3 Dh4+ 34. Kd2 Df2+ 35. Be2 Bg4 og hvítur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Svartur á leik. Reykjavíkurmótið. Norður ♠ÁKD62 ♥1093 ♦ÁD3 ♣ÁK Vestur Austur ♠10 ♠83 ♥D8764 ♥5 ♦G4 ♦109872 ♣98764 ♣DG1053 Suður ♠G9754 ♥ÁKG2 ♦K65 ♣2 Sex eða sjö spaðar? Þeir keppendur í Reykjavíkurmótinu sem tóku upp hönd norðurs voru enn að dást að dýrðinni þegar suður kom á óvart með opnun á einum spaða. Við- fangsefnið lá strax fyrir: sex eða sjö spaðar. Eftir langt og strangt sagn- ferðalag á flestum borðum stóð norður yfirleitt frammi fyrir ágiskun í lokin – sumir skutu á sjö, aðrir létu hálfslemmu duga. Þegar upp er staðið snýst al- slemman um hjartadrottninguna, sem verður að vera í austur eða stök í vestur, en á því eru 51% líkur. Er það ásætt- anlegt í sveitakeppni? Nei. Utan hættu gefur alslemma 1510, en hálfslemma með yfirslag 1010. Mismunurinn er 500 og það umbreytist í 11 IMP-stig. Tapist slemman, fá mótherjarnir hins vegar 1030 (980+50), sem gefur þeim 14 IMP- stig. Vinningslíkur í alslemmu þurfa því að vera minnst 56%. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 skaut, 4 var- kár, 7 auðan, 8 skoðun, 9 afreksverk, 11 líffæri, 13 kvenfugl, 14 rífur, 15 rökkva, 17 stund, 20 knæpa, 22 málmblanda, 23 klínir, 24 sigar, 25 fæðir. Lóðrétt | 1 hænan, 2 vol, 3 brún, 4 andvari, 5 land- spildu, 6 synja, 10 kær- leiks, 12 óhreinka, 13 gott eðli, 15 hula, 16 virð- ir, 18 nuddhljóð, 19 sér eftir, 20 neyðir, 21 tunn- an. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 linnulaus, 8 lýjan, 9 tinds, 10 nía, 11 murta, 13 nýrað, 15 skæða, 18 sakka, 21 kot, 22 öslar, 23 annar, 24 hræringur. Lóðrétt: 2 iljar, 3 nunna, 4 lútan, 5 unnur, 6 Glám, 7 æs- ið, 12 tað, 14 ýra, 15 spök, 16 ætlar, 17 akrar, 18 stafn, 19 kunnu, 20 arra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Hæstiréttur hefur dæmt að hér-aðsdómur skuli taka til efnis- legrar meðferðar kæru einstaklings fyrir fjárhagslegt tjón hans af völdum samráðs olíufélaganna. Hvað heitir kærandinn? 2 Íslensku vefverðlaunin voru af-hent í fyrradag. Hver þótti eiga besta íslenska vefinn? 3 Sænskir jafnaðarmenn hafa val-ið næsta leiðtoga sinn. Hver er það? 4 Hver hefur verið valinn íþrótta-maður Akureyrar? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Eggert Magnússon og félagar í West Ham fengu tiginn gest í heimsókn á Upton Park, sem var Andrew prins. Hvernig teng- ist hann konungsfjölskyldunni? Svar: Hann er sonur Elísabetar drottningar og bróðir Karls ríkisarfa. 2. Stjórn- arskrárnefnd hefur verið að störfum und- anfarnið. Hver er formaður nefndarinnar? Svar. Jón Kristjánsson. 3. Stefnt er að út- gáfu Listasögu Íslands árið 2009. Hver er ritstjóri verksins? Svar: Ólafur Kvaran. 4. Beðið er með eftirvæntingu lánshæf- ismats erlends matsfyrirtækis á rík- issjóði. Hvaða fyrirtæki er þetta? Svar: Fitch Ratings. Spurt er… ritstjorn@mbl.is  ÞAÐ ÞEKKJA kannski ekki margir hljómsveitina Pósthúsið í Tuva, en Hendur er engu að síður fimmta breiðskífa sveitarinnar, og stærsta verk hennar hingað til: Tveir stút- fullir geisladiskar og alls 37 lög. Í bæklingi kemur fram að upphaflega hafi diskarnir tveir átt að koma út í sitt hvoru lagi, sá fyrri (sem heitir nú Vinstri) hafi átt að innihalda lög sem „þóttu frek- ar undarleg að gerð“ en sá síðari (Hægri) að inni- halda lög sem „væru meira að alþýðuskapi“. Þó er tekið fram að þessi skipting hafi tekið að riðlast þegar leið á ferlið, og gagnrýnandi tekur undir það – ekki er að heyra að á diskunum tveimur sé grundvallarmunur. Á báðum þeirra er að finna und- arlega popptónlist með