Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 50
50 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Afi minn var sá hressasti af þeim öllum. Hann kenndi mér að dansa spænska dansa með tilheyrandi lófaklappi og stappi, og auðvitað hljómaði dúndrandi spænsk tónlist í bakgrunninum, aðflutt til landsins frá síðustu Benidormferð þeirra hjóna. Þá held ég að það eigi fáir afa sem dansa hamslaust við lögin úr Mary Poppins uppi á borðum á áramótunum, berir að ofan. En svona þekkti ég hann, alltaf til í að gantast við okkur barnabörnin. Og við munum nú flest eftir ógurlegu klípandi tánum hans afa sem fengu mann til að ærast af hlátri. Eitt man ég líka að hann talaði aldrei niður til okkar, spjallaði bara helst um heima og geima, en það gerðum við oft á kvöldin á pallinum uppi í sumarbústað, bara við tvö. Það var alltaf hægt að segja afa frá draum- um manns og hann gaf manni alltaf tækifæri til þess að tjá sig. Og hann nýtti hvert tækifæri til að kenna okkur góða siði, að vera kurteis og ✝ Jón KristinnÞorsteinsson húsasmiður fæddist á Vogi við Rauf- arhöfn 6. júlí 1941. Hann lést á gjör- gæsludeild Land- spítalans í Fossvogi þriðjudaginn 2. jan- úar síðastliðinn og var jarðsunginn frá Bústaðakirkju 12. janúar. sýna fullorðnum virð- ingu. Einnig hitt og þetta sem kemur að góðum notum, eins og að hella víni í glas. Hann var líka fljótur að kippa í okkur ef við fórum aðeins yfir strikið með frekju og yfirgang. Ég hef alltaf verið mikil afastelpa, enda fékk hann mig í af- mælisgjöf. Og við vor- um mjög lík á marga vegu, sérstaklega hvað einskæra þrjósku varðar. En svo var það hitt og þetta, t.d. ef það komu margir gestir og mikill hávaði, þá hvarf afi alltaf upp í herbergi, ég geri það sama. Ósjaldan hefur maður ætlað að tylla sér í stigann heima hjá afa og ömmu, en hver sat þar þá, eng- inn annar en afi. Margt er líkt með skyldum, hvað þá skyldum sem eiga afmæli sama dag. Það gerði mig ekkert meira glaða á útskriftardaginn minn en að hitta afa og spjalla við hann. Hann virtist nú vera að hressast eitthvað gamli maðurinn, þetta var 20. des., hinn 21. des. var hann svæfður og var þannig þangað til hann dó, 2. jan- úar. Ég þakka guði fyrir að gefa mér þennan eina dag með afa, betri gjafar hefði ég ekki getað óskað mér. Ég mun sakna þín, afi, meira en orð geta lýst. Ég er þakklát fyrir að hafa átt þig að. Og stolt af því að eiga sama afmælisdag og þú, þá tengingu getur enginn tekið frá okkur. Ég elska þig og hvíl í friði, elsku afi. Þín afastelpa, Hugrún Ösp. Ég kynntist Jóni fyrst þegar hann kom í Meðalholtið árið 1959 með Þóreyju systur minni sem síð- ar varð eiginkona hans og hafa þau verið saman í tæp 50 ár. Jón og Þórey eiga fimm börn, 17 barna- börn og átta langömmubörn, verður það að teljast að Jón skilji eftir sig mikinn mannauð. Jón og Þórey voru alla tíð samrýnd um allt sem þau gerðu, þau ferðuðust mikið um landið, alltaf í útilegum, og síðar voru það sólarlandaferðirnar sem þeim fannst mjög skemmtileg til- breyting frá hversdagsleikanum. Jón var mjög handlaginn maður, hann var trésmiður að mennt og vann við þá vinnu þar til bakið gaf sig. Síðan vann hann ýmis störf, meðal annars við Kirkjugarða Reykjavíkur, Hótel Sögu og sem meðhjálpari í Bústaðakirkju. Jóni var margt til lista lagt, til dæmis hafði hann gaman af að sauma og hefur hann saumað marga kjóla á Þóreyju og fleiri í fjölskyldunni. Síðast saumaði hann skírnarkjól á eitt barnabarnið sitt, þetta var gert með þvílíkri vandvirkni og gleði. Auk þess fannst honum gott og gaman að dunda sér í skúrnum. Þórey og Jón voru mjög gestrisin og ólöt að hafa veislur og þá voru hlaðin borð af fínu kaffimeðlæti sem þau gjarnan bjuggu til saman, Þórey bakaði og Jón skreytti, alveg ótrúlegt. Jón og Þórey höfðu mjög