Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 51 ✝ Elskuleg móðir mín og amma okkar, KLARA KARLSDÓTTIR, lést á hjúkrunarheimilinu Skjóli fimmtudaginn 18. janúar. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu miðvikudaginn 24. janúar kl. 13.00. Sigfús Karl Ísleifsson, Ingólfur Sigfússon, Ísleifur Sigfússon, Anna María Jónsdóttir, Ellen Sigfúsdóttir, Atli Unnsteinsson, Jóhann Sigfússon, Anna Dís Ólafsdóttir. Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson ✝ Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur hlýhug og samúð við andlát og útför móðursystur minnar, LILJU JÓNSDÓTTUR hárgreiðslumeistara. Sérstakar þakkir til starfsfólks á hjúkrunarheimilinu Holtsbúð, Garðabæ, fyrir frábæra umönnun. Fyrir hönd aðstandenda, Karl Eiríksson. Ein manneskja í heiminum er mæliein- ing, agnarsmá ögn innan um hina sex milljarðana. Þegar manneskjur eru nærri hver annarri hafa þær áhrif hver á aðra og eitt- hvað lifnar við. Þannig verður ögnin mikilvæg, ein af hornsteinum lífs- ins. Á tímamótum sest maður síðan niður við skjá og stimplar saman stafi í orð, sem maður reynir að spegla tilfinningarnar í, búa til rými þar sem texti gefur mynd af manneskju. Þá finn ég að í raun eru orðin ansi fátækleg andspænis minningu um manneskju, risastóra ögn innan um allar hinar. Ef heimurinn væri bókasafn væri ein manneskja eins og orð í setn- ingu, áhersla í ljóði eða tónn í söng. Sum orðin draga að sér mikla at- hygli, eru einhvern veginn flókin og skemmtileg. Það er eins og það sé skemmtilegra að lesa sumar setn- ingar ef þessi skrítnu orð koma fyr- ir í þeim. Sum orð geta gert heilu kaflana áhugaverða, sumir tónar í lagi fá mann til að spila það aftur og aftur. Sumar manneskjur eru svo þannig gerðar að í kringum þær glæðist allt lífi og leik, og mann langar til þess að hitta þær, aftur og aftur. Hann Stulli frændi minn var ótrúlega magnaður maður, og sann- arlega ein af þessum manneskjum sem mann langaði alltaf að hitta aftur og aftur. Það er ekki nóg með það heldur var röddin hans tónn sem gaman er að spila aftur, og aft- ur. Vísurnar hans hafa verið þuld- ar, aftur og aftur. Stulli var hæfi- leikaríkur á mörgum sviðum listarinnar. Það sést augljóslega á myndverkum hans að tjáningin var fáguð, en hafði í sér tilfinningu og sveiflu, sem hann var ríkur af. List- in er óaðskiljanlegur partur af líf- inu, ef maður leyfir henni það. Fas og framkvæmdir Stulla, hvort sem hann var í fiskinum eða í kór, eða þar á milli, báru með sér viðhorf og nærveru hans, sem lífgaði upp hug- ann og veitti innblástur. Listin var ekki bara óaðskiljanleg lífi hans, heldur var hún eðlislæg. Eftir hann standa verk sem er túlkun hans og framsetning á því sem hann taldi mikilvægt, listin endurspeglar heimsmynd einstaklings. Myndir, orð og tónar halda áfram að gleðja og blása í okkur móð, í listinni held- ur lífið áfram. Minningarnar um fólkið sem er manni kærast geymast í hólfi innra með manni þar sem þær blandast saman og verða að heild, og eftir situr tilfinning sem manneskjan gaf manni. Stulli heldur áfram að ferðast með okkur, í verkunum sín- um, lögum og vísum. Minningin er birta sem mun halda áfram að veita hlýju og styrk um vetur, og svalt fjallaloft að sumri. Elsku fjölskylda, sendi ykkur mínar innilegustu samúðarkveðjur á þessum erfiðu tímum. Bjarki. Elsku „bestasti“ frændi. Þú sem ert mér fyrirmynd þess að vera manneskja. Manstu þegar þú bjóst til fyrsta