Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 36
36 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ 23. janúar 1977: „Á Alþingi skömmu fyrir jól bar Ragn- hildur Helgadóttir, forseti neðri deildar, fram eftirfar- andi fyrirspurn: „Hvað líður framkvæmd þingsályktun- artillögu frá 16. maí 1975 um hjálparstofnanir vegna van- gefinna, sem dveljast í heimahúsum, og aukningu hjúkrunarrýma?“ Þings- ályktunartillagan, sem fyr- irspurnin varðar, hljóðaði svo: „Alþingi skorar á rík- isstjórnina að undirbúa hið fyrsta ráðstafanir til að bæta aðstöðu vangefinna og fjölfatlaðra, m.a. með aukn- ingu hjálparstofnana vegna þeirra, sem dveljast í heima- húsum, og aukningu hjúkr- unarrýma fyrir þá, sem eiga við þessi vanheilindi að stríða.“ Fjöldi foreldra vangef- inna barna og fjölfatlaðra vill, ef nokkur kostur er, fremur annast þau í heima- húsum, enda hafa slík börn ekki síður þörf fyrir for- eldraumhyggju en heilbrigð. Umönnun vanheilla barna er foreldrum og aðstandendum hinsvegar oft mjög erfið og henni fylgir mikið álag. Hjálparstofnanir, sem veitt gætu þessum foreldrum ým- is konar aðstoð og leiðbein- ingar og skapað þeim nokk- urt frí frá umönnun þeirra, eru því mjög brýnar. Við hið daglega álag bætast svo þær áhyggjur, sem sækja á marga vegna óvissu um það, hvað við taki er þeirra nýtur ekki lengur við.“ . . . . . . . . . . 18. janúar 1987: „Deilunni vegna uppsagnar Sturlu Kristjánssonar hefur verið beint inn á aðrar brautir en þær, sem snúa að honum einum. Menntamálaráð- herra gefur til kynna, að uppsögnina eigi ekki að skoða í svo almennu ljósi. Andmælendur ráðherrans vilja að rætt sé um „skóla- stefnu“ og valddreifingu. Hið einstaka verkefni, sem nefnt er, þegar rætt er um greiðslur umfram fjárlög í fræðsluumdæmi Sturlu Kristjánssonar, snertir sér- kennslu. Telur mennta- málaráðherra auk þess, að Sturla hafi brotið trúnað gagnvart ráðuneytinu, þeg- ar efnt var til blaðamanna- fundar á Akureyri, þar sem hann lýsti skoðunum sínum á tillögum mennta- málaráðuneytisins um fjár- veitingar til sérkennslu á árinu 1987. Fram hefur komið, að á árinu 1986 hafi verið ráðstafað 11 milljónum króna umfram fjárlög af fræðsluskrifstofunni í Norð- urlandskjördæmi eystra og er látið að því liggja, að það fé hafi runnið til sérkennslu. Halda talsmenn Sturlu því fram, að með þessum greiðslum hafi fræðslu- umdæmið verið að sinna þeim skyldum, sem á það eru lagðar í grunnskólalög- unum.“ Fory s tugre inar Morgunb laðs ins Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. STÓRYRÐI STEINGRÍMS Steingrímur J. Sigfússon, for-maður Vinstri grænna, hefuryfirleitt haft þann hátt á, þegar kosningar nálgast að vinna skipulega að því með málflutningi sínum að draga úr því fylgi, sem flokkur hans hefur haft í skoðanakönnunum á milli kosninga. Formaður Vinstri grænna ætlar bersýnilega ekki að bregða út af þessari venju. Í ræðu, sem Stein- grímur J. Sigfússon flutti á flokks- ráðsfundi flokks síns í fyrradag, komst hann þannig að orði, að við- aukar við varnarsamninginn frá 1951, sem voru leynilegir en hafa nú verið birtir, hafi