gaman af tónlist og dönsuðu mikið þegar svo bar undir. Jón hefur oft verið heilsutæpur um ævina en allt- af risið upp aftur og þá með mikl- um krafti og þá var byrjað að bar- dúsa við hin ýmsu verkefni. Jón var mikill afi, það var gott að sjá hvað öll barnabörnin og langafabörnin báru mikla ást til afa síns enda ekki í kot vísað, alltaf til í að hlusta og leika við þau. Það var gaman að sjá og fylgjast með hvað þau hjón Þór- ey og Jón báru mikla virðingu hvort fyrir öðru, og þegar Jón veiktist núna í desember að sjá hvað hún Þórey umvafði hann Jón ást og væntumþykju. Þórey mín, þú hefur misst mikið og ég veit að þú kvíðir einverunni, en með allan þennan barnafjölda í kringum þig ertu ekki ein. Þórey mín, við Maggi sendum þér og fjölskyldu þinni innilegar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning góðs vinar. Þóra Katrín og Magnús (Kata og Maggi). Við afi vorum alltaf frekar náin. Hann t.d. kenndi mér að hjóla. Ég átti svona appelsínurautt hjól og það var búið að taka hjálpardekkin af og svo bara ýtti hann mér af stað, á gangstéttinni fyrir utan hjá þeim ömmu í Hólaberginu! Stuttu seinna þegar ég datt af hjólinu, mitt á milli hússins okkar í Hamra- berginu og hússins þeirra ömmu, stóð ég upp og hljóp heim til ömmu og afa veinandi „AFI“. Við áttum margt sameiginlegt. Vorum bæði frekar þrjósk og frek, og þóttum svolítið liðleg við sauma- vélina líka. Ég leitaði margoft til afa ef ég var alveg stopp, vissi ekk- ert hvar þetta stykki átti að fara, þá var mjög gott að ráðfæra sig við afa, hann gat alltaf hjálpað mér. Hann saumaði mikið, t.d. föt á ömmu og maður hefur nú heyrt ófáar sögurnar af fötunum og skólatöskunum sem hann saumaði fyrir mömmu og bræður hennar. Hann var svona ekta „handlaginn heimilisfaðir“ af því hann gat allt: saumaði, smíðaði, eldaði og bakaði. Þegar ég gifti mig fyrir um fjórum árum langaði mig að eiga kjólinn, og bara sauma hann sjálf. Ég vissi hins vegar að það væri mér um megn, svo ég talaði við afa. Hann var til í slaginn og í sameiningu fundum við snið sem ég átti til, rosalega flott. Við vorum náttúru- lega svo klár að við breyttum því aðeins, víkkuðum pilsið og settum á það þennan líka fína slóða, og sett- um svo punktinn yfir i-ið með því að skreyta framhliðina með flottum borða, sem afi festi á af sinni al- kunnu snilld. Þessi saumaskapur gekk nú ekki áfallalaust fyrir sig, því afi fór í aðgerð á hægri hend- inni og var hún fest um úlnlið með plötu, svo hann gat ekki hreyft úln- liðinn. Það stoppaði karlinn þó ekki, því hann kláraði kjólinn með hönd- ina svona fasta. Daginn sem ég svo gifti mig lenti afi inni á spítala, að- eins klukkutíma áður en athöfnin átti að hefjast. Fyrsta verk mitt sem gift kona var því að rjúka nið- ur á spítala, strunsa inn á bráða- móttöku og heilsa upp á hann. Hon- um varð svolítið um, leit bara á mig og sagði: „Nei, hæ elskan. Ertu þá komin?“ Ég fékk tækifæri til þess að tala við afa uppi á spítala áður en ákveðið var að hann færi inn á gjör- gæsludeild. Við grínuðumst aðeins með þessa dvöl hans þarna, ég sagði honum að hann ætti nú að hætta að heilla dömurnar svona upp úr skónum, þær væru ekki til- búnar að sleppa honum. Hann var nú ekki alveg sammála þessu, sagði að þær væru nú ekkert það flottar. Svo hló hann bara. Ég þakka fyrir það að hafa fengið þetta tækifæri, ég gat sagt honum að mér þætti al- veg óendanlega vænt um hann. Og hann sagði við mig að ég gæti alltaf talað við hann, sama hvað það væri. Ætti alltaf vin í honum. Svona var afi, alveg sama hversu veikur hann var þá var hann alltaf að hugsa um aðra. Hann var alltaf fyrstur til að grínast, hamaðist á dansgólfinu eins og 17 ára unglingur og lifði lífinu til fulls. Og ef það er eitthvað sem ég hef lært af afa þá er það að hlut- irnir