tréð sem ég klifraði í, kenndir mér GCD þegar ég gat ekki einusinni farið með ABC. Sýndir mér mynd- irnar sem þú málaðir. Kenndir mér að elska slor og fiskilykt, flaka, bei- naplokka lax, vinna í 30° frosti og borða núðlusúpu með chili. Manstu þegar þú dróst okkur í girðingar- vinnu, sem þurfti alltaf að gerast þegar það var grenjandi rigning, en náðir samt að fá tvo grautfúla ung- linga til að hlæja og svo í bónus Sturla Erlendsson ✝ Sturla Erlends-son fæddist í Reykjavík 6. desem- ber 1954. Hann lést á Landspítalanum, Hringbraut, 5. jan- úar síðastliðinn og var útför hans gerð frá Hallgrímskirkju 12. janúar. (ekki búðina heldur hitt) að læra nokkrar góðar og gildar vísur sem enn eru notaðar í dag. Manstu þegar þú hleyptir mér á fyrsta sveitaballið mitt með Halla og ég endaði í skurðinum og setn- ingin varð til? Manstu þegar ég braut gír- kassann í jeppanum, þegar haugdælan fór loksins í gang og fyllti vitin, eftir njólanum, styttingnum, kjúllun- um og þegar ég bræddi úr Bjöllunni með Svenna á flötunum. Manstu eftir grænu plastskíðunum og gula volkswagen-húddinu niðrá söndun- um? Þú fékkst okkur í sveitina sem mótaði mig úr barni í mann. Kennd- ir mér að njóta augnabliksins og berjast fyrir því að finna húmorinn á öllum stundum. En núna ertu farinn með hulstrið góða, en andann tókstu ekki með því þú skildir svo ofboðslega margt og dásamlegt eftir hérna handa okkur hinum. Okkur hinum sem komum síðar í partíið sem þú nú stýrir. Takk, elsku besti frændi minn í öllum heiminum. Takk fyrir minn- ingarnar, myndirnar, orðin, ástina, vinskapinn, húmorinn, hláturinn, lífsviðhorfin, bjartsýnina, orkuna, textana, tónlistina, sönginn og þína dásamlegu fjölskyldu. Þú ert og munt alltaf vera hjá mér og okkur öllum sem fengu þau dásamlegu forréttindi að kynnast þér. Þú ert í mér. Ég elska þig Stulli minn. Þinn frændi og vinur, Erlendur (Elli). Drottinn er minn hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, leiðir mig að vötnum, þar sem ég má næðis njóta. Hann hressir sál mína, leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal, óttast ég ekkert illt, því að þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyr höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. (23. Davíðssálmur) Við skyndilegt fráfall elskulegs frænda okkar Sturlu leitar hugur- inn til baka. Minningarnar eru full- ar af gleði, hamingju og þakklæti. Sturla var stórkostlegur gleðigjafi í lífi allra er hann þekktu. Hann tók alltaf á móti fólki með bros á vör og opinn faðm. Hann bjó yfir einstakri gáfu að sjá spaugilegar hliðar á málefnum líðandi stundar og kom því frá sér í ræðu og riti og vakti það mikla eftirtekt. Hann var mikill lífskúnstner og hagleiksmaður. Eftir hann liggja mörg listaverk, hvort sem eru málverk, vísur, sög- ur, frásagnir eða smíðaverk. Hann byggði einn lítið sumarhús sl. sum- ar í landi Böðmóðsstaða. Nefndu þau húsið Birkilæk og þar áttu þau hjónin Þóra og hann yndislegar stundir. Hann var mikið glæsi- menni og hrókur alls fagnaðar hvar sem hann kom og eigum við honum mikið að þakka allar gleðistundir undanfarin ár er við frændsystkinin og önnur ættmenni og vinir komum saman um verslunarmannahelgina í Björkinni á Böðmóðsstöðum hjá Gunnvöru og Garðari. Við trúum því að honum hafi ver- ið ætlað annað og meira hlutverk á æðra sviði í himnasölum Drottins. Þar hafa tekið á móti honum með opinn faðm þeir sem gengnir eru og voru okkur kærir. Við