Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 25 Auglýsing um fasteignagjöld Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík 2007 verða sendir út næstu daga sem og greiðsluseðlar fyrstu greiðslu. Reykjavíkurborg sér um innheimtu gjaldanna. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, holræsagjald, vatnsgjald og sorphirðugjald. Fjármálasvið framkvæmir breytingar á fasteignaskatti og holræsagjaldi elli- og örorkulífeyrisþega eftir yfirferð skattframtala. Þarf því ekki að sækja sérstaklega um lækkun eða niðurfellingu þessara gjalda. Þeir sem fengu lækkun á fasteignaskatti og holræsagjaldi á liðnu ári, fá að óbreyttum aðstæðum einnig lækkun á árinu 2007, að teknu tilliti til tekju- og eignaviðmiðunar. Skilyrði lækkunar eru að viðkomandi elli- eða örorkulífeyrisþegi eigi lögheimili í Reykjavík og sé þinglýstur eigandi viðkomandi fasteignar og/eða geti átt rétt á vaxtabótum vegna hennar skv. B-lið 68. gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og eignarskatt. Einungis er veitt lækkun vegna íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Borgarráð hefur ákveðið að tekjumörk elli- og örorkulífeyrisþega vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds á árinu 2007 hækki um 20% á milli ára og verði eftirfarandi miðað við tekjur liðins árs: 100% lækkun: Einstaklingar með tekjur allt að kr. 1.870.000. Hjón með tekjur allt að kr. 2.620.000. 80% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 1.870.000- til kr. 2.150.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.620.000- til kr. 2.930.000. 50% lækkun: Einstaklingar með tekjur á bilinu kr. 2.150.000 til kr. 2.500.000. Hjón með tekjur á bilinu kr. 2.930.000 til kr. 3.490.000. Við álagningu fasteignagjalda nú í janúar verður afsláttur elli- og örorkulífeyrisþega til bráðabirgða miðaður við tekjur ársins 2005. Þegar álagning vegna ársins 2006 liggur fyrir í ágúst á þessu ári, verður afslátturinn endanlega ákvarðaður og verða þá allar breytingar tilkynntar bréflega. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar, Skúlagötu 19, veitir allar upplýsingar varðandi álagningu og breytingar á sorphirðugjaldi í síma 411 8500. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið sorphirda@reykjavik.is. Orkuveita Reykjavíkur, Bæjarhálsi 1, veitir upplýsingar sem snerta álagningu og breytingar á vatnsgjaldi í síma 516 6000. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið or@or.is. Fjármálasvið Reykjavíkurborgar, Ráðhúsi Reykjavíkur, veitir upplýsingar um álagningu annarra fasteignagjalda og breytingar á þeim í síma 411 3636. Einnig má leita upplýsinga með tölvupósti á netfangið fasteignagjold@reykjavik.is. Gjalddagar ofangreindra gjalda umfram kr. 25.000 fyrir árið 2007 eru: 1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Gjalddagi gjalda undir kr. 25.000 og gjalda þeirra gjaldenda er völdu eingreiðslu fasteignagjaldanna er 1. maí. Hægt er að leita upplýsinga um ofangreind atriði á heimasíðu Reykjavíkurborgar. www.reyk jav ik . i s Reykjavík, 21. janúar 2007 Borgarstjórinn í Reykjavík í Reykjavík árið 2007 Nóru um helgina allt að 90% afsláttur sumarbústaðavara og útiarnar Nóra - markaður/Lyngháls 4 • Opið 11:00 - 16:00 lau. & sun. Útsölumarkaðurvar í árslok 2005 197 m.kr. Starfs-mönnum á skrifstofu KSÍ hefur fjölgað um sjö á tímabilinu, úr þremur í tíu, og leikjum á vegum sambandsins fjölgað um meira en helming, úr 2.400 í 5.200. Árið 1989 voru landsleikir 20 talsins en 47 í