Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 48
48 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ AUÐLESIÐ EFNI Á fimmtu-daginn höfðu 100 klukku-stundir farið í að flytja ræður um breytt rekstrar-form Ríkis-útvarpsins frá því að frum-varp þess efnis var fyrst lagt fram í mars 2005. Fyrst var talað í 7 klukku-stundir um Ríkis-útvarpið sf., síðan í 43 klukku-stundir um Ríkis-útvarpið hf. og nú hafa um-ræður um Ríkis-útvarpið ohf. staðið í rúmar 50 klukku-stundir. Þá benti ekkert til þess að um-ræðurnar væru á enda-sprettinum. „Er ekki rétt að þingið fái þann lýðræðis-lega rétt að greiða at-kvæði um þetta mál? Það er búið að ræða þetta mál nóg,“ sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamála-ráðherra og taldi umhugsunar-efni að Vinstri grænum þætti frum-varp um Ríkis-útvarpið mikil-vægara en Kárahnjúka-málið á sínum tíma, en um-ræður um Kárahnjúka-málið tóku 39 klukku-stundir á sínum tíma. „Það er búið að ræða þetta mál nóg“ Morgunblaðið/Golli Mennta-málaráðherra Þorgerður Katrín eftir langar um-ræður. Banda-rískur ung-lingur, Shawn Hornbeck, fannst fyrir rúmri viku á heimili manns sem rændi honum fyrir 4 ½ ári síðan, þegar Shawn var 11 ára. Hornbeck og fjöl-skylda hans voru gestir í sjónvarps-þætti Opruh Winfrey á miðviku-daginn. Þar sagðist hann stöðugt hafa beðið þess að fá að hitta foreldra sína á ný. Hann vill ekki ræða nákvæm-lega hvernig honum var rænt, né dvölina hjá ræningj-anum sem stóð í 51 mánuð. Foreldrar hans hafa fylgt ráðum sér-fræðinga og ekki spurt hann út í reynsluna. Þau eru þó viss um að hann hafi verið mis-notaður kynferðis-lega. Bað þess að hitta for-eldrana Shawn Hornbeck Samverka-menn hengdir Samverka-menn Saddams Husseins, hálf-bróðir hans og fyrr-verandi yfir-dómari, voru teknir af lífi í Bagdad á mánu-dag fyrir sömu sakir og Saddam. Höfuð hálf-bróðurins rifnaði af líkamanum við henginguna og segir egypskur sér-fræðingur að rangt reipi eða óreyndir böðlar hafi valdið því. Sarkozy forseta-efni Nicolas Sarkozy, innanríkis-ráðherra í Frakk-landi, hefur verið til-nefndur forseta-efni hægri-manna í kosningunum í vor. Segist hann vilja verða „for-seti al-mennings“. Mona Sahlin tekur við Mona Sahlin hefur verið til-nefnd for-maður sænska Jafnaðarmanna-flokksins. Hún tekur við af Göran Persson, sem verið hefur leið-togi flokksins í 10 ár. Sahlin verður fyrsta konan í leiðtoga-hlutverkinu hjá jafnaðar-mönnum, sem hafa verið við völd í Svíþjóð í 6 af undan-förnum 7 ára-tugum. Óveður í Norður-Evrópu Mikið óveður hefur verið í Evrópu í vikunni. Í Svíþjóð fórust þrír í upphafi vikunnar. Mikið rok og ausandi rigning ollu mann-skaða og eigna-tjóni í Norðvestur-Evrópu á fimmtu-dag, en 10 manns týndu lífi í Eng-landi. Stutt Stjórnarskrár-nefnd hefur lagt til að þjóðaratkvæða-greiðsla fari fram um breytingar á stjórnar-skránni. Fyrst þurfa þó 2/3 allra þing-manna að sam-þykkja til-löguna. Um er að ræða breytingu á 79. grein stjórnar-skrárinnar sem kveður á um að tvö þing, með kosningum á milli, þurfi að sam-þykkja allar breytingar á stjórnar-skránni. Össur Skarphéðinsson, formaður þing-flokks Sam-fylkingarinnar, situr í nefndinni og segist hann styðja þessa til-lögu. Honum finnst það þó viss von-brigði að ekki hafi náðst sam-staða um fleiri breytingar, t.d. um sam-eign á þjóðar-auðlindum. Breytingar á stjórnar-skrá Rætt var um mál-efni Byrgisins utan dag-skrár á Al-þingi á föstu-daginn. Jón Sigurðsson, iðnaðar- og viðskipta-ráðherra, sagði að rekstrar-aðilar Byrgisins hefðu brugðist því trausti sem ríkið sýndi þeim. Einar Oddur Kristjánsson, þing-maður Sjálfstæðis-flokks, sagði ljóst að stjórnsýslu-mistök hefðu orðið því reglum var ekki fylgt. Helgi Hjörvar, þing-maður Sam-fylkingar, sagði að félagsmála-ráðherra hefðu orðið á alvar-leg embættis-afglöp, sérstak-lega þegar hann ákvað árið 2003 að af-henda Byrginu fé þótt forsvars-menn þess hefðu neitað að undir-rita yfir-lýsingu um fjár-stuðninginn. Steingrímur J. Sigfússon, þing-maður VG, sagði að það væri stór-áfall að opin-beru fé væri sóað með þessum hætti fyrir framan nefið á ráðu-neytinu og Ríkisendur-skoðun. Sam-hjálp hefur sam-þykkt að taka við verk-efnum Byrgisins en margir þing-menn vilja að leitað verði til fag-aðila á borð við SÁÁ. Byrgið rætt á Al-þingi Morgunblaðið/Árni Sæberg Félagsmála-ráðherra til-kynnir fjöl-miðlum um stöðvun styrk-veitinga til Byrgisins. Heimsmeistara-keppnin í hand-bolta hófst í gær og stendur til 4. febrúar þegar úrslita-leikurinn fer fram. Ísland er í B-riðli og var fyrsti leikur Íslands gegn Ástralíu í gær. Við leikum gegn Úkraínu í dag og Frakk-landi á morgun. Leikurinn við Úkraínu-menn er úrslita-leikur milli þjóðanna um hvor þeirra verður önnur tveggja úr riðlinum sem kemst áfram í milli-riðla. Alfreð Gíslason landsliðs-þjálfari segir stemninguna í liðinu mjög góða, þrátt fyrir meiðsli, og að mark-miðið fyrst og fremst að komast upp úr riðlinum. Ísland vill upp úr riðlinum Morgunblaðið/Ómar Frá leiknum Ísland-Tékkland. Golden Globe hátíðin var haldin í Los Angeles aðfara-nótt þriðju-dags. Breska leik-konan Helen Mirren var sigur-vegari hátíðarinnar en hún fékk tvenn verð-laun. Önnur fyrir túlkun sína á Elísabetu II Englands-drottningu í kvik-myndinni The Queen. Hin fyrir hlut-verk sitt sem Elísabet I í sam-nefndri sjónvarps-þáttaröð. Bestu kvik-myndirnar voru Babel og Dreamgirls. Martin Scorsese var valinn besti leik-stjórinn fyrir The Departed. Forest Whitaker var besti leikarinn í flokki drama-mynda fyrir hlutverk sitt sem Einræðis-herrann Idi Amin í The Last King of Scotland. Sasha Baron Cohen og Meryl Streep voru valin bestu grín-leikararnir. Helen Mirren fékk tvenn verð-laun REUTERS Helen Mirren með verðlauna-gripina tvo. Netfang: auefni@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.