sendum Þóru, Söru, Sölva, Björk, barnabörnum og systkinum innilegar samúðarkveðjur og biðj- um algóðan Guð að styrkja þau. Minningin um elsku frænda okk- ar lifir ætíð í hjörtum okkar. Legg ég nú bæði líf og önd, ljúfi Jesús, í þína hönd, síðast þegar ég sofna fer sitji Guðs englar yfir mér. (Hallgrímur Pétursson) Far þú í friði, friður Guðs þig blessi. (Vald. Briem) Gunnvör Kolbeinsdóttir, Guðjón Kolbeinsson og fjölskyldur. Elsku nafni, guðfaðir, frændi minn og vinur. Ég, rétt eins og allir í kringum mig, á bágt með að trúa því að þú skulir hafa verið tekinn svona óvænt og skyndilega frá okkur. Ég sit löngum stundum og hugsa um þig kæri vinur og fyllist við það sorg, söknuði og já, líka reiði. En það sem eftir situr eru fyrst og fremst hlýjar minningar um allar þær skemmtilegu og frábæru stundir sem við áttum saman. Ég var skírður í höfuðið á þér af litlu systur, sem gersamlega dýrk- aði stóra bróður sinn, og gerir svo sannarlega enn. Ég hef alltaf verið afar stoltur af nafngiftinni og oft hafa komið upp skondin atvik þegar við höfum báðir kynnt okkur t.d. á golfvellinum fyrir keppni … Ha! Báðir? … Líka Sturla!? Ég rifja líka upp gamlar minn- ingar frá sumó í Landeyjunum og man t.d. að þar komu þú og pabbi mér á bragðið í golfinu, sem litlum pjakk. Eftir 6 ár saman á Nesinu, voru þið Þóra orðin mér sem aðrir foreldrar og Sara sem lítil systir og samvistir okkar héldu áfram að Ár- mótum, í Njarðvík og á Grundar- firði. Stórbóndi eða frystihússeig- andi, þér fórst allt vel úr hendi. Já, það er óhætt að segja að þú hafir verið óhræddur við að prófa nýja hluti og lifa lífinu til fulls. Eitthvað sem ég reyni að taka mér til fyr- irmyndar. Við vorum svo heppnir að fá að sinna sameiginlegu áhugamáli okk- ar í golfinu og þær stundir eru mér ávallt ofarlega í huga. Ferð okkar 1995 var algjörlega ógleymanleg í alla staði og koma mörg skemmti- leg atvik uppí hugann. 10 tíma lestaferð með stoppum á öllum krummaskuðum Englands … „Flúffaðir“ nautapungar í kara- mellusósu í eftirrétt … búðingur í líki nautsrassgats í bílnum á hrað- brautinni … og Max greyið sem aldrei komst á leiðarenda … Já, þessa brandara skiljum bara við og þeir sem hafa fengið að hlýða á alla ferðasöguna oft og mörgum sinn- um. Þú er fyndnasti maður sem ég hef kynnst og bullið, sem uppúr þér gat komið, hefur svo sannarlega skemmt okkur öllum í gegnum tíð- ina. Löng hlátursköst ykkar mömmu eru ofarlega í huga mér. Maður hafði ekki minnstu hugmynd um af hverju var hlegið en maður vissi bara að það var fyndið og hlát- urinn smitandi. Gítarspil, söngur, gleði og grín á öllum mannamótum, útilegum, svo ég tali nú ekki um á „blindfyllismótum“ um verslunar- mannahelgar. Já, þér var margt til lista lagt og gast jafnt samið lög, texta, sungið, spilað á hljóðfæri, teiknað og málað, allt lék þetta í höndunum á þér og allt án nokk- urrar kennslu, algjört náttúrubarn. Þú hefur sýnt ótrúlegan styrk eftir að í ljós kom að þú værir veik- ur og ekki á nokkurn hátt látið það draga þig niður andlega. Myndlist- arsýning í desember og alltaf mætt- ur í öll boð og alltaf hrókur alls fagnaðar, hreint út sagt ótrúlegur. Þóra, Sara og Aron, Sölvi, Björk og dætur, Guð blessi ykkur öll og gefi ykkur styrk. Ég elska ykkur, við stöndum öll saman á þessum erfiðu tímum. Vertu sæll elsku nafni minn, Guð blessi þig og varð- veiti. Takk fyrir allt það sem þú hefur gefið mér. Ég veit að við hitt- umst aftur einn daginn