undarlegum textum í enn undarlegri flutningi. Tónlistin minnir mig stundum á ný- bylgjupopp áttunda og níunda ára- tugarins, sveitir eins og Orange Juice koma upp í hugann, en einnig nýrri plötur eins og Hamfarir með Gunnari Jökli. Það eru undarlegheitin sem gera diskinn áhugaverðan en þau hrinda hlustandanum að sama skapi nokk- uð frá tónlistinni. Hlynur Þor- steinsson, sem leiðir sveitina, er af- leitur söngvari en ef maður er í rétta skapinu (og afstaða reiki- stjarnanna er rétt) þá er söngröddin skemmtilega klikkuð. Sama gildir um lög og texta, þetta er allt saman skemmtilega klikkað. Dæmi um texta: „Sauðkindin með maga sína marga / megnar vel að nýta gróðurinn / Upp í trénu páfa- gaukur gargar / grefill hvað hann pirrar óðurinn.“ Þetta er argasta bull, en skemmtilegt að sama skapi. Hugmyndir að baki textum eru oft spennandi og endurspeglast í laga- heitum: „Forsetinn heldur ræðu í Dalasýslu,“ „Frá eggi til grafar – ævisaga kólibrífugls í stuttu máli,“ en hið síðarnefnda sker sig nokkuð úr, virkar fremur eins og leikþáttur eða gjörningur en hefðbundin laga- smíð. Rödd Hlyns hefur verið keyrð í gegnum einhvern gervil sem ég kann ekki að nefna svo úr verður hálf geðsýkislegur hljómur. Hér er með öðrum orðum margt vel gert, lögin koma manni oft á óvart og spilamennskan er með ágætum. Sveitin þarf augljóslega ekki að kvarta undan hug- myndaþurrð, hún virðist vera í stöð- ugri framþróun. Þjóðlagaáhrif eru t.a.m. bersýnilega minni á Höndum en síðustu plötu, Undir grund, og hljómur hefur einnig batnað. Þrátt fyrir það er erfitt að mæla beinlínis með skífunni, hún höfðar líkast til ekki til margra annarra en aðstand- enda sveitarinnar, vina þeirra og vandamanna. Ástæðan er einföld – hér vantar sárlega listræna stjórn- un. Einhvers staðar á þeim rúmu tveim klukkustundum sem Hendur rúma er eflaust að finna þriggja eða fjögurra stjörnu plötu upp á fjörutíu til fimmtíu mínútur, en til að svo megi verða þarf einhver að hafa fyr- ir því að grafa góða efnið upp, flokka það og raða því að lokum saman. Sá er ekki öfundsverður; það er eflaust erfiðara en að leita að tíu stökum jólakortum á póst- húsgólfinu uppi á Höfða viku fyrir jól. Af pósthúsgólfinu TÓNLIST Geisladiskur Sveitina skipa Gunnar Kristján Stein- arsson sem sér um hljóðblöndun (og seg- ulómun), Gunnar Einar Steingrímsson sem spilar á trommur, munnhörpu og syngur; Hjörtur Guðnason sem sér um út- litshönnun og púkablístru; og Hlynur Þor- steinsson sem sér um blandað spil og söng. Jóhann Stefánsson lék á trompet í fjórum laganna. Öll lög og textar eru eftir Hlyn Þorsteinsson, nema „Uppvakningar í Skálholti“ og „Baywatch“ sem eru eftir Gunnar Einar Steingrímsson. Hlynur Þor- steinsson gefur út. 37 lög, 2:17’11’’. Pósthúsið í Tuva – Hendur  Atli Bollason Hinn meintirasisti Jane Goody var á föstudagskvöldið kosin út úr stjörnuleik Stóra bróður, bresks raunveruleika- sjónvarpsþáttar, sem valdið hefur miklum deilum í Bretlandi og á Ind- landi í vikunni. Goody var sökuð um að hafa ofsótt indversku leikkonuna Shilpa Shetty, sem einnig er í þætt- inum. Um er að ræða sérstaka útgáfu sjónvarpsþáttanna Stóra bróður þar sem þekktir skemmtikraftar eru lokaðir inni í húsi og síðan er sýnt beint frá samskiptum þeirra. Þúsundir Breta sendu kvartanir til sjónvarpsstöðvarinnar Channel Four og eftirlitsnefndar með bresku sjónvarpsefni eftir útsendingu á þættinum þar sem Goody og fyr- irsætan Danielle Lloyd gerðu gys að Shetty. Töldu margir að þátturinn væri litaður af kynþáttafordómum. Fólk folk@mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.