Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.01.2007, Blaðsíða 30
myndlist 30 SUNNUDAGUR 21. JANÚAR 2007 MORGUNBLAÐIÐ A lveg má halda því fram að liðið ár gangi öðru fremur inn í söguna sem tímabil mikilla umskipta á heimsvísu, jafnt á andlegum sem efnislegum forsendum. Heimsbyggðin öll orð- in sér betur vitandi um þá miklu vá sem að steðjar af gróðurhúsa- áhrifum, enda hafa afleiðingar vanhugsaðra mannanna verka aldrei verið jafn áþreifanlegar né snert fleiri en á allra síðustu ár- um. Víða hefur fólk vaknað upp með andfælum er það uppgötvar að ósköpin snerta ekki lengur fjarlæga staði og landshluta held- ur hafa ruðst inn yfir þeirra eigin þröskuld með ófyrirsjáanlegum af- leiðingum. Jafnvel hörðustu tals- menn óheftrar iðnvæðingar eru nú uggandi og fleiri og fleiri vís- indamenn spá að illa fari ef ekki verði snarhemlað til að forða stór- slysi, sumir þeirra halda því jafn- vel fram að það sé um seinan, skaðinn skeður og hnettinum verði ekki forðað, barnið, kveikja lífs sem bar að vernda, dottið í brunn- inn. Þetta má jafnt lesa í dagblöðum, tímaritum og bókum, jafnframt því sem almenningur fylgist ef vill með hamförum náttúrunnar á skjánum, um leið er hann orðinn margfalt meðvitaðri um þróunina en fyrir einungis fáeinum árum og lætur sér ekki lengur á sama standa. Næsta eðlilegt að margur líti til fortíðar og andvarpi, enda hefur hún á báða vegu og fyrir skikkan hátækninnar þrengt sér fram sem aldrei fyrr. Í lakara fallinu hefur í þeim mæli verið valtað yfir fyrri gildi að til lýsandi og sannverðugs samanburðar eru hér helst skófla, haki og járnkarl fyrri hluta síð- ustu aldar móti stórvirkustu vinnuvélum, svo og tækniundrum samtímans í lok hennar … Ekki er langt síðanstjörnufræðingar upp-götvuðu að við búum íallt öðrum alheimi en áður var haldið og í stað þess að vera að dragast saman eftir stóra- hvell er hann yfirmáta víðfeðmur og þenst út með stöðugt meiri hraða og mun gera um alla eilífð. Einnig hafa orðið umtalsverð hvörf á vitneskjunni úr hverju heimurinn samanstendur og að svört efnasambönd sem menn hafa ekki náð að greina eru langtum meiri en áður var talið. Þetta gaf Helge Kragh, prófess- or við Steno-stofnunina í Árósum, tilefni til ýmissa hugleiðinga og koma um leið fram með þá áleitnu spurningu; af hverju engin hermi af þessu að marki? Nú sé nefnilega mál að á síð- ustu tíu árum hafi róttæk breyting orðið á hinni stjörnufræðilegu heimsmynd í kjölfar hinnar nýju uppgötvunar um að alheimurinn stækkar með ógnarhraða, en minnkar ekki. Jafnframt að svo kunni að fara einn góðan veðurdag að við á þessum hnetti verðum alein og fyrirmunað að greina eina einustu stjörnu í himinhvelfing- unni! Segir þetta hvörf sem þoli sam- anburð við það sem skeði á sex- tándu öld, þegar Kópernikus af- neitaði jarðmiðjukenningu Ptólemaíosar, og setti fram sól- miðjukenningu, sem þótti ögrun við fyrri skilning, jafnframt móðg- un við heilbrigða skynsemi og guðlega visku. Enn fremur að í ljósi róttækni í nýrri tíma framþróun, sem jafnt í menningar- sem vísindasögulegum skilningi verður að telja einstaka, sé at- hyglisvert að fyrir utan raðir stjörnu- og eðlisfræðinga hefur í stórum dráttum verið gengið framhjá þessum nýju og bylting- arkenndu hvörfum, þau umvafin þögn. Og hvers virði er bylting ef enginn tekur eftir henni? bætir hann við. Enginn furða þótt prófessorinn sé gáttaður því eins og á sextándu öld er Kópernikus kom fram með kenningar sínar telur hann hina nýju vitneskju frambera fleiri spurningar en svör … Þetta og fleira fróðlegt birtist í einum fylgikálfi Weekendavisen vikuna 9.