Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 31
blöð. Eðlilega hrökk ég við undir lestrinum, og svo mun vafalítið hafa verið um marga fleiri les- endur blaðsins enda mikil tíðindi á ferð, þótt nokkuð muni í land að þetta gerist og afleiðingarnar óljósar. Tók að hugleiða, að mannlífið væri að sjálfsögðu hluti alheimsins og hver einstaklingur hér agnarögn agnaragnar og þó sérstök eining. Skyldleikinn kæmi þá vitaskuld öllu meira fram í heilahvelinu og ósýnilegum skynfrumum en umbúðum þeirra, líkamanum, sem stjórnast af boð- um frá öllum samanlögðum skiln- ingarvitunum fimm, að því sjötta meðtöldu; snertiskyninu. Líf á þessum hnetti og væntanlega fleirum hlyti því að vera háð duttlungum þessara reginafla úti í hinu óendanlega tómi. Regin- afla, sem fyrir undraverða há- tækni og fullkomnari stjörnusjár er ná að greina nýjar og nýjar stjörnuþokur, svarthol og spreng- ingar þrengja sér stöðugt nær okkur. Þá er spurningin mikla hvað við getum lært af þessu og nýjum uppgötvunum um eðli al- heimsins, einkum undravert og í hæsta máta forvitnilegt hvað það mun í rauninni vera sem þrátt fyrir allt heldur þessum regin- öflum og hamagangi úti í tóminu nokkurn veginn í skefjum. Hér um hraða og krafta að ræða sem eru langt ofar mannlegum skiln- ingi, jafnvel þúsund- ef ekki milljónfalt meiri. Samt virka hin- ar ótalmörgu stjörnur sem við greinum á himnafestingunni eins og glitrandi skilaboð um frið og ró. Og sjálf erum við afkvæmi stöðugra sprenginga og eldgosa sólarinnar sem hnötturinn okkar snýst í kringum, sólar sem við réttilega elskum sem móður alls lífs á jarðmöttlinum. Ljómi henn- ar ímynd alls hins góða og fagra sem veitir okkur birtu og yl, samanber kvæði Hannesar Haf- stein: „Blessuð sólin elskar allt/ allt með kossi vekur.“ Hvílík rósemdarinnar fegurð er ekki þetta lýsandi himintungl séð úr fjarlægð, þótt eldur og eimyrja þeytist frá því í allar áttir, jafn- vel hundruð og þúsundir kíló- metra. Á jörðu niðri eru flestir þakklátir fyrir 20 gráða hita, en kóróna sólarinnar inniber 1–2 milljónir gráða! Aldrei nokkurn tíma var þessi heimur háloftanna nær mér en eitt yfirmáta stjörnubjart kvöld á hæðunum ofar Valparasio í Chile fyrir liðlega ári og snart mig djúpt … Nú geri ég ráð fyrir aðmörgum muni það ennhulið hvert skrifari séað fara og hvað það snerti viðburði ársins í sjónlistum. En mál er að ný viteskja um vist- kerfi jarðar og að fortíðin þrengir sér stöðugt nær okkur með aðstoð hátækninnar opnar augu fleiri og fleiri fyrir mýkri gildum mannlíf- isins, og að það getur engan veg- inn án þeirra verið. Aldrei áður hafa listamenn leitað jafn mikið til fortíðar og umformað í nýjan bún- ing sbr. arkitektúr, hvar útskot til hliða ásamt útbrotum í allar áttir og til hins háa er aftur á dagskrá, þó í nýrri mynd með aðstoð tölvu- tækninnar. Og myndlistarmenn hafa aldrei leitað jafn stíft til hins frásagnarlega og táknfræðilega og á síðasta áratug, bókmenntir einn- ig með á nótunum. Hafi einhver haldið að sljákka myndi á framkvæmdum varðandi byggingu listasafna, leikhúsa og tónlistarhalla ætti hinn sami að opna listtímarit sem segja reglu- lega frá nýjum framkvæmdum um víðan völl, jafnvel í hinum svo- nefndu kommúnistaríkjum. Glóð- volg eru tíðindin um að Pompidou- safnið í París hyggst stofna til úti- bús í í Peking, nokkurn veginn í anda Guggenheim-núlistasafnsins í New York