þarna í upp- hæðum og þá tökum við hring sam- an, kæri vinur. Sturla Höskuldsson. Kveðja frá karlakórnum Fóstbræðrum Látinn er Sturla Erlendsson vin- ur og félagi í karlakórnum Fóst- bræðrum. Sturla fæddist 6. desem- ber 1954 og var því rétt 52 ára er hann andaðist, langt fyrir aldur fram. Hann gekk til liðs við Fóst- bræður árið 1992, söng annan bassa og starfaði óslitið með Fóstbræðr- um á meðan heilsa hans leyfði. Hann var góður félagi, kátur og lífsglaður. Hann átti létt með að tjá hugsun sína í bundnu máli og kast- aði fram hnyttnum vísum og gerði oft góðlátlegt grín að okkur félög- unum og einnig að sjálfum sér. Þeg- ar Sturla veiktist fyrir um fjórum mánuðum voru Fóstbræður önnum kafnir við undirbúning 90 ára af- mæli kórsins og verkefni því tengdu. Við misstum mikið þegar einn af máttarstólpum annars bassa gat ekki verið með í þeim fjöl- breyttu og krefjandi verkefnum sem í hönd fóru. Hann fylgdist með og var í nálægð kórsins þótt kraftar leyfðu ekki fulla þátttöku. Viðbrögð Sturlu við veikindum sínum lýstu vel skaphöfn hans og hvern mann hann hafði að geyma. Hann opnaði bloggsíðu þar sem hann skráði athugasemdir og hug- leiðingar sínar um lífið, tilveruna og hvernig honum vegnaði. Oftar en ekki sló hann þar á létta strengi og lét eina og eina vísu fylgja með. Við söngfélagarnir í Fóstbræðrum dáð- umst að dugnaði, baráttuþreki og æðruleysi hans og hvernig hann tókst á við lífsbaráttuna með já- kvæðum huga. Í byrjun desember hélt Sturla málverkasýningu í stóru tjaldi sem hann hafði komið upp við Ægissíðu. Málverkin voru hengd upp og boðið upp á heitt súkkulaði fyrir gesti. Margir vinir og kunn- ingjar hans mættu á sýninguna og félagar úr Fóstbræðrum sungu nokkur lög. Staðarvalið var trúlega ekki tilviljun þar sem ævistarf hans hafði tengst sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða. Þetta litla dæmi sýnir betur en margt annað hvernig hann var; frumlegur, sjálfstæður í ákvörðunum, hafði auga fyrir kjarna máls og framkvæmdi á ein- faldan hátt það sem þurfti. Mál- verkasýningin tókst vel og sýndi okkur enn eina hlið á honum sem fáir vissu um. Karlakórinn Fóst- bræður er félagsskapur sem gerir miklar kröfur til félaga sinna, bæði félagslega og tónlistarlega. Kórinn æfir reglulega tvisvar í viku og tek- ur að sér fjölmarga tónlistarvið- burði á hverju starfsári. Sturla tók þátt í öllu þessu starfi og var ávallt boðinn og búinn að leggja sitt af mörkum. Á ferðalögum kórsins inn- anlands sem utan var hann hrókur alls fagnaðar og mun hans verða sárt saknað. Í kórstarfinu bindast félagar sterkum vináttuböndum og þar myndast sá samhljómur sem einkennir tónlistarflutning kórsins og félagsstarf. Starf í Fóstbræðr- um er ekki síður krefjandi fyrir maka og fjölskyldur kórmanna. Góður skilningur og einhugur þarf að ríkja um þetta áhugamál. Sturla naut í hvívetna stuðnings Þóru, eig- inkonu sinnar, sem ávallt birtist með bros á vör og jákvætt viðmót. Það er með trega að við kveðjum kæran Fóstbróður en minningin um góðan dreng mun lifa. Fyrir hönd kórsins votta ég eiginkonu hans og fjölskyldunni allri okkar dýpstu samúð. Smári S. Sigurðsson, formaður Fóstbræðra. Takk fyrir að við fengum að kynnast þér. Hvers vegna, hvers vegna fórstu burt? Tíminn þinn var of stuttur hér. Við syngjum og spilum hér, eins og þú munt gera þar. Hvíldu í friði Carola og Jarmo, Finnlandi. HINSTA KVEÐJA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.