Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 28
læknavísindi 28 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Á liðnu ári kom á markað nýtt lyf í Bandaríkj- unum, sem hægt er að sprauta inn í glerhlaup augans til þess að stemma stigu við blindu af völdum hrörnunar í augnbotnum, en ekki hefur fengist markaðsleyfi fyrir því hér á landi, enn sem komið er. Ár- angri meðferðar með lyfinu sem um ræðir hefur verið líkt við bylt- ingu, en hátt í þúsund manns eru verulega sjónskertir út af þessum eina augnsjúkdómi og mörg þúsund Íslendingar eru með hann á mis- munandi stigum, segir Einar Stef- ánsson, prófessor í augnlækningum við Háskóla Íslands og yfirlæknir á augndeild Landspítalans. „Hrörnun í augnbotnum, líka nefnd kölkun í augnbotnum, er gríðarlega algengur hrörn- unarsjúkdómur í hvíta kynstofn- inum og er þar með algengasta or- sök blindu á Íslandi og í öllum okkar nágrannalöndum, Það hallar í þúsund manns á Íslandi, sem eru verulega sjónskertir út af þessum eina sjúkdómi, og mörg þúsund Ís- lendingar eru með hann á mismun- andi stigum,“ segir hann. Beyglusjón Hrörnun í augnbotnum er sjald- gæfur sjúkdómur fyrir sextugt, en upp úr því fer tíðnin vaxandi og eftir sjötugt er stór hópur fólks með hann að marki. „Margir fá þennan sjúkdóm án þess að hafa af því veruleg einkenni fyrstu árin, en hann er nægilega algengur til þess að vera langsamlega algengasta or- sök þess að fólk tapar sjón, meira en helmingur þeirra sem eru sjón- daprir er það vegna hrörnunar í augnbotnum,“ segir hann. Einkenni hrörnunar í augnbotn- um eru versnandi sjón, en aflögun á sjón, eða svokölluð beyglusjón, þar sem það sem fyrir augu ber virðist beyglað eða bogið eins og í spéspegli, er þýðingarmikill fyr- irboði. „Sjómaður sem kom til mín fyrir mörgum árum lýsti þessari af- lögun sem dæld í sjóndeild- arhringnum, en þetta einkenni er merki þess að sjónhimnan sé að lyftast eða færast til, kannski vegna æðanýmyndunar, bjúgs eða blæðingar undir henni og getur verið aðvörun um að eitthvað alvar- legt sé að fara að gerast. Fólk sem finnur fyrir þessum einkennum ætti því að hitta sinn augnlækni án tafar.“ Hrörnun í augnbotnum liggur í ættum og segir Einar að vís- indamenn hafi nýlega uppgötvað erfðavísi sem eykur hættuna á þessum sjúkdómi. „Um er að ræða arfbundna skemmd eða hrörnun í miðsvæði sjónhimnunnar og þeim vefjum sem eru þar undir. Fyrstu merkin sem maður sér eru litlir hvítleitir eða gulhvítir blettir undir sjónhimnunni, nefndir drusen upp á þýsku, sem eru yfirleitt ein- kennalausir. Verri form sjúkdóms- ins eru þurr rýrnun, þar sem sjón- himnan hverfur á blettum og orsakar blinda flekki í sjónsviðinu, og vota formið, þar sem óeðlilegar nýjar æðar myndast undir sjón- himnunni og orsaka bjúg og blæð- ingu. Í alvarlegustu tilfellunum geta komið blæðingar undir sjón- himnuna, sem geta valdið miklum og skyndilegum skaða,“ segir hann. Úrræði við hrörnun í augnbotn- um voru til skamms tíma ekki mjög árangursrík, segir Einar jafnframt. „Fyrir nokkrum árum var sýnt fram á gagnsemi þess að nota sink og tiltekin vítamín til þess að draga úr hrörnunarhraðanum, sem marg- ir nýta sér vissulega. Ef óeðlileg nýmyndun æða varð síðan undir sjónhimnunni og hætta var á blæð- ingu var reynt að bregðast við með bráðri meðferð. Fyrir 15–20 árum var byrjað að brenna þessi æðanet með leysigeisla sem vissulega gerði sitt gagn, en var langt frá því að vera fullnægjandi. Bæði var veru- leg áhætta af meðferðinni sem slíkri, vegna skaða sem hún getur valdið, og þar að auki héldu æð- anetin áfram að vaxa hjá mjög mörgum, svo árangurinn var kannski viðunandi hjá 5% sjúk- linga. Fyrir sjö árum kom svo fram á sjónarsviðið tækni þar sem lyfi var sprautað í æð og leysigeislameðferð beitt á augnbotninn. Hún er hættu- minni en sú eldri og árangurinn töluvert betri, með þeim formerkj- um þó, að um var að ræða varn- arstríð. Flestir urðu verri með tím- anum samt sem áður, þótt þeir yrðu kannski ekki jafn slæmir og þeir hefðu orðið án meðferðar. Hún dró vissulega úr skaðanum, en gerði ekki meira en það í flestum tilvikum,“ segir hann. Fjórða og nýjasta úrræðið við hrörnun í augnbotnum er að sprauta lyfjum inn í glerhlaup aug- ans, annars vegar steralyfi sem nýtt hefur verið með lyfja- og leysi- geislameðferðinni sem þegar hefur verið minnst á. „Hins vegar eru komin á markað lyf með mótefni gegn vaxtarþáttum sem framkalla æðavöxt. Þekktastur þeirra er VEGF, sem hvetur til myndunar á æðum, reyndar hvar sem er í lík- amanum og er yfirleitt til góðs, eins og til dæmis í vöðvum eða hjarta þegar líkamann vantar súrefni. En öðru máli gegnir um augað, vegna þess hversu viðkvæmt það er. Ein- angrun þessa vaxtarþáttar er eitt af stórum afrekum líftækninnar og nú hefur tekist að mynda mótefni gegn honum og með því að sprauta því í augað er hægt að stöðva þessa æðanýmyndun og stöðva blæðingu af hennar völdum í flestum til- fellum. Nýja lyfið er úrræði við al- varlegasta og bráðasta formi sjúk- dómsins og getur komið í veg fyrir þann stórkostlega sjónskaða sem yrði ella,“ segir Einar. Bylting Í þessum flokki eru nokkur lyf, en það sem virðist öflugast og best heitir Lucentis og var skráð í Bandaríkjunum síðastliðið haust. „Svo eru til skyld lyf, sem þegar eru komin, annað þeirra er augnlyf, Macugen, sem er ekki eins kröftugt en gerir þó gagn, og hitt er krabba- meinslyfið Avastin. Hið síðarnefnda hefur verið notað talsvert mikið af augnlæknum víða um heim á síð- astliðnum tveimur árum, en hefur ekki verið rannsakað fyllilega sem augnlyf, þótt virkni þess á krabba- mein sé vel þekkt.“ Einar segir að þessi nýjung í meðferð við hrörnun í augnbotnum hafi verið kynnt með ítarlegum hætti í vísindatímaritum á síðasta ári, og bætir hún sjónina hjá mörg- um sem þegar hafa byrjað að finna fyrir breytingum. „Þetta er í sjálfu sér bylting fyrir þær þúsundir Ís- lendinga sem eru með ættarsögu um hrörnun í augnbotnum og eiga því hugsanlega eftir að fá þann sjúkdóm síðar á lífsleiðinni. Æða- nýmyndunin er reyndar alvarleg- asta form sjúkdómsins og lyfin verka gegn henni. Hér var gerð at- hyglisverð rannsókn fyrir nokkrum árum sem leiddi í ljós, að þeir sem verða 100 ára og eldri og eru með ættarsögu um augnbotnahrörnun fá allir alvarlegasta form þessa hrörn- unarsjúkdóms, og því er spurningin einungis sú hvort þeir sem fá hann á annað borð lifi nógu lengi til þess að upplifa það.“ En sá galli er á gjöf Njarðar að hin nýju lyf, ekki síst Lucentis, skapa meiriháttar úrlausnarefni fyrir heilbrigðiskerfið. „Annars vegar er ljóst að þessi meðferð ger- ir gríðarlegt gagn og á eftir að bjarga tugum ef ekki hundrað Ís- lendingum á hverju ári frá því að tapa sjón. Á því er tæpast vafi. Lyfið er hins vegar mjög dýrt, það er gefið einu sinni í mánuði og hver skammtur kostar yfir hundrað þús- und krónur. Síðan þarf að sprauta lyfinu í augað á skurðstofu svo meðferðin hefur mikið umleikis. Danskir augnlæknar hafa metið það sem svo, að þörfin sé 7.500 stunguskammtar á hverja milljón íbúa, svo hér á landi mætti gera ráð fyrir 2.000–2.500 skömmtum á ári. Þeim fylgja kannski tvær skoð- anir á hverjum einstaklingi, fyrir og eftir meðferð, þannig að við er- um að tala um 7.500 heimsóknir að aðgerðinni sjálfri meðtalinni. Það er jafnmikið að umfangi og starf- semin sem er í húsnæði augndeild- arinnar nú þegar og því erum við að tala um tvöföldun, sem við höf- um hvorki húsnæði né mannafla til. Vísbendingar Litlir gulhvítir eða hvítleitir blettir undir sjónhimnunni eru fyrstu merki hrörnunar í augnbotnum. Annað verra form hrörnunar í augnbotnum er vota formið svokallaða, þar sem nýmyndun æða undir sjónhimn- unni orsakar bjúg og blæðingu. Blæðing undir sjónhimnuna getur valdið miklum og skyndilegum sjónskaða. Nýtt lyf gegn blindu vegna hrörnunar í augnbotnum Morgunblaðið/Brynjar Gauti Metnaður Einar Stefánsson prófessor vill meiri stuðning frá stjórnvöldum í baráttunni gegn blindu og segir að augnlæknar hafi mikinn hug á því að taka upp nýjungar í tækjabúnaði og lyfjagjöf. Hrörnun í augnbotnum er algengasta orsök blindu á Íslandi. Ekki hefur fengist leyfi fyrir nýju lyfi sem hamlar blindu hér á landi. Helga Kristín Einarsdóttir tal- aði við Einar Stefánsson, prófessor í augnlækn- ingum, en hann kveðst ekki bjartsýnn á að leyfi fáist fyrir umræddu lyfi vegna aðstöðuleysis og kostnaðar. lithimna sjáaldur hvíta hvíta lithimna hornhimna sjáaldur augasteinn augnslímhúð glerhlaup æðahimna sjóntaug makúla (miðja sjónhimnunnar) sjónhimna Skýringarmynd af auga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.