gerast sama hversu tilbúinn maður er fyrir það. Jólin koma þó svo það sé ryk á gólfinu. Svona var afi minn. Hvíldu í friði, elsku besti afi minn. Ásthildur Jóna. Nonni minn. Það er erfitt að sitja hér og skrifa minningargrein um þig. Ég var alveg viss um að þú myndir núna, eins og alltaf áður, rísa upp og eiga góðan tíma með henni Þóreyju þinni. Okkar kynni hófust þegar þú og Þórey giftust og spanna nú nærri fimmtíu ár. Ég var bara 10 ára, samt fannst mér þú aldrei tala niður til mín, heldur eins og við værum jafningar. Að koma að Heiði þar sem þið bjugguð til að byrja með í skjóli Ólu og Steina. Öll dýrin sem þar voru, meira segja api í búri, þótt mér væri nú ekki vel við apann eftir að hann beit mig og ég þurfti að fá all- ar stóru sprauturnar. Eftir að þið fluttuð þaðan, að fá að passa börnin ykkar og hlusta á tónlist úr seg- ulbandinu ykkar, sem var miklu betri en í útvarpinu. Mikið fannst mér gaman um árið þegar þið Þór- ey tókuð mig með austur á Jök- uldal. Fá að fara og sjá Hjarð- arhaga og Hjarðagrund og hitta Bensa og Anthoní og Palla og Helgu á heimaslóðum. Eða á leið- inni móttökurnar hjá frændfólki þínu á Akureyri og Laufeyju frænku þinni á Raufarhöfn. Ég held ég hafi aldrei þakkað ykkur nægilega fyrir þessa fyrstu ferð okkar saman. Þegar við Helgi keyptum fyrstu íbúðina komuð þið Þórey til að hjálpa okkur að flytja. Þú að kenna mér að rykkja gardínur og setja fyrir gluggann, en endaðir á því að gera það sjálfur. En ég lærði það af þér. Mikið dáðist ég að þér þegar þú fórst og lærðir að sníða og sauma föt. En ekki er það lítið sem úr saumavélinni þinni hefur komi í gegnum árin, allt jafn vel gert og fallegt. Verslunarmannahelgarnar, þegar þú og Þórey, Sigga og Gunni og ég og Helgi fórum með börnin eitthvað og tjölduðum. Í einni slíkri töldum við okkur vera langt frá byggð. Mikið urðum við undrandi þegar bankað var á tjöldin eftir miðnætti og okkur sagt að við þyrftum að borga. Ekki á staðnum, heldur urðum við Helgi daginn eftir að keyra um 30 kílómetra hvora leið til að borga. Núna síðari árin hafa útilegurnar færst til þriðju helgar í júlí og hefur stórfjölskyld- an mætt. Oft hafa verðlaun verið veitt, en það er skemmst frá því að segja að þið, þú og þín fjölskylda hafið unnið þau flest, ef ekki öll. Hvort sem það hefur verið fyrir flottustu svuntuna, kökuna eða tjaldið. Ballferðirnar ógleymanlegu þegar þú hringdir oft ekki fyrr en upp úr tíu og spurðir hvort við vær- um ekki til í að koma og fá okkur snúning. Oft var rætt um að við Helgi færum með ykkur til Spánar, en einhvern veginn varð það aldrei. En loksins í fyrra tókst okkur þó að fara saman til Kanarí. Við Helgi vorum ákveðin í því að það yrði ekki langt þangað til við færum aft- ur með ykkur. Mikið er ég þakklát fyrir að hafa fengið að vera með þínum fallega og stóra afkomendahópi þegar þú hljóðlega kvaddir okkur sem við rúmið þitt stóðum og fórst til móts við almættið. Þórey systir mín hef- ur nú misst manninn sinn og besta vin, því bestu vinir voruð þið alltaf. Henni og fjölskyldunni allri bið ég huggunar guðs. En að lokum, Nonni minn, við fjölskyldan þökk- um góðum dreng samfylgdina í gegnum lífið og segjum sjáumst heil þegar þar að kemur. Þuríður, Helgi og fjölskylda. Elsku tengdapabbi, þá eru far- inn. Þú hefur barist lengi við veik- indi en það kom á óvart þegar endalokin komu. Ég vildi kveðja þig og þakka fyrir allar góðu stund- irnar. Það hefur verið gott að eiga þig að þessi átta ár sem eru liðin síðan ég kom í fjölskylduna. Þú varst alltaf ákveðinn og stóðst fast á þínu en varst sanngjarn. Ég hef aldrei hitt eins framkvæmdaglaðan mann. Þú varst ekki ánægður nema að það lægi verkefni fyrir, helst eitthvað til að smíða. Þú varst alltaf tilbúinn að rétta hjálparhönd en vildir vinna