verið eitthvert stærsta og ljótasta hneyksli lýðveldissögunnar. Það eru stóryrði af þessu tagi, sem Steingrímur grípur jafnan til þegar kosningar nálgast, sem valda því, að honum er ekki treyst og kjósendur hverfa frá stuðningi við flokk hans í stórum stíl í aðdraganda kosninga. Nú er þetta að gerast enn á ný. Þegar talið verður upp úr kjörköss- unum eru allar líkur á því, að for- manni Vinstri grænna hafi tekizt það, sem honum hefur jafnan tekizt áður, að gera flokk sinn að litlum flokki á Alþingi. Og jafnframt dregur úr áhuga forystumanna annarra flokka að vinna með Steingrími og flokki hans, þegar lýðskrumið kemur í ljós. Það er ekkert óeðlilegt eða athuga- vert við viðaukana við varnarsamn- inginn frá 1951 í ljósi þeirra tíma, sem þá voru. Það er sjálfsagt að rifja þá tíma upp fyrir Steingrím einu sinni enn. Hinn rauði her Sovétríkj- anna hafði lagt undir sig hverja höf- uðborgina á fætur annarri í Austur- Evrópu og Mið-Evrópu og Kóreu- stríðið var hafið, sem margir töldu vera byrjun á þriðju heimsstyrjöld 20. aldarinnar. Steingrímur J. Sig- fússon telur það „eitt stærsta og ljót- asta hneyksli“ 20. aldarinnar að ís- lenzkir ráðamenn á þessum tíma leituðust við að tryggja öryggi ís- lenzku þjóðarinnar. Það er auðvitað ljóst, að Steingrím- ur J. Sigfússon er fyrst og fremst for- ystumaður annars arms Vinstri grænna, þ.e. vinstra armsins. Hann er síðasti talsmaður þeirra viðhorfa, sem sósíalistar á Íslandi börðust fyr- ir á 20. öldinni. En hann hefur haft hægt um sig á þeim vígstöðvum. Hinn armur Vinstri grænna hefur fyrst og fremst áhuga á umhverfis- málum. Af þeim sökum hafa umhverf- isverndarsinnar í öðrum flokkum, m.a. í Sjálfstæðisflokknum talið, að hugsanlega væri hægt að starfa með Vinstri grænum að stjórn landsmála og þá ekki sízt til að tryggja í sessi sjónarmið umhverfisverndarsinna. Þau hafa t.d. verið mjög sterk innan Sjálfstæðisflokksins allt frá því að Birgir Kjaran, þingmaður Sjálfstæð- isflokks hóf fyrstur manna baráttu fyrir þeim á vettvangi stjórnmálanna fyrir mörgum áratugum. Steingrímur J. Sigfússon gætir þess hins vegar vandlega að sýna sitt rétta andlit hæfilega fyrir kosningar. Það er út af fyrir sig þakkarvert. En formanni Vinstri grænna tekst yfirleitt að sannfæra fólk í bæði Sjálf- stæðisflokki og Samfylkingu um að aðrir samstarfskostir séu álitlegri. Hvað ætli hinn græni armur Vinstri grænna sýni Steingrími J. Sigfússyni lengi þá þolinmæði, sem sá armur hefur sýnt honum til þessa, þegar hann eyðileggur hvert tæki- færið á fætur öðru fyrir þennan hóp umhverfissinna að ná áhrifum í þágu fallegra hugsjóna og tryggja fram- gang þeirra? En það verður að segja um Stein- grím J. Sigfússon að hann lætur eitt yfir alla ganga og þar með sjálfan sig vegna þess, að í ræðu sinni á flokks- ráðsfundinum í fyrradag réðst hann harkalega á kjósendur sína í Norð- austurkjördæmi og telur að sjálfs- traust þeirra hafi brotnað niður og meira að segja á sorglega stuttum tíma eins og hann kemst að orði. Þá vita þeir það og munu vafalaust þakka fyrir umsögnina í þingkosn- ingunum í vor. S mám saman