fyrra, þar af 21 kvennalands- leikur en ekkert kvennalandslið var starfrækt árið 1989. Karla- landsliðin eru fjögur eins og þau voru fyrir átján árum en nú hafa jafnmörg kvennalandslið bæst í hópinn. Slagsmál um sjónvarpsrétt Eitt af fyrstu verkefnum Egg- erts á valdastóli var að huga að sjónvarpssamningum en þar sá hann að miklir möguleikar lægju. „Ég fór að skoða þessi mál af full- um þunga strax árið 1990 en við vorum þá í riðli með m.a. Frökk- um, þar sem stórvinir mínir Michel Platini og Gèrard Houllier voru við stjórnvölinn, og Spánverjum í und- ankeppni Evrópumótsins í Svíþjóð árið 1992. Þarna hlaut ég mína eldskírn. Það voru mikil slagsmál um sjónvarpsrétt á leikjunum og ég komst að því að það var þekkt- ur maður á þessu sviði og forríkur í þokkabót, Jean-Claude Darmond að nafni, sem nánast einokaði franska sjónvarpsmarkaðinn. Hann bauð mér á fund á skrifstofu sinni, einni þeirri flottustu sem ég hef um dagana séð, og gerði mér til- boð sem hann tilkynnti mér að væri svo gott að ég gæti ekki hafn- að því. Þá var ég aftur á móti bú- inn að kanna landið, þannig að ég stóð bara upp, þakkaði góð kynni og kvaddi Darmond með handa- bandi,“ segir Eggert og full- komnar þessa sögulegu upprifjun með því að rísa úr sæti og rétta blaðamanni höndina sem minnist þess ekki að hafa í annan tíma brugðið sér í hlutverk fransks auð- kýfings. Eftir að hafa gefið Darmond langt nef leitaði Eggert hófanna hjá hollensku sjónvarpsfyrirtæki og segir hann samninginn sem þá var gerður hafa markað upphafið að nýjum og betri heimi í þessum efnum. Og umbylt fjármálum KSÍ. Darmond kunni Eggerti hins vegar litlar þakkir fyrir þetta „framhjáhald“ og segir sá síð- arnefndi hann hafa leitað til margra aðila með umkvartanir sín- ar, m.a. íslenska utanríkisráðu- neytisins og íslenska sendiráðsins í París en þar réð Albert heitinn Guðmundsson húsum á þessum tíma. „Hann gat ekki sætt sig við þetta, aumingja maðurinn, og hót- aði öllu illu,“ segir Eggert og bæt- ir við að ekki hafi allir hér heima verið sannfærðir um að hann væri að breyta rétt. Annað kom á dag- inn. Í dag er sýnt beint frá öllum leikjum a-landsliðs karla og kvenna, heima og úti. Aukið peninga- streymi hjá UEFA Í kjölfarið á þessu jókst pen- ingastreymið í evrópskri knatt- spyrnu til muna með tilkomu Meistaradeildar Evrópu árið 1992. „Þetta skóp nýjan fjárhags- grundvöll hjá UEFA og fljótlega fór aðildarsamböndunum að berast greiðslur sem við höfum notið góðs af. Þetta styrkti fjárhagsstöðu KSÍ ennfrekar,“ segir Eggert. Eggert segir stærsta skrefið sem stigið hefur verið varðandi sjónvarpsréttindi félaganna í land- inu hafa verið þegar þessi réttindi voru seld úr landi. „Þessum áfanga náðum við þegar við settum það sem skilyrði við erlendar sjón- varpsstöðvar að þær fengju ekki réttinn til að sýna frá leikjum ís- lenska landsliðsins, þar sem mesti áhuginn liggur, nema þær keyptu um leið réttinn til að sýna frá leikjum í íslensku deildinni og bik- arnum. Ég var skammaður mikið sem landráðamaður á þessum tíma fyrir að hafa selt fótboltann úr landi. Ég efaðist eigi að síður aldr- ei um að þetta væri rétt ákvörðun. Með þessum hætti hleyptum við upp verðinu og tryggðum félögun- um í landinu betri afkomu. Það hefði aldei verið hægt nema að »Ég hef alltaf gert mér grein fyrir mikilvægi kvennafótboltans og þeirri framtíð sem hans bíður og því stutt uppbyggingu hans með ráðum og dáð í minni formannstíð. Ég nefni sem dæmi að á tímabili var KSÍ komið fram úr félögunum að því leyti að við vorum með fleiri landslið en félögin stóðu undir. Það hefur breyst með aukinni þátttöku. hnýta þetta saman. Þannig verður það áfram. Þessir erlendu samn- ingar allir hafa skipt KSÍ verulegu máli. Á síðasta ári voru erlendar tekjur sambandsins um 175 millj- ónir króna og til viðbótar eru fé- lögin að fá beint nærri 50 milljónir króna. Þetta er búbót sem kemur hreyfingunni allri mjög til góða.