hlutina eftir þínu höfði. Vandaðari vinnu en þína var ekki hægt að fá. Ég er viss um að það verður nóg að gera hjá þér í fram- haldslífinu og að þú njótir þess að vera laus við veikindi og verki. Þú munt alltaf lifa í minningunni. Ragnheiður Vídalín Gísladóttir. Elsku afi, nú er komið að kveðju- stundu. Fékk ég að njóta þín í tæp- lega 3 ár, frekar stuttur tími en góður. Við áttum mjög sérstakt samband enda bjó ég hjá þér frá fæðingu. Ég á margar góðar og ljúfar minningar um okkar sam- verustundir og munu þær lifa áfram í mínu hjarta. Ég veit að þú ert í góðum höndum hjá Guði og hann Klemmi okkar hefur tekið vel á móti þér. Ég elska þig og sakna þín. Þín, Aþena Rún. Kveðja Er lífs þíns endar æviskeið þín ástúð rís svo björt og hrein, og fylgir okkur fram á leið, sem fögur rós á grein. Við munum þína mildu brá og marga stund við barminn þinn. Þú hampaðir okkur höndum á og hallaðir að kinn. Svo oft við hlupum afa til því alltaf var þar skjól að fá. Og lífið fylltist ljúfum yl í leikjum afa hjá. En barnsins hjarta er brumi sá sem blómgast hverja morgunstund er sólin ljómar sumri á og signir hljóða grund. Við leiðarlok við þökkum þér hvað þín var jafnan höndin blíð, sem munablóm sú minning er að muna liðna tíð. Nú farinn ertu af heimi hér. Í hendi Guðs er allt þitt ráð. Að fótskör Herrans bát þinn ber. Þig blessi Drottins náð. (Jón Kristinn Þorsteinsson) Barnabörn og barnabarnabörn Jón Kristinn Þorsteinsson Alltaf var jafngam- an að fara í ferðalagið. Ferðalagið sem við fórum í á hverju sumri. Keyrðum alla leið frá Vopna- firði til Reykjavíkur á litlu Lödunni okkar. Þó svo að ferðin hafi oft verið löng fyrir okkur stelpurnar vissum við alltaf hvað beið okkar. Amma sem stóð úti á tröppum og beið eftir komu okkur, búin að hafa til rosalega góðan mat, hita rauðkálið sitt og grænu baunirnar. Það var alltaf svo gaman hjá þér, amma, og þú varst svo rosalega góð við okkur. Ég man eftir því að ég vakti þig alltaf á hverjum morgni með látun- um í píanóinu. Það var svo gaman að spila á það og þó svo að ég hafi nú kannski ekki alltaf slegið á réttar nótur og lætin orðið ansi mikil sagðir þú mér bara að lækka aðeins í því og ✝ Guðlaug Klem-enzdóttir fædd- ist 5. janúar 1918. Hún andaðist á Hjúkrunarheimilinu Víðinesi aðfaranótt 9. desember síðast- liðins og var útför hennar gerð frá Fossvogskirkju 19. desember. ekki slá alveg svona fast en alltaf hrósaðir þú mér hvað ég spilaði fallega, alveg sama hvað eða hvernig ég spilaði. Það var svo gaman að koma í Langagerði. Klifra í trénu góða, tína berin af trjánum, sitja á Bjössa birni og leika sér á veröndinni. Fá sér góðu banana- kökuna og kakómaltið sem þú geymdir alltaf í litla skápnum og þá sérstaklega heitu kleinurnar sem þú hitaðir alltaf á brauðristinni þinni, það fannst mér mjög sniðugt hjá þér. Elsku amma mín, nú ert það þú sem ert farin í ferðalag, ferðalag til afa og Jón Gunnars og allra hinna sem taka á móti þér. Ég mun alltaf hafa þig í hjarta mínu, elsku amma mín, og þín verður sárt saknað. Í dag er komið að kveðjustund, elsku amma mín, þú komin ert á himna fund. Ég mun ávallt hugsa til þín. Englar himins gæta þín. Ég veit þú fylgist með mér. Elsku besta amma mín, góður guð er með þér. Þín Ingibjörg Ólafsdóttir. Guðlaug Klemenzdóttir ✝ Móðir mín og amma okkar, SÓLVEIG JÓNSDÓTTIR, áður til heimilis í Lindasíðu 4 lést á hjúkrunarheimilinu Seli á Akureyri föstudaginn 19. janúar. Jarðarförin auglýst síðar. Alda Arnardóttir, Birgir Óli Sveinsson, Rósa Hansen, Sólveig Stefánsdóttir, Ægir Þorláksson, Guðrún Ósk Stefánsdóttir, Jón R. Kristjánsson, Elísabet Stefánsdóttir, Finnur Sveinbjörnsson, Íris Ragna Stefánsdóttir, Konráð V. Konráðsson, langömmubörn og langalangömmubörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.