–15. september sem ber heitið „Ideer“. Hefur með hug- myndir og skilning á aðskiljanleg- ustu fyrirbærum að gera, hér þó einungis um stuttan og ófullkom- inn útdrátt að ræða. En þótt menn þurfi hvorki né eigi að taka framsetninguna bókstaflega ásamt því að vitaskuld sé trauðla hægt að líkja hvörfunum með öllu við tímaskeið Kópernikusar, er það viðtekin staðreynd að svo virðist sem stjörnuþokurnar, þar á meðal vetrarbrautin okkar, fjarlægist hver aðra af stöðugt meiri hraða. Raunar ógnarhraða, og stefni beint út í tómið, endalausa firð hvað sem fyrr segir, enga enda- stöð er að finna. Hér athyglisvert að prófess- orinn segir fæsta rithöfunda og andans menn meðvitaða um að þeir lifi á tímum þá heimsmyndin tekur gríðarlegum umskiptum. Og ef þeir eru það, taka þeir hvörf- unum líkast til sem framþróun sem einungis komi hinni eðl- isfræðilegu heimsmynd við, en ekki þeim lífs og menningarlegu aðstæðum sem manneskjan lifir við. Gerir hér eina markverða og skýra undantekningu; smásögu eftir hinn 73 ára gamla ameríska rithöfund John Updike sem birtist í Harper’s Magazine undir þeim markverða titli „The accelerating expansion of the universe“ (Út- þensla alheimsins) og hann vísar sérstaklega til setningarinnar „We are riding a pointless explosion to nowhere“, sem hann vill láta halda sér á frummálinu (smásöguna má nálgast á netinu; www. looksmart. com) … Greinin í Weekendavisenhafði einhverra hlutavegna farið framhjámér en ég rakst á hana á dögunum þegar ég fór yfir eldri Ár umskipta Reuters Á ofurhraða Himingeimurinn stækkar og þenst út með ógnarhraða. Þessi stjörnuþoka er á leið út í óendanleikann, burt frá öðrum stjörnuþokum með hraða sem mældist 2,15 milljónir kílómetrar á klukkustund! SJÓNSPEGILL Bragi Ásgeirsson H víl í friði.“ „Drottinn, gefðu dánum ró, hinum líkn er lifa.“ Þessar setningar flögruðu um hugann sl. aðfangadag, þar sem ég gekk frá bílastæðinu og áleiðis í kirkju- garðinn fallega í Fossvogi ásamt fjölskyldunni til að vitja legstaða náinna ættmenna sem þar hvíla. Það var svalt í veðri og nokkur strekkingur, en eins og jafnan á þessum degi hafði fjöldi fólks lagt leið sína í garðinn til að minnast látinna ástvina og skyldmenna. Garðurinn var fallegur og trén stóðu hljóð og kyrr og minntu okkur á eilífðina og hverfulleika hins iðandi lífs. Allt þetta var einmitt það sem fólkið sem gekk milli leiða í garð- inum var að sækjast eftir. En það fékk það bara ekki. Hvað eftir annað átti það nefnilega nánast fótum fjör að launa vegna þungrar og stöðugrar umferðar bíla af öll- um stærðum og gerðum, sem óku þvers og kruss um garðinn. Það var engu líkara en að við sem vorum fótgangandi hefðum óvart villst inn á helstu umferð- aræðar höfuðborgarinnar. Í eitt skiptið flautaði óþolinmóður bíl- stjóri á tvær gamlar konur sem voru ekki nógu fljótar að víkja til hliðar. Friðurinn og kyrrðin sem við komum til að njóta og á að veita okkur tækifæri til að hugsa og minnast var víðs fjarri. Það var þjóðvegahátíðarstemning í garð- inum og angan af útblæstri fyllti vitin. Ég veit ekki hvernig á því stendur, en fyrir einhverjum árum breyttist eitthvað varðandi bíla- akstur í kirkjugörðum. Hér áður fyrr var akstur bannaður á þess- um stað, bílar voru stöðvaðir við hliðið, en gátu fengið leyfi til að aka áfram, ef um var að ræða fatl- að fólk, eða veikt, sem eðlilegt er. En það er nú ekki aldeilis til- fellið núna. Nýliðinn aðfangadag mátti sjá dásamlega heilsuhraust og kvikt fólk stökkva út úr fjalls- tórum pikkuppum jafnt sem gljá- andi Porsche-tryllitækjum og skella greinum og kertum á leiði. Svo hraðaði það sér inn í hlýjan bílinn aftur og keyrði af stað í leit að því næsta. Það gefur líka auga- leið að ef ekki væri fyrir þessa fótgangandi aumingja væri hægt að ná fjórum leiðum í öllum horn- um garðsins á fimm mínútum. Við sem vorum svo gamaldags að skilja bíla okkar eftir utangarðs og álitum að í því fælist sjálfsögð, eðlileg og raunar eftirsóknarverð virðing fyrir eðli þessa staðar urð- um ítrekað að ganga í halarófu til Bílakirkjugarðar Reykjavíkur HUGSAÐ UPPHÁTT Sveinbjörn I. Baldvinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.