og framlengingarinnar til Berlínar og Bilbao. Og eins og ég hef áður hermt af er austrið komið með í leikinn sem fer sam- an við meiri lýðræði og aukna hagsæld og að þar vilja menn ekki vera síðri þeim í vestrinu. Um að ræða að auka ris þjóðanna á menningarvettvangi sem auðugir einstaklingar og stórfyrirtæki standa helst að. Lyfta undir menningarstarfsemi og gefa söfn- um dýrmæt listaverk sem gera þau forvitnilegri hinum upplýstari almenningi ásamt með viðburðum sem laðar áhugasama að frá öllum heimshornum. Af framanskráðu ætti að vera ljóst, að miklar hræringar eiga sér stað jafnt í háloftunum sem á jörðu niðri og marka umskipti sem annars vegar vekja ugg, hins veg- ar gleði. Vitneskjan um þær skyggir fyr- ir mína parta á allt annað og sem til umbyltinga horfir í lífi listar á liðnu ári og gerir einstaka við- burði að hégóma, ryður þeim svo gott sem út af borðinu ... að þrengja ekki að umferðinni, sem reyndar var ágætlega skipu- lögð, enda komin hringtorg á helstu stígamót. Ég skil ekki hvers vegna full- frískt fólk vill keyra á bíl milli leiða ástvina sinna í fallegum kirkjugarði. Það bendir til þess að fólk vilji – að íslenskum hætti – drífa þetta af og eiginlega kysi það helst að geta fleygt kransi og kerti beint á leiðið út um bílglugg- ann. Ég skil enn síður hvers vegna stjórnendur kirkjugarðanna láta það líðast að vettvangi hinna látnu sé breytt í illa lyktandi og skrölt- andi safn af umferðargötum um hátíðarnar, þegar flestir leggja þangað leið sína. Í þvílíku hátta- lagi felst lítilsvirðing bæði við hina látnu og þá sem koma til að minn- ast þeirra. Viljum við að kirkjugarðar séu framlenging á umferðaræðum borgarinnar? Viljum við að lokum vera lögð til hinstu hvílu á um- ferðareyju? Ef svo er, þá erum við á réttri leið. Aðeins á eftir að breyta nafni kirkjugarðanna í samræmi við hið nýja eðli þeirra. MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 31 13.00-13.05 Opnun ráðstefnu 13.05-13.15 Setning Magnús Stefánsson félagsmálaráðherra 13.15-13.45 Áhættumat og forvarnir á vinnustöðum – Kynning á nýjum ákvæðum reglugerðar nr. 920/2006 Þórunn Sveinsdóttir, deildarstjóri hjá Vinnueftirlitinu 13.45-14.15 Áhættumat og forvarnir við byggingu Fjarðaráls Joseph Zoghbi, öryggis- og umhverfisstjóri Bechtel 14.15-14.35 Kaffi 14.35-14.50 Áhættumat á vinnustað: Reynsla Sláturfélags Suðurlands á Hvolsvelli Guðjón Guðmundsson innkaupastjóri 14.50-15.05 Áhættumat á vinnustað: Reynsla Mjólkursamsölunnar á Selfossi Guðmundur Þór Gunnarsson verkefnastjóri 15.05-15.50 Pallborðsumræður með þátttöku stjórnmálamanna og fulltrúa atvinnurekenda og launþega. Stjórnandi: Eyjólfur Sæmundsson, forstjóri Vinnueftirlitsins 15.50-16.00 Ráðstefnuslit Ráðstefnustjóri: Guðjón Ólafur Jónsson, alþingismaður og stjórnarformaður Vinnueftirlitsins Markhópar ráðstefnunnar eru: Stjórnendur fyrirtækja og stofnana, öryggisverðir, öryggistrúnaðarmenn og félagslegir trúnaðarmenn á vinnustöðum, fulltrúar samtaka launþega og atvinnurekenda, sérfræð- ingar og ráðgjafar á sviði heilsu og öryggis, hönnuðir, skipuleggjendur starfsmenntun- ar og starfsfræðslu, stjórnmálamenn og aðrir áhugasamir. Skráning á ráðstefnuna er á netfangið ingibjorg@ver.is. Aðgangur er ókeypis. Áhættumat og forvarnir á vinnustöðum Ráðstefna á Grand Hóteli 23. janúar 2007 kl. 13-16 Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.