er að verða til skýrari mynd af því, hvernig vörnum Íslands verður háttað eftir brottför banda- ríska varnarliðsins frá Keflavíkur- flugvelli síðastliðið haust. Þær upplýs- ingar, sem nú liggja fyrir, benda til að stjórnkerfið sé smátt og smátt að ná tökum á því óvissuástandi, sem ríkti fyrst eftir að Bandaríkin tilkynntu ákvörðun sína í marz á síðasta ári. Því verkefni að semja um og ganga frá brottför varn- arliðsins er lokið og nú geta menn beint athygli að framtíðinni. Í haust lá fyrir að varnarsamningur Íslands og Bandaríkjanna yrði óbreyttur og að Bandaríkin ábyrgðust áfram varnir Íslands á hættutímum og myndu senda hingað lið ef ástæða þætti til. Í ræðu Valgerðar Sverrisdóttur utanríkisráðherra í Há- skóla Íslands síðastliðinn fimmtudag kom fram að skuldbinding Bandaríkjamanna væri víðtækari en sú öryggistrygging, sem felst í fimmtu grein Norð- ur-Atlantshafssáttmálans, sem varnarsamningur- inn grundvallast á. Þar kemur fram að það sé skylda NATO-ríkja að koma til varnar aðildarríki, sem verður fyrir árás. Bandaríkin skuldbinda sig hins vegar til að grípa til viðbúnaðar og aðgerða til að fyrirbyggja árásir óvinveittra ríkja. Eftirlit og æfingar E nn liggur hins vegar ekki fyrir hvernig eftirliti og viðbúnaði á Ís- landi og á hafsvæðinu umhverfis landið verður háttað á friðartím- um. Öll fullvalda ríki telja slíkt eft- irlit nauðsynlegt og eftirlit með lofthelgi hefur til þessa verið talið grundvallaratriði í vörnum NATO-ríkja. Af umfjöllun Morgunblaðsins um utanríkis- og öryggismál Íslands undanfarnar vikur má ráða að áhugi er hjá nánustu bandamönnum okkar innan NATO, Noregi og Danmörku, á að taka þátt í flug- eftirliti hér á landi með einum eða öðrum hætti. Norðmenn hafa boðizt til að láta eftirlitsflugvélar sínar stækka eftirlitssvæði sitt til vesturs. Þeir eru sömuleiðis reiðubúnir að senda orrustuþotur í ein- stakar eftirlitsferðir til Íslands og til æfinga, þar sem Keflavíkurflugvöllur yrði notaður sem bæki- stöð. Af hálfu Dana hefur komið fram að sjálfsagt sé að nýta eftirlitsflugvélar þeirra, sem eru hvort sem er oft á ferðinni við Ísland vegna verkefna við Grænland, í þágu eftirlits með hafsvæðinu um- hverfis landið. Þá hafa Danir jafnframt áhuga á þátttöku í flugheræfingum hér, eins og fram kom í viðtali Morgunblaðsins við Søren Gade, varnar- málaráðherra Danmerkur, hér í blaðinu í síðustu viku. Þá hefur komið fram af hálfu Atlantshafsbanda- lagsins vilji til að skoða möguleika á því að hér á landi verði komið á einhvers konar lofthelgiseftirliti á borð við það, sem NATO annast í Eystrasaltsríkj- unum og Slóveníu. Ástæða er til að efast um að það fyrirkomulag yrði eins og í þessum fjórum ríkjum, þar sem þotur frá NATO eru staðsettar í nokkra mánuði í einu og fljúga eftirlitsflug á hverjum degi. Þetta fyrirkomulag er raunar umdeilt; mörgum NATO-ríkjum þykir það of dýrt og vilja breyta því. Þá er í nýju aðildarríkjunum, sem um ræðir, vax- andi vilji og metnaður til að þau taki sjálf við þessu eftirliti. Líklegri niðurstaða í tilviki Íslands er að eftirliti yrði sinnt með því að nágrannaríkin