“ Formaðurinn gekk snemma í annað mál tengt fjárhag sam- bandsins, samstarf við aðila í at- vinnulífinu. „Mér þótti mikilvægt að standa með faglegri hætti að þeim málum en áður hafði verið gert. Við tókum því upp þá sjálf- sögðu venju að gera ítarlega samn- inga, þar sem nákvæmlega er gerð grein fyrir skyldum bæði KSÍ og samstarfsaðilans. Við lögðum líka áherslu á að samstarfið yrði að vera mjög náið til að það skilaði árangri. Árangur er einmitt lyk- ilatriði í þessu sambandi enda ræð- ir hér um viðskiptasamninga þar sem samstarfsaðili KSÍ ætlast til þess að samningurinn skili árangri. Það er mjög eðlileg krafa, ekki síst þar sem fyrirtæki eru að setja í þetta meiri peninga en áður.“ Eggert segir að þessi þróun hafi gengið vel og í dag sé KSÍ með sjö stóra samstarfsaðila. „Við höfum lagt áherslu á að hafa þessa sam- starfsaðila ekki of marga enda þurfa félögin í landinu líka að sækja í þennan knérunn. Það væri býsna öfugsnúið ef KSÍ ætlaði sér að taka frá þeim.“ KSÍ má ekki bólgna út Eggert kveðst alla tíð hafa verið í mjög góðu sambandi við knatt- spyrnufélögin í landinu og lagt sig í framkróka við að vera í persónu- legu sambandi við sem flesta for- menn. „Þetta hafa verið ákaflega ánægjuleg samskipti í alla staði.“ KSÍ hefur tekið við ýmsum verkefnum af félögunum eftir því sem umsvif sambandsins hafa auk- ist og starfsmönnum fjölgað. Egg- ert segir að á sama tíma hafi kröf- urnar vaxið sem sé eðlilegt. „KSÍ er ekkert annað en félögin í land- inu og vill hag þeirra sem mestan.“ Á sama tíma og KSÍ hefur tekið að sér verkefni sem heppilegt er að sambandið sinni segir Eggert það hafa gætt þess að færast ekki of mikið í fang. „Hlutverk KSÍ er að þjóna félögunum í landinu en það eru takmörk fyrir því hverju samband sem þetta á að sinna. Það má ekki verða ofvöxtur í þessu en víða í löndunum í kringum okkur blöskrar manni hvað knattspyrnu- samböndin hafa bólgnað út. Það eru engin endatakmörk. Það er stöðugt hægt að brydda upp á nýj- um verkefnum og búa til nýjar stöður hjá svona sambandi en það er ekki æskileg þróun að mínu viti. Þeim verkefnum sem félögin geta sinnt sjálf eiga þau tvímælaust að sinna.“ Launamál formanns KSÍ hafa verið til umræðu undanfarna daga en Eggert segir að laun sín og kjör hjá KSÍ séu í sínum huga ekkert leyndarmál. „Á þingi KSÍ árið 1992 voru þau ákveðin og hafa þau síðan fylgt launavísitölu. Þau nema nú um 498 þúsundum króna. Að auki nýt ég bílafríðinda sem eru framtalsskyld og á ferðalögum erlendis fæ ég dagpeninga sam- kvæmt reglum ríkisskattstjóra. Aðrir en ég verða að dæma hvort þetta eru há laun eða lág, en ég held ég geti sagt að á þessum átján árum hef ég lagt mig allan fram um að gæta hagsmuna KSÍ.“ Stoltur af vexti kvennaknattspyrnunnar KSÍ rekur átta landslið á traust- um grunni og taka þau þátt í öllum mótum á vegum UEFA og FIFA, þar af fjögur kvennalandslið. Eggert kveðst stoltur af vexti og framför kvennaknattspyrnu á um- liðnum átján árum. „Það var alltaf ljóst að fjölgunin í knatt- 
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.