Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is N ÁGRANNARNIR hafa fátt af henni að segja þótt þá skorti að sönnu ekki áhuga og hún neitar jafnan beiðnum um viðtöl. Eftir því sem næst verður komist hafa síðustu 25 árin í lífi Maríu Estelu Martínez ver- ið heldur viðburðalítil en á því varð snögg breyting föstudaginn 12. jan- úar þegar hún var handtekin í Madr- íd, höfuðborg Spánar, í samræmi við alþjóðlega tilskipun sem gefin hafði verið út á hendur henni vegna glæpa sem framdir voru í heimalandi henn- ar, Argentínu, er hún gegndi emb- ætti forseta. María Estela Martínez, betur þekkt sem Ísabella Peron, kann að verða framseld til Argent- ínu 30 árum eftir að forsetatíð henn- ar lauk með valdaráni hersins. Ísabellu Peron var sleppt úr haldi samdægurs eftir að dómarinn Juan del Olmo hafði gert henni að mæta aftur fyrir rétt næsta föstudag, 26. janúar. Skrifstofu Alþjóðalögregl- unnar, Interpol, í Madríd barst beiðni um handtöku frá argentínska dómaranum Hector Acosta en Ísa- bella neitaði að fallast á að verða framseld til Argentínu. Hefði hún fallist á framsal hefði hún verið flutt tafarlaust til heimalands síns sam- kvæmt gildandi samningi milli Spán- ar og Argentínu. Tilskipun um ógnarverk Ísabella Peron, sem er 75 ára gömul, er eftirlýst í Argentínu í tengslum við hvarf vinstri sinnans Hector Fagetti Gallego sem var handtekinn í febrúar 1976, mánuði áður en herinn batt enda á valda- skeið hennar. Yfirvöld í Argentínu telja hvarf Fagetti tengjast þremur tilskipun- um sem Ísabella Peron undirritaði árið 1975 og kváðu á um rétt herafla landsins til að „brjóta á bak aftur starfsemi undirróðursmanna“. Í Argentínu eru tilskipanir þessar nú lagðar að jöfnu við „ógnarverk af hálfu ríkisvaldsins“. Del Olmo dóm- ari gerði Ísabellu grein fyrir ástæðu handtökunnar og aðspurð kvaðst hún ekki fallast á framsal til Argent- ínu. Yfirvöld þar hafa nú 40 daga til að fara formlega fram á að ekkja Juan Perons verði framseld og þurfa að leggja fram öll þau skjöl sem talin eru málinu viðkomandi. Málið kann á hinn bóginn að dragast á langinn og standi krafan um framsal mun ráðherraráð spænsku ríkisstjórnar- innar taka lokaákvörðun um hvort hún verður flutt til heimalands síns til að svara þar spurningum rann- sóknardómara. „Isabelita“ Líklegt má telja að stjórn sósíal- ista á Spáni samþykki framsalskröf- una standist hún allar formkröfur. Bág heilsa Ísabellu Peron kann á hinn bóginn að flækja málið líkt og dæmi eru um. Má í því sambandi rifja upp að aldur og heilsuleysi komu í veg fyrir að Augusto Pinoc- het yrði dreginn fyrir rétt sökum glæpa herforingjastjórnarinnar sem hann fór fyrir í Chile á árunum 1973- 1990. Verður Ísa- bella Peron framseld? ERLENT» REUTERS Handtekin Ísabella Peron, fyrrum Argentínuforseti, kemur af fundi dómarans í Madríd. Því er spáð að flókinn málarekstur kunni að vera í uppsiglingu og vera má að bág heilsa hennar komi til með að hafa áhrif á hann. REUTERS Raspútín Jose Lopez Rega, þáverandi ráðherra, ásamt Ísabellu Peron for- seta í Buenos Aires árið 1975. Lopez Rega var áhugasamur um galdra. Í HNOTSKURN »Ísabella Peron sem heitirréttu nafni María Estela Martínez fæddist 4. febrúar 1931 í La Rioja í norðvest- urhluta Argentínu. » Í desember 1955 kynntisthún Juan Peron, sem var 35 árum eldri og hafði þá gegnt embætti forseta Argent- ínu í níu ár. Þau gengu í hjóna- band í Madríd árið 1961. »Peron sneri aftur til Arg-entínu árið 1973 og í októ- bermánuði það ár tók hann við embætti forseta. Hann skipaði eiginkonu sína varaforseta. »Peron lést 1. júlí 1974 ogtók Ísabella þá við embætti forseta. Upplausnarástand ríkti í landinu og herinn setti hana af í valdaráni í marsmán- uði árið 1976. Fimm árum síð- ar hélt hún í útlegð til Spánar þar sem hún býr enn. Erlent | 1974 varð Ísabella Peron forseti Argentínu og ríkti í 20 mánuði. Nú vilja Argentínumenn fá hana framselda. Svipmynd | Nyamko Sabuni fæddist í Búrúndí og er nú ráðherra í Svíþjóð. Hún hefur verið sökuð um að kveikja elda með tillögum í málum innflytjenda. Sögustaðir | Fyrsta konan bætist í varðlið Tower of London. Netið | Miðlun án endurgjalds. VIKUSPEGILL» Ekkja Juans Perons hefur átt kyrrlátt líf á Spáni í 25 ár en nú er friðurinn úti Eftir Ásgeir Sverrisson asv@mbl.is NYAMKO Sabuni liggurekki á skoðunum sínumog ummæli hennar umstöðu innflytjenda í Svíþjóð hafa iðulega valdið upp- námi. Sabuni tók í októbermánuði við embætti ráðherra aðlögunar og jafnréttis kynjanna í ríkisstjórn borgaraflokkanna í Svíþjóð. Nú þegar hafa komið fram kröfur um að Sabuni verði vikið úr embætti en sjálf vísar hún á bug öllum full- yrðingum í þá veru að hún sé öfgamaður. Hún neitar hins vegar að víkja frá því grundvall- arviðhorfi sínu að innflytjendur verði að leggja harðar að sér til að aðlagast samfélagi Svía. Sabuni er 37 ára gömul, fædd í Búrúndí 31. mars 1969. Faðir hennar, sem er kristinn vinstri sinni frá Zaire (nú Kongó), dvald- ist þá þar í útlegð en móðir henn- ar er múslími. Fjölskyldan, hjónin og fimm börn þeirra, fengu með aðstoð Amnesty International hæli í Sví- þjóð árið 1981 og settist að í einu úthverfa Stokkhólms. Sabuni nam lög og upplýsingafræði í höfuð- borginni en afskipti af stjórn- málum hóf hún árið 1995 er hún gekk til liðs við Þjóðarflokkinn. Hún er fyrsti ráðherrann í sögu Svíþjóðar sem er af afrísku bergi brotinn. Nyamko Sabuni, sem er gift og móðir fimm ára tvíbura, tók sæti á þingi árið 2002 og vakti fyrst veru- lega athygli í stjórnarandstöðu. Hún lagði til að sænskum stúlkum undir 15 ára aldri væri bannað að bera slæðu að hætti múslíma. Hún hvatti einnig til þess að ungum stúlkum yrði gert að gangast und- ir læknisrannsókn til að unnt væri að kanna hvort þær hefðu sætt umskurði. Hún fordæmdi og með öllu svokallaða „heiðursmenningu“ tiltekinna hópa innflytjenda sem m.a. hefur getið af sér morð á ungum stúlkum og kynnti þá til- lögu að „skipulögð hjónabönd“, þ.e.a.s. hjónabönd sem ákveðin eru af foreldrum eða ættarhöfðingjum án tillits til vilja viðkomandi, yrðu bönnuð með lögum. Þá kvaðst hún ennfremur fylgjandi því að öllum opinberum stuðningi við trúarlega skóla yrði hætt. Tillögur Sabuni féllu í grýttan svörð í röðum innflytjenda og margir talsmenn þeirra telja óhæft með öllu að boðberi viðlíka stefnumála skuli nú gegna ráð- herraembætti í Svíþjóð. Pólitískir andstæðingar væna hana um ein- feldningslegan málflutning sem fallinn sé til þess eins að kveikja elda í samfélaginu. Talsmenn múslíma segja hana hafa svikið uppruna sinn, kveða áherslur hennar fallnar til að skapa for- dóma í garð múslíma og hún leggi hatur á trú þeirra, íslam. Í nóv- ember í fyrra sameinuðust 36 sam- tök múslíma í Svíþjóð um yfirlýs- ingu þar sem málflutningi Sabuni var mótmælt og því lýst yfir að í þeirra röðum nyti hún ekki trausts sem ráðherra aðlögunar. Sabuni kveðst hins vegar einskis iðrast í viðtali sem International Herald Tribune birti á dögunum. Réttur, ábyrgð og „barnfóstrusamfélagið“ Hún telur mjög algengt að fólk misskilji hugtakið „réttindi“ og fer ekki í launkofa með að þetta telur hún gilda um marga innflytjendur í Svíþjóð. „Menn telja að trúfrelsi feli í sér að þeir geti gert hvað sem er í nafni trúarinnar og að hugtakið „mannréttindi “ feli í sér að þeir geti hagað sér sem þeim sýnist gagnvart öðrum.“ Þessari nálgun kveðst hún hafna með öllu. „Vilji þeir búa hér, eignast börn og barnabörn, verða þeir að leggja á sig það sem þarf til að aðlagast því samfélagi sem þeir tilheyra.“ Sabuni telur aðlögun, tungu- málanám og virðingu fyrir ríkjandi háttum ekki fela í sér kröfu um að innflytjendur hafni uppruna sínum og sérkennum. Ráðherrann nýi segist hafa miklar efasemdir um „barnfóstru- samfélagið“ sem þróast hafi í Sví- þjóð. Tækifæri og réttindi feli einnig í sér skyldur og ábyrgð. Hún kveðst aldrei hafa litið á sjálfa sig sem fórnarlamb að- stæðna og segist ekki hafa orðið fyrir mismunun eða útskúfun í samfélaginu. Að vísu segir hún að hún hafi iðulega ekki fengið þau störf sem hún sótti um en kveðst Á móti straumnum Róttæk Nyamko Sabuni er um flest óhefðbundinn stjórnmálamaður. Hún telur þörf á afgerandi viðbrögðum til að tryggja aðlögun innflytjenda. SVIPMYND»
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.