í NATO sendu þotur öðru hvoru til eftirlits og æfinga. Viðræðurnar við Breta, sem fram fóru í London fyrr í vikunni, leiddu ekki í ljós áhuga af þeirra hálfu á þátttöku í eftirliti eða æfingum hér við land. Hins vegar ber á það að líta að Bretar eru ekki eins vel inni í málinu og hin norrænu grannríki okkar. Áhugi þeirra getur vaknað þegar þeir hafa unnið úr þeim upplýsingum, sem íslenzk stjórnvöld hafa nú látið þeim í té. Það er til dæmis ekki útilokað að brezki flugherinn telji freistandi að fá að nota Kefla- víkurflugvöll til æfinga við þær erfiðu aðstæður, sem eru hér á landi. Hin góða aðstaða, sem er fyrir hendi á flugvellinum og sem íslenzk stjórnvöld hyggjast viðhalda og bæta, hefur augljóslega haft jákvæð áhrif á fulltrúa danskra og norskra stjórn- valda, sem hafa kynnt sér hana. Líkt og Valgerður Sverrisdóttir fjallaði um í áð- urnefndri ræðu sinni, er áframhaldandi rekstur ís- lenzka loftvarnakerfisins forsenda þess að loft- varnasveitir annarra NATO-ríkja geti athafnað sig hér við land. Með viðhaldi loftvarnakerfisins og reglubundnu flugi orrustuflugvéla frá öðrum NATO-ríkjum í íslenzkri lofthelgi má tryggja hér sýnilegar loftvarnir sem Ísland sem NATO-ríki get- ur unað sæmilega við. Hvað eftirlitsþáttinn varðar er varla hægt að ætl- ast til að Danmörk og Noregur sinni öllu eftirliti með hafsvæðinu umhverfis landið, þótt þessi ríki geti hjálpað til. Landhelgisgæzlan hefur nú fengið tilboð í nýja eftirlitsflugvél og spurning er hvort þær þurfa ekki að verða fleiri, ekki sízt í ljósi vax- andi skipaumferðar hér við land. Landhelgisgæzlan mun fá nýtt varðskip, sem verður sambærilegt við stóru varðskipin sem bæði Danir og Norðmenn nota til eftirlits í norðurhöfum. Skipið mun hafa miklu meiri dráttarkraft en núver- andi varðskip, meðal annars með hliðsjón af spám um að fjöldi stórra flutningaskipa, sem mörg hver munu flytja olíu og gas, muni fara um íslenzka lög- sögu á næstu árum. En eitt varðskip dugir ekki heldur til að mæta auknum verkefnum og ábyrgð Íslendinga á vörnum og öryggi landsins. Þau munu þurfa að verða fleiri. Morgunblaðið greindi frá því í vikunni að Danir hefðu boðizt til að gefa Landhelgisgæzlunni vopn, sem verið væri að skipta út fyrir önnur. Fordæmi eru fyrir gjöfum af þessu tagi frá vinaríkjum okkar og þær eiga að sjálfsögðu hvorki að vera leyndar- né feimnismál. Landhelgisgæzlan þarf auðvitað vopnabúnað til að geta sinnt sínu löggæzlu- og ör- yggishlutverki. Hún þarf til dæmis að vera í stakk búin til að taka þátt í hryðjuverkavörnum ásamt sérsveit lögreglunnar. Efling sérsveitarinnar eru sömuleiðis sjálfsögð viðbrögð við breyttum aðstæð- um í öryggismálum Íslands. Greiningardeildin Í ræðu sinni í Háskóla Íslands greindi Val- gerður Sverrisdóttir í fyrsta sinn opin- berlega frá greiningardeild, sem starf- rækt hefur verið við sýslumannsembættið á Keflavíkurflug- velli undanfarin tvö ár. Í fyrsta sinn var sagt frá tilvist þessarar greiningardeildar í greina- flokki Morgunblaðsins um utanríkis- og öryggismál Íslands í desember síðastliðnum. Yfirstjórn sýslu- mannsembættisins færist nú til dómsmálaráðu- neytisins, en ráðherra upplýsti að greiningardeildin yrði áfram á vegum utanríkisráðuneytisins. Hún benti réttilega á að upplýsingaöflun og greining- arstarfsemi af því tagi, sem deildin hefur annazt, er lykilþáttur í áhrifaríkum vörnum. Nú, þegar Íslend- ingar hafa tekið sjálfir við ábyrgð á vörnum lands- ins, þurfa stjórnvöld hér að sjálfsögðu að geta tekið við og unnið úr hernaðarupplýsingum frá NATO og einstökum aðildarríkjum. Áhættumat vegna verk- efna Íslenzku friðargæzlunnar á átakasvæðum er sömuleiðis nauðsynlegt verkefni. Og ekki má gleyma því að ef við ætlum okkur að byggja upp samstarf við nágrannaríkin um öryggi og varnir landsins þarf að vera til hér á landi stofnun, sem heldur utan um og miðlar til bandamanna okkar upplýsingum, sem hafa hernaðarlega þýðingu. Það geta verið t.d. upplýsingar úr eftirlitsflugi eða -sigl- ingum Landhelgisgæzlunnar. Utanríkisráðherra nefndi einnig að með starf- semi áhættugreiningardeildar fengju stjórnvöld í hendur tæki til að geta lagt sjálfstætt mat á upplýs- ingar um öryggismál og hernaðarleg málefni, í stað þess að þurfa að treysta eingöngu á túlkanir banda- manna okkar. Þetta er laukrétt hjá Valgerði Sverr- isdóttur. Raunar hefði verið ástæða til að íslenzk stjórnvöld hefðu fyrr komið sér upp sjálfstæðri greiningargetu af þessu tagi. Það hefði til dæmis áreiðanlega styrkt stöðu okkar í viðræðum við Bandaríkjamenn um hættumat og viðbúnað hér á landi. Tilvist og starfsemi stofnunar eða deildar af þessu tagi á auðvitað að ræða opinskátt þótt þær upplýsingar, sem unnið er með, svo og vinnuaðferð- irnar, séu eðli málsins samkvæmt í einhverjum til- vikum leynilegar. Valgerður Sverrisdóttir nefndi í ræðu sinni að misskilnings hefði gætt í umræðum um þessa starfsemi og því verið haldið fram að þar væri um að ræða leyniþjónustu- og njósnastarf- semi. Það er vafalaust rétt, sem utanríkisráðherra sagði, að mikill munur er á njósnastarfsemi annars vegar og greiningu á ástandi og horfum í einstökum löndum og heimshlutum hins vegar. En á það ber einnig að líta að stór hluti starfs svokallaðra leyni- þjónusta nágrannaríkja okkar er ekkert annað en úrvinnsla og mat á upplýsingum, sem eru opinberar og aðgengilegar. Það eru einkum og sér í lagi ákveðnir stjórn- málamenn, sem hrökkva að því er virðist sjálfkrafa í einhvern kaldastríðsgír, þegar þeir heyra minnzt á eflingu öryggisstofnana og reyna að gera slíkt tor- tryggilegt á ýmsa vegu. Það er löngu kominn tími til að þetta ágæta fólk vaxi upp úr slíkum barnaskap. Það getur ekki leyft sér hann lengur, nú þegar það þarf sjálft að fara að taka þátt í umræðum og ákvörðunum um það, hvernig vörnum landsins skuli háttað. Öll frjáls lýðræðisríki, sem bera ábyrgð á eigin vörnum – eins og Ísland gerir nú í fyrsta sinn frá 1940 – starfrækja starfsemi af þessu tagi. Það er hins vegar sjálfsagt að hún lúti lýðræð- islegu aðhaldi og að þjóðkjörnir fulltrúar fái í trún- aði ýtarlegar upplýsingar um starfsemina. Utanrík- Laugardagur 20